Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 16:02 Sakborningarnir þrír, frá vinstri: Paul Bellar (24 ára), Joseph Morrison (28 ára) og Pete Musico (44 ára). AP/Alvin S. Glenn-fangelsið og lögreglustjórinn í Jackson-sýslu Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. Fjórtán meðlimir sveitarinnar Wolverine Watchmen voru handteknir í október 2020. Útsendarar alríkislögreglunnar FBI og uppljóstrar höfðu þá komið sér fyrir innan samtakanna um mánaðaskeið. Leiðtogi hópsins, Adam Fox, var sakfelldur um að skipuleggja mannrán fyrir alríkisdómstól í ágúst. Þrír aðrir hafa ýmist verið dæmdir sekir eða játað sök en tveir verið sýknaðir. Whitmer sakaði ekki en hópurinn hafði njósnað um ferðir hennar og æft hvernig hann ætlaði að nema hana á brott. Fyrir dómi kom fram að meðlimir hópsins hafi stutt borgarastríð sem gæti brotist út í kjölfar mannráns á þekktum einstaklingi. Mennirnir töluðu um sín á milli að handtaka Whitmer borgaralega og jafnvel taka hana af lífi. Mennirnir þrír sem voru sakfelldir í dag æfðu með Fox en ferðuðust ekki til norðurhluta Michigan til þess að kortleggja aðstæður við sumarhús ríkisstjórans eða taka þátt í annarri æfingu fyrir mannrán. Verjendur þeirra fullyrtu að þeir hefðu slitið tengsl við hópinn áður en ráðabruggið var langt á veg komið. Þeir voru engu að síður sakfelldir fyrir að aðstoða við hryðjuverk. skotvopnaglæpi og aðild að glæpagengi, að sögn AP-fréttastofunnar. Refsing þeirra verður ákvörðuð um miðjan desember. Meðlimir vopnuðu sveitarinnar voru handteknir nokkrum mánuðum eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, hvatti stuðningsmenn sína til þess að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og „frelsa“ heimaríki sín, þar á meðal Michigan. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Fjórtán meðlimir sveitarinnar Wolverine Watchmen voru handteknir í október 2020. Útsendarar alríkislögreglunnar FBI og uppljóstrar höfðu þá komið sér fyrir innan samtakanna um mánaðaskeið. Leiðtogi hópsins, Adam Fox, var sakfelldur um að skipuleggja mannrán fyrir alríkisdómstól í ágúst. Þrír aðrir hafa ýmist verið dæmdir sekir eða játað sök en tveir verið sýknaðir. Whitmer sakaði ekki en hópurinn hafði njósnað um ferðir hennar og æft hvernig hann ætlaði að nema hana á brott. Fyrir dómi kom fram að meðlimir hópsins hafi stutt borgarastríð sem gæti brotist út í kjölfar mannráns á þekktum einstaklingi. Mennirnir töluðu um sín á milli að handtaka Whitmer borgaralega og jafnvel taka hana af lífi. Mennirnir þrír sem voru sakfelldir í dag æfðu með Fox en ferðuðust ekki til norðurhluta Michigan til þess að kortleggja aðstæður við sumarhús ríkisstjórans eða taka þátt í annarri æfingu fyrir mannrán. Verjendur þeirra fullyrtu að þeir hefðu slitið tengsl við hópinn áður en ráðabruggið var langt á veg komið. Þeir voru engu að síður sakfelldir fyrir að aðstoða við hryðjuverk. skotvopnaglæpi og aðild að glæpagengi, að sögn AP-fréttastofunnar. Refsing þeirra verður ákvörðuð um miðjan desember. Meðlimir vopnuðu sveitarinnar voru handteknir nokkrum mánuðum eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, hvatti stuðningsmenn sína til þess að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og „frelsa“ heimaríki sín, þar á meðal Michigan.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16
Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23