Bað um kaup á Haaland, Vlahovic og Diaz en Man. Utd hafnaði því Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 07:31 Ralf Rangnick stýrði Manchester United frá desember í fyrra og út leiktíðina en uppskeran var ansi rýr. Getty Ralf Rangnick lagði fram stjörnum prýddan óskalista fyrir forráðamenn Manchester United varðandi kaup á leikmönnum í janúar síðastliðnum, eftir að hann hafði nýverið tekið við sem knattspyrnustjóri félagsins. Félagið neitaði hins vegar að gera vetrarviðskipti. Þetta kemur fram í viðtali Christian Falk hjá BILD við hinn þýska Rangnick, sem var ráðinn til bráðabirgða hjá United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Rangnick átti upphaflega að taka við sem ráðgjafi hjá United eftir að stjóratíð hans lyki en hætt var við það og er hann í dag landsliðsþjálfari Austurríkis. United fékk aðeins 58 stig í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, sem er versta stigasöfnun félagsins í deildinni, og líklega hefði liðinu ekki veitt af liðsstyrk í janúar eins og Rangnick fór fram á. Í staðinn var enginn keyptur. Rangnick nefndi meðal annars Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Luis Diaz og Erling Haaland. Juventus keypti svo Vlahovic, Liverpool keypti Diaz og Manchester City keypti Haaland, og Nkunku raðar inn mörkum í Þýskalandi. TRUE Ralf Rangnick told me: He tried to get for @ManUtd Alavaro Morata, Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Josko Gvardiol, Luis Diaz & Erling Haaland. But the Club refused Winter-Transfers pic.twitter.com/hJ5fhM3dpE— Christian Falk (@cfbayern) October 26, 2022 Raunhæfast hefði verið fyrir United að klófesta Nkunku og liðsfélaga hans hjá RB Leipzig, Josko Gvardiol, en United hafnaði þeirri hugmynd og vildi bíða fram á sumar, þegar nýr stjóri yrði ráðinn sem reyndist svo vera Erik ten Hag. „Það voru aldrei nein félagaskiptaskjöl og félagið óskaði ekki eftir því. En jafnvel án þess að hafa slíkt handrit þá var öllum alveg ljóst að þörfin var til staðar í mörgum stöðum. Þess vegna ræddum við um leikmenn eins og Josko Gvardiol og Christian Nkunku frá RB Leipzig. Þetta voru raunhæfir möguleikar,“ sagði Rangnick og bætti við: „Við ræddum líka um Alvaro Morata, Luis Diaz, Dusan Vlahovic og, eins og ég segi, Erling Haaland þegar þeir voru enn á markaðnum. En félagið ákvað á þeim tíma að byggja liðið upp undir nýjum stjóra.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali Christian Falk hjá BILD við hinn þýska Rangnick, sem var ráðinn til bráðabirgða hjá United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Rangnick átti upphaflega að taka við sem ráðgjafi hjá United eftir að stjóratíð hans lyki en hætt var við það og er hann í dag landsliðsþjálfari Austurríkis. United fékk aðeins 58 stig í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, sem er versta stigasöfnun félagsins í deildinni, og líklega hefði liðinu ekki veitt af liðsstyrk í janúar eins og Rangnick fór fram á. Í staðinn var enginn keyptur. Rangnick nefndi meðal annars Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Luis Diaz og Erling Haaland. Juventus keypti svo Vlahovic, Liverpool keypti Diaz og Manchester City keypti Haaland, og Nkunku raðar inn mörkum í Þýskalandi. TRUE Ralf Rangnick told me: He tried to get for @ManUtd Alavaro Morata, Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Josko Gvardiol, Luis Diaz & Erling Haaland. But the Club refused Winter-Transfers pic.twitter.com/hJ5fhM3dpE— Christian Falk (@cfbayern) October 26, 2022 Raunhæfast hefði verið fyrir United að klófesta Nkunku og liðsfélaga hans hjá RB Leipzig, Josko Gvardiol, en United hafnaði þeirri hugmynd og vildi bíða fram á sumar, þegar nýr stjóri yrði ráðinn sem reyndist svo vera Erik ten Hag. „Það voru aldrei nein félagaskiptaskjöl og félagið óskaði ekki eftir því. En jafnvel án þess að hafa slíkt handrit þá var öllum alveg ljóst að þörfin var til staðar í mörgum stöðum. Þess vegna ræddum við um leikmenn eins og Josko Gvardiol og Christian Nkunku frá RB Leipzig. Þetta voru raunhæfir möguleikar,“ sagði Rangnick og bætti við: „Við ræddum líka um Alvaro Morata, Luis Diaz, Dusan Vlahovic og, eins og ég segi, Erling Haaland þegar þeir voru enn á markaðnum. En félagið ákvað á þeim tíma að byggja liðið upp undir nýjum stjóra.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira