Guðlaugur Þór segir Bjarna fyrstum allra ef hann býður sig fram Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2022 19:21 Bjarni Benediktsson segist undrast mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á þessum tímapunkti þegar ný ríkisstjórn hafi nýlega tekið við. Hann hlakki til að leggja árangur flokksins fyrir landsfund. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson segir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins frétta það fyrstan allra ákveði hann að bjóða sig fram gegn honum á landsfundi í næstu viku. Formaðurinn hlakkar til að leggja árangur flokksins í ríkisstjórn fyrir landsfundarfulltrúa. Fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár vegna faraldursins fer fram frá föstudegi til sunnudags í næstu viku. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins frá 2009 og býður sig fram til endurkjörs en svo gæti farið að Guðlaugur Þór Þórðarson bjóði sig einnig fram. Hann segir marga Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af stöðu flokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson fundaði með fjölmennum hópi stuðningsmanna sinna í Grafarvogi í gærkvöldi.Vísir/Arnar „Skoðanakannanir eru eitt og auðvitaðsveiflast þær. Þær hafa ekki verið jákvæðar mjög lengi en aðalatriðið, og skoðanakannanir skipta máli, er auðvitað niðurstaða kosninga. Það vita allir hvernig þau mál hafa þróast,“ segir Guðlaugur Þór og vísar þar til fyrri tíðar þegar Sjálfstæðisflokkurinn gat vænst þess að fá allt að 40 prósent atkvæða. „Við erum öll sammála um þetta Sjálfstæðismenn. Ég held reyndar að það séu fleiri flokkar sammála um að þeir vildu gjarnan hafa meira fylgi. En það bara er ekkert eins og það var í sjálfu sér. Þú getur ekki beðið um að snúa klukkunni aftur í tímann. Síðan finnst mér líka að það verði hver að líta sér nær og spyrja sig, til dæmis oddvitinn í Reykjavík í þessu tilviki; hvernig hefur mér gengið að afla flokkum fylgi í borginni,“ segir Bjarni. Í alþingiskosningum fyrir ári fékk Sjálfstæðisflokkurinn 24,4 prósent atkvæða á landsvísu. Honum gekk best í kjördæmi Bjarna með 30,2 prósent en fékk 20,9 prósent í kjördæmi Guðlaugs Þórs. Það var eina kjördæmið þar sem flokkurinn tapaði manni milli kosninga. Úrslit Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík norður í alþingiskosningunum í október 2021.Grafík/Sara Þegar stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar var kynntur sagði Bjarni að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði. Að þeim loknum tæki Guðrún Hafsteinsdóttir við. Nýlega sagði hann hins vegar að svo gæti farið að Jón sæti áfram þótt Guðrún kæmi inn. „Ég get ekki lagt neitt út af því. Það liggur hins vegar alveg fyrir að það er ekkert verið að fjölga ráðherrum og ég held að það skipti máli að hafa enga óvissu í þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Bjarni segir ekkert hafa breyst varðandi komu Guðrúnar Hafsteinsdóttur í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson segir að hver og einn oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæmum verði að líta sér nær þegar árangur flokksins í kosningum væri skoðaður.Vísir/Vilhelm „Ég myndi líka vilja hafa það á hreinu hvernig mín staða verður eftir nokkra daga. Mér fannst bara komið ágætt af umræðum um að Jón Gunnarsson væri að hætta. Hann er í miðjum straumnum, með stór mál á dagskrá og mér finnst sjálfsagt að hann fái frið til að sinna sínum verkefnum. Hann hefur staðið sig afar vel.“ Ertu sigurviss sjálfur? „Mér líður vel með það sem ég er að gera. Ég er með tilhlökkun að koma til fundar við fólk og leggja okkar verk á borð og sækjast eftir umboði á forsendum þess sem við höfum verið að vinna að með þann árangur í farteskinu sem við höfum skilað,“ segir formaðurinn. En hvenær liggur ákvörðun Guðlaugs Þórs fyrir? „Ef ég myndi taka það skref, sem er mjög stórt skref af mörgum ástæðum, mun ég ekki tilkynna það í fjölmiðlum. Ég mun ræða það við formann flokksins Bjarna Benediktsson. Hann mun ekki sjá það, ef það gerist, í fjölmiðlum.“ Þannig að við fjölmiðlar þurfum að hafa auga með þér næstu daga? „Já endilega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson og skellir upp úr. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni segir allt forystufólk bera ábyrgð á stöðu Sjálfstæðisflokksins Guðlaugur Þór Þórðarson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund flokksins í næstu viku enda væri flokkurinn í alvarlegri stöðu fylgislega séð. Bjarni Benediktsson segir fylgi flokksins á ábyrgð allra frambjóðenda sem hver um sig þurfi að horfa á útkomuna í sínu kjördæmi. 27. október 2022 12:25 Guðlaugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni. 27. október 2022 11:13 Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin. 27. október 2022 10:26 Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 27. október 2022 06:50 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár vegna faraldursins fer fram frá föstudegi til sunnudags í næstu viku. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins frá 2009 og býður sig fram til endurkjörs en svo gæti farið að Guðlaugur Þór Þórðarson bjóði sig einnig fram. Hann segir marga Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af stöðu flokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson fundaði með fjölmennum hópi stuðningsmanna sinna í Grafarvogi í gærkvöldi.Vísir/Arnar „Skoðanakannanir eru eitt og auðvitaðsveiflast þær. Þær hafa ekki verið jákvæðar mjög lengi en aðalatriðið, og skoðanakannanir skipta máli, er auðvitað niðurstaða kosninga. Það vita allir hvernig þau mál hafa þróast,“ segir Guðlaugur Þór og vísar þar til fyrri tíðar þegar Sjálfstæðisflokkurinn gat vænst þess að fá allt að 40 prósent atkvæða. „Við erum öll sammála um þetta Sjálfstæðismenn. Ég held reyndar að það séu fleiri flokkar sammála um að þeir vildu gjarnan hafa meira fylgi. En það bara er ekkert eins og það var í sjálfu sér. Þú getur ekki beðið um að snúa klukkunni aftur í tímann. Síðan finnst mér líka að það verði hver að líta sér nær og spyrja sig, til dæmis oddvitinn í Reykjavík í þessu tilviki; hvernig hefur mér gengið að afla flokkum fylgi í borginni,“ segir Bjarni. Í alþingiskosningum fyrir ári fékk Sjálfstæðisflokkurinn 24,4 prósent atkvæða á landsvísu. Honum gekk best í kjördæmi Bjarna með 30,2 prósent en fékk 20,9 prósent í kjördæmi Guðlaugs Þórs. Það var eina kjördæmið þar sem flokkurinn tapaði manni milli kosninga. Úrslit Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík norður í alþingiskosningunum í október 2021.Grafík/Sara Þegar stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar var kynntur sagði Bjarni að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði. Að þeim loknum tæki Guðrún Hafsteinsdóttir við. Nýlega sagði hann hins vegar að svo gæti farið að Jón sæti áfram þótt Guðrún kæmi inn. „Ég get ekki lagt neitt út af því. Það liggur hins vegar alveg fyrir að það er ekkert verið að fjölga ráðherrum og ég held að það skipti máli að hafa enga óvissu í þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Bjarni segir ekkert hafa breyst varðandi komu Guðrúnar Hafsteinsdóttur í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson segir að hver og einn oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæmum verði að líta sér nær þegar árangur flokksins í kosningum væri skoðaður.Vísir/Vilhelm „Ég myndi líka vilja hafa það á hreinu hvernig mín staða verður eftir nokkra daga. Mér fannst bara komið ágætt af umræðum um að Jón Gunnarsson væri að hætta. Hann er í miðjum straumnum, með stór mál á dagskrá og mér finnst sjálfsagt að hann fái frið til að sinna sínum verkefnum. Hann hefur staðið sig afar vel.“ Ertu sigurviss sjálfur? „Mér líður vel með það sem ég er að gera. Ég er með tilhlökkun að koma til fundar við fólk og leggja okkar verk á borð og sækjast eftir umboði á forsendum þess sem við höfum verið að vinna að með þann árangur í farteskinu sem við höfum skilað,“ segir formaðurinn. En hvenær liggur ákvörðun Guðlaugs Þórs fyrir? „Ef ég myndi taka það skref, sem er mjög stórt skref af mörgum ástæðum, mun ég ekki tilkynna það í fjölmiðlum. Ég mun ræða það við formann flokksins Bjarna Benediktsson. Hann mun ekki sjá það, ef það gerist, í fjölmiðlum.“ Þannig að við fjölmiðlar þurfum að hafa auga með þér næstu daga? „Já endilega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson og skellir upp úr.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni segir allt forystufólk bera ábyrgð á stöðu Sjálfstæðisflokksins Guðlaugur Þór Þórðarson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund flokksins í næstu viku enda væri flokkurinn í alvarlegri stöðu fylgislega séð. Bjarni Benediktsson segir fylgi flokksins á ábyrgð allra frambjóðenda sem hver um sig þurfi að horfa á útkomuna í sínu kjördæmi. 27. október 2022 12:25 Guðlaugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni. 27. október 2022 11:13 Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin. 27. október 2022 10:26 Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 27. október 2022 06:50 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bjarni segir allt forystufólk bera ábyrgð á stöðu Sjálfstæðisflokksins Guðlaugur Þór Þórðarson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund flokksins í næstu viku enda væri flokkurinn í alvarlegri stöðu fylgislega séð. Bjarni Benediktsson segir fylgi flokksins á ábyrgð allra frambjóðenda sem hver um sig þurfi að horfa á útkomuna í sínu kjördæmi. 27. október 2022 12:25
Guðlaugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni. 27. október 2022 11:13
Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin. 27. október 2022 10:26
Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 27. október 2022 06:50