Bruno býr mest til af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 16:30 Bruno Fernandes er allt í öllu í sóknarleik Manchester United. Getty/Michael Regan Manchester United á hættulegasta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt tölfræðinni því enginn einn leikmaður hefur tekið þátt í fleiri sóknum með marktækifæri en Bruno Fernandes. Portúgalinn snjalli hefur átt þátt í 128 marktækifærum United liðsins í opnum leik á þessu tímabili með því að skjóta, skapa færi eða koma með beinum hætti að undirbúningi sókna sem enda með marktækifæri. View this post on Instagram A post shared by Manchester United (@manchesterunited) Bruno Fernandes hefur skotið 33 sinnum á markið og skaðað 39 færi að auki. Þá hefur hann spilað stórt hlutverk í 56 sóknum sem hafa búið til marktækifæri fyrir liðið. Liverpool maðurinn Mohamed Salah er annar á þessum lista en hann hefur komið að 102 sóknum sem skapa marktækifæri þar af hefur hann skotið 52 sinnum. Þriðji er síðan Harry Kane hjá Tottenham sem hefur komið að 98 sóknum. Erling Haaland er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar og hefur átt langflest skot eða 59. Hann hefur hins vegar aðeins skapað 14 færi fyrir félagana og bara komið að 13 sóknum í viðbót sem enda með færi. Haaland þarf því að sætta sig að vera bara í sjöunda sæti á listanum með liðsfélaga sínum Rodri en þeir hafa komið að 86 sóknum með marktækifærum. Tveir liðsfélagar Haaland eru einnig fyrir ofan hann eða þeir Kevin De Bruyne (97 sóknir) og Joao Cancelo (89 sóknir). Topplið Arsenal á bara einn leikmann meðal efstu manna en það er miðjumaðurinn Granit Xhaka sem er rétt á eftir þeim Haaland og Rodri. Það má sjá topplistann hér fyrir neðan. 128 - Bruno Fernandes has been involved in 128 open play attacking sequences in all competitions this season (shots, chances created and build-up), the most of any player for a Premier League club. Centrepiece. pic.twitter.com/HH2VOqjEOB— OptaJoe (@OptaJoe) October 28, 2022 Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Portúgalinn snjalli hefur átt þátt í 128 marktækifærum United liðsins í opnum leik á þessu tímabili með því að skjóta, skapa færi eða koma með beinum hætti að undirbúningi sókna sem enda með marktækifæri. View this post on Instagram A post shared by Manchester United (@manchesterunited) Bruno Fernandes hefur skotið 33 sinnum á markið og skaðað 39 færi að auki. Þá hefur hann spilað stórt hlutverk í 56 sóknum sem hafa búið til marktækifæri fyrir liðið. Liverpool maðurinn Mohamed Salah er annar á þessum lista en hann hefur komið að 102 sóknum sem skapa marktækifæri þar af hefur hann skotið 52 sinnum. Þriðji er síðan Harry Kane hjá Tottenham sem hefur komið að 98 sóknum. Erling Haaland er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar og hefur átt langflest skot eða 59. Hann hefur hins vegar aðeins skapað 14 færi fyrir félagana og bara komið að 13 sóknum í viðbót sem enda með færi. Haaland þarf því að sætta sig að vera bara í sjöunda sæti á listanum með liðsfélaga sínum Rodri en þeir hafa komið að 86 sóknum með marktækifærum. Tveir liðsfélagar Haaland eru einnig fyrir ofan hann eða þeir Kevin De Bruyne (97 sóknir) og Joao Cancelo (89 sóknir). Topplið Arsenal á bara einn leikmann meðal efstu manna en það er miðjumaðurinn Granit Xhaka sem er rétt á eftir þeim Haaland og Rodri. Það má sjá topplistann hér fyrir neðan. 128 - Bruno Fernandes has been involved in 128 open play attacking sequences in all competitions this season (shots, chances created and build-up), the most of any player for a Premier League club. Centrepiece. pic.twitter.com/HH2VOqjEOB— OptaJoe (@OptaJoe) October 28, 2022
Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira