Fótbolti

„Mun aldrei taka því sem sjálf­sögðum hlut að komast á­fram í Meistara­deild Evrópu“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp á hliðarlínunni í leiknum gegn Ajax.
Klopp á hliðarlínunni í leiknum gegn Ajax. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN

Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, var gríðarlega sáttur með 3-0 sigur sinna manna á Ajax í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. Sigurinn tryggði sæti Liverpool í 16-liða úrslitum og gefum þeim möguleika á að ná toppsæti riðilsins i lokaumferðinni.

„Við áttum erfitt uppdráttar fyrsta hálftíma leiksins þar sem Ajax pressaði okkur hátt og við þurftum að verjast af mikilli ástríðu. Þú verður að komast í gegnum þessa kafla leiksins,“ sagði Klopp um byrjun leiksins á Johan Cruyff -vellinum í Amsterdam.

„Við breyttum leikkerfinu aðeins, fórum í hálfgerð demants-miðju. Við töldum það vera skynsamlegt þar sem við vildum ekki hafa Darwin [Núñez] alltaf út á væng.“

„Svo skoruðum við mark sem var gjörsamlega frábært. Við byrjuðum síðari hálfleik mjög vel, skorðum tvo gullfalleg mörk og stjórnuðum leiknum virkilega vel eftir það. Við erum komnir áfram í útsláttarkeppnina og ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut.“

„Hann spilaði virkilega vel, bæði sóknar- og varnarlega. Hann lagði sig allan í leikinn og ég kann að meta það,“ sagði Klopp að endingu um Núñez en framherjinn skoraði eitt mark ásamt því að brenna af algjöru dauðafæri.

Klippa: Meistaradeild Evrópu: Ajax 0-3 Liverpool

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×