Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2022 19:28 Dýraverndunarsinnar segja nautgripina ekki hafa góðan aðgang að vatni og fóðri. Steinunn Árnadóttir Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits hennar og verkferla vegna velferðar dýra. MAST hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarið vegna eftirlits, eða skorts þar á. „Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Í haust kom upp mál er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði en í síðustu viku voru þrettán þeirra aflífuð vegna alvarlegs ástands. Nú hafa íbúar í Borgarbyggð vakið athygli á nautgripum, sem eru í umsjá sömu aðila samkvæmt heimildum fréttastofu og hafa verið innandyra undanfarin þrjú ár. „Nú er búið að setja þau út en þau eru grindhoruð þessi dýr og eru með takmarkaðan aðgang að vatni og fóðri, sem er algjörlega óviðunandi,“ segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Nautin eru sjáanlega mjög grönn.Steinunn Árnadóttir MAST þurfi að nýta betur þau úrræði sem henni standi til boða, eins og að skipa tilsjónarmann með dýrum sem áhyggjur eru af. „Það kemur okkur á óvart að það hafi ekki verið gert. Dýrin eru látin vera áfram hjá þeim aðila sem hefur verið að brjóta á þeim,“ segir Linda. Grípa þurfi til tafarlausra aðgerða í Borgarbyggð. „Og að þessum dýrum verði forðað og þeim veitt örugg umsjón þar sem velferð þeirra og heilsa verður tryggð.“ Dýraníð í Borgarfirði Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Svandís segir Íslendinga geta gert betur í dýravelferð Matvælaráðherra segir ástæðu til að ætla að Íslendingar geti gert betur í dýravelferð. Hún hefur kallað eftir svörum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. 28. október 2022 13:01 Hin hrossin send aftur til eigenda Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi. 19. október 2022 09:43 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits hennar og verkferla vegna velferðar dýra. MAST hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarið vegna eftirlits, eða skorts þar á. „Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Í haust kom upp mál er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði en í síðustu viku voru þrettán þeirra aflífuð vegna alvarlegs ástands. Nú hafa íbúar í Borgarbyggð vakið athygli á nautgripum, sem eru í umsjá sömu aðila samkvæmt heimildum fréttastofu og hafa verið innandyra undanfarin þrjú ár. „Nú er búið að setja þau út en þau eru grindhoruð þessi dýr og eru með takmarkaðan aðgang að vatni og fóðri, sem er algjörlega óviðunandi,“ segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Nautin eru sjáanlega mjög grönn.Steinunn Árnadóttir MAST þurfi að nýta betur þau úrræði sem henni standi til boða, eins og að skipa tilsjónarmann með dýrum sem áhyggjur eru af. „Það kemur okkur á óvart að það hafi ekki verið gert. Dýrin eru látin vera áfram hjá þeim aðila sem hefur verið að brjóta á þeim,“ segir Linda. Grípa þurfi til tafarlausra aðgerða í Borgarbyggð. „Og að þessum dýrum verði forðað og þeim veitt örugg umsjón þar sem velferð þeirra og heilsa verður tryggð.“
Dýraníð í Borgarfirði Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Svandís segir Íslendinga geta gert betur í dýravelferð Matvælaráðherra segir ástæðu til að ætla að Íslendingar geti gert betur í dýravelferð. Hún hefur kallað eftir svörum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. 28. október 2022 13:01 Hin hrossin send aftur til eigenda Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi. 19. október 2022 09:43 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Svandís segir Íslendinga geta gert betur í dýravelferð Matvælaráðherra segir ástæðu til að ætla að Íslendingar geti gert betur í dýravelferð. Hún hefur kallað eftir svörum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. 28. október 2022 13:01
Hin hrossin send aftur til eigenda Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi. 19. október 2022 09:43
Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45