Carlsen breytti opnunarleik Katrínar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. október 2022 23:08 Magnus Carlsen breytti leik sem Katrín Jakobsdóttir lék fyrir hann. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk að leika fyrsta leikinn í skák fimmfaldaheimsmeistarans Magnus Carlsen á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í dag. Carlsen fannst leikur forsætisráðherrans greinilega ekki sá besti og dró hann til baka. Katrín fór og fylgdist með þriðja keppnisdegi heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák í dag. Mótið fer fram á Hotel Natura við Nauthólsveg og eru nokkrir af bestu skákmönnum heims samankomnir að tefla á mótinu. Norðmaðurinn Magnus Carlsen er einn besti skákmaður allra tíma og er fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni. Hann er einn þátttakenda á mótinu og segir Katrín það vera mikinn heiður að hafa fengið að hitta hann. „Fékk ég að leika fyrir hann fyrsta leikinn sem hann reyndar breytti sem segir allt um mína hæfileika í þessari tegund skákar!“ skrifar Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún fékk þó aðra tilraun til þess að leika opnunarleik og var það í viðureign í fjórðu umferð Íslandsmóts kvenna í hefðbundinni skák. Þá fékk hún að leika fyrsta leik Iðunnar Helgadóttur. Iðunn, annað en Carlsen, þótti leikur forsætisráðherrans ansi góður og ákvað að vera ekki að standa í því að breyta honum. Iðunni þótti þessi leikur Katrínar vera mjög góður. Carlsen er kominn í undanúrslit mótsins ásamt Hikaru Nakamura, Ian Nepomniachtchi og Nodirbek Abdusattorov. Þeir fjórir sem urðu eftir í undanriðlunum eru Vladimir Fedoseev, Matthias Blübaum, Hjörvar Steinn Grétarsson og ríkjandi heimsmeistari, Wesley So. Undanúrslit mótsins hefjast á morgun þar sem Abdusattorov mætir Nakamura og Carlsen mætir Nepomniachtchi. Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Carlsen í góðum málum eftir dag tvö Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli. 26. október 2022 23:01 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Katrín fór og fylgdist með þriðja keppnisdegi heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák í dag. Mótið fer fram á Hotel Natura við Nauthólsveg og eru nokkrir af bestu skákmönnum heims samankomnir að tefla á mótinu. Norðmaðurinn Magnus Carlsen er einn besti skákmaður allra tíma og er fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni. Hann er einn þátttakenda á mótinu og segir Katrín það vera mikinn heiður að hafa fengið að hitta hann. „Fékk ég að leika fyrir hann fyrsta leikinn sem hann reyndar breytti sem segir allt um mína hæfileika í þessari tegund skákar!“ skrifar Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún fékk þó aðra tilraun til þess að leika opnunarleik og var það í viðureign í fjórðu umferð Íslandsmóts kvenna í hefðbundinni skák. Þá fékk hún að leika fyrsta leik Iðunnar Helgadóttur. Iðunn, annað en Carlsen, þótti leikur forsætisráðherrans ansi góður og ákvað að vera ekki að standa í því að breyta honum. Iðunni þótti þessi leikur Katrínar vera mjög góður. Carlsen er kominn í undanúrslit mótsins ásamt Hikaru Nakamura, Ian Nepomniachtchi og Nodirbek Abdusattorov. Þeir fjórir sem urðu eftir í undanriðlunum eru Vladimir Fedoseev, Matthias Blübaum, Hjörvar Steinn Grétarsson og ríkjandi heimsmeistari, Wesley So. Undanúrslit mótsins hefjast á morgun þar sem Abdusattorov mætir Nakamura og Carlsen mætir Nepomniachtchi.
Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Carlsen í góðum málum eftir dag tvö Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli. 26. október 2022 23:01 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Carlsen í góðum málum eftir dag tvö Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli. 26. október 2022 23:01
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20
Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40