Óhugnanlegar frásagnir af ofbeldi Katara birtar í nýrri skýrslu Valur Páll Eiríksson skrifar 25. október 2022 07:00 Talið er niður í heimsmeistaramótið sem hefst í Katar þann 20. nóvember í skugga ítrekaðra mannréttindabrota gestgjafanna. Simon Holmes/NurPhoto via Getty Images Lögreglan í Katar hefur eftir eigin geðþótta handtekið og misnotað meðlimi LGBTQ-samfélagsins þar í landi, þrátt fyrir að engin ákæra liggi fyrir. Þetta segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem kalla eftir umbótum í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði. Human Rights Watch (HRW) eru bandarísk mannréttindasamtök sem hafa ítrekað fjallað um mannréttindamál í Katar frá því að ríkinu var veitt gestgjafahlutverk heimsmeistaramótsins af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, árið 2010. Margt hefur verið skrifað um réttindi verkafólks í landinu en talið er að hátt í sjö þúsund hafi látist við uppbyggingu mannvirkja fyrir mótið og eru réttindi annarra verkamanna fótum troðin. Samkynhneigð er ólögleg í Persaflóaríkinu sem hefur verið undir smásjá umheimsins vegna athyglinnar sem fylgir eins stórum viðburði og HM í fótbolta. Búist er við um einni milljón erlendra gesta í kringum mótið. Fólk barið þar til því blæddi og meinað um læknisaðstoð Í skýrslu HRW segjast samtökin hafa „sex skjalfest tilvik alvarlegra og endurtekinna barsmíða og fimm tilvik kynferðislegrar áreitni fólks í haldi lögreglu milli 2019 og 2022“. Nýjasta tilvikið sé frá því í september síðastliðnum. Fjórar transkonur, ein tvíkynhneigð kona og einn samkynhneigður karlmaður sögðu öll frá því hvernig meðlimir svokallaðrar forvirkrar öryggisdeildar innanríkisráðuneytis Katar hafa handtekið þau og fært í neðanjarðarfangelsi í Doha, höfuðborg ríkisins. „Þar áreittu lögreglumenn fanga munnlega og beittu líkamlegu ofbeldi, allt frá því að lemja og kýla í að sparka þar til þeim blæddi,“ segir í skýrslu HRW. „Ein kona sagðist hafa misst meðvitund. Öryggisverðir beittu einnig andlegu ofbeldi, drógu fram þvingaðar játningar og meinuðu föngum um lögfræðiaðstoð, aðgang að fjölskyldu og læknishjálp,“ segir þar enn fremur. Myndir teknar af brjóstum hennar og daglegar barsmíðar Haft er eftir einni transkvennana í skýrslunni að henni hafi verið haldið í neðanjarðarklefa í tvígang. Í tvo mánuði í fyrra skiptið og í sex vikur í það síðara. Hún þjáist nú af þunglyndi og hræðist að vera úti á almannafæri eftir þá hörmulegu meðhöndlun sem hún þurfti að þola. „Þeir börðu mig á hverjum degi og rökuðu af mér hárið. Þeir létu mig líka fara úr skyrtunni og tóku myndir af brjóstunum á mér,“ sagði hún. Í öllum tilfellum voru fangarnir neyddir til að opna síma sína og þaðan voru teknar samskiptaupplýsingar um annað fólk úr LGBTQ-samfélaginu. Allt gert án ákæru Kynlíf utan hjónabands og kynlífs samkynhneigðra er ólöglegt í íhaldsama múslimaríkinu. Refsing fyrir slíkt getur varðað allt að sjö ára fangelsisvist. Enginn hinna handteknu kveðst þó hafa verið ákærður fyrir meinta glæpi sína. Skandinavískir fjölmiðlar komust að því fyrr á þessu ári að hótel í Katar tækju misvel á móti samkynhneigðu fólki sem hyggðist fara á mótið, þar sem einhver sögðu samkynhneigða einfaldlega ekki velkomna og önnur hvöttu fólk til að fela samkynhneigð sína. Skipuleggjendur HM í Katar hafa ítrekað sagt alla velkomna til landsins, sama hver þeirra kynhneigð væri. FIFA hefur sagt að regnbogafánar, til stuðnings réttindum LGBTQ-fólks, verði leyfðir á og við leikvanga á mótinu. Human Rights Watch hefur hvatt FIFA til að þrýsta á katörsk yfirvöld að hefja umbætur á réttindastöðu LGBTQ-fólks í landinu og að sambandið kalli eftir frekari vernd frá ofbeldi af hálfu lögregluyfirvalda. HM 2022 í Katar Mannréttindi Málefni trans fólks Katar Tengdar fréttir Bandarískir og franskir þingmenn krefjast að FIFA beiti sér vegna látins verkafólks í Katar Þingmenn frá bæði Bandaríkjunum og Frakklandi hafa sent bréf á Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem þess er krafist að sambandið greiði fjölskyldum látinna verkamanna í Katar bætur. Þúsundir verkafólks eru talin hafa látið lífið við uppbyggingu heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í nóvember. 13. október 2022 11:30 Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30 Amnesty segir verkamann í Katar vera í nauðungarvinnu Enn og aftur berast hryllilegar sögur af aðbúnaði verkafólks í Katar. HM karla í í knattspyrnu verður haldið þar undir lok árs. 8. apríl 2022 07:30 Stuðningsmenn muni bera kostnaðinn af dýrasta HM sögunnar Stuðningsmenn liða sem taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur sjá fram á gríðarlegan útlagðan kostnað. Samkvæmt úttekt breska miðilsins Telegraph getur kostað stuðningsmenn rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna að fara á mótið. 3. júní 2022 16:31 Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir. 4. október 2022 17:15 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Human Rights Watch (HRW) eru bandarísk mannréttindasamtök sem hafa ítrekað fjallað um mannréttindamál í Katar frá því að ríkinu var veitt gestgjafahlutverk heimsmeistaramótsins af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, árið 2010. Margt hefur verið skrifað um réttindi verkafólks í landinu en talið er að hátt í sjö þúsund hafi látist við uppbyggingu mannvirkja fyrir mótið og eru réttindi annarra verkamanna fótum troðin. Samkynhneigð er ólögleg í Persaflóaríkinu sem hefur verið undir smásjá umheimsins vegna athyglinnar sem fylgir eins stórum viðburði og HM í fótbolta. Búist er við um einni milljón erlendra gesta í kringum mótið. Fólk barið þar til því blæddi og meinað um læknisaðstoð Í skýrslu HRW segjast samtökin hafa „sex skjalfest tilvik alvarlegra og endurtekinna barsmíða og fimm tilvik kynferðislegrar áreitni fólks í haldi lögreglu milli 2019 og 2022“. Nýjasta tilvikið sé frá því í september síðastliðnum. Fjórar transkonur, ein tvíkynhneigð kona og einn samkynhneigður karlmaður sögðu öll frá því hvernig meðlimir svokallaðrar forvirkrar öryggisdeildar innanríkisráðuneytis Katar hafa handtekið þau og fært í neðanjarðarfangelsi í Doha, höfuðborg ríkisins. „Þar áreittu lögreglumenn fanga munnlega og beittu líkamlegu ofbeldi, allt frá því að lemja og kýla í að sparka þar til þeim blæddi,“ segir í skýrslu HRW. „Ein kona sagðist hafa misst meðvitund. Öryggisverðir beittu einnig andlegu ofbeldi, drógu fram þvingaðar játningar og meinuðu föngum um lögfræðiaðstoð, aðgang að fjölskyldu og læknishjálp,“ segir þar enn fremur. Myndir teknar af brjóstum hennar og daglegar barsmíðar Haft er eftir einni transkvennana í skýrslunni að henni hafi verið haldið í neðanjarðarklefa í tvígang. Í tvo mánuði í fyrra skiptið og í sex vikur í það síðara. Hún þjáist nú af þunglyndi og hræðist að vera úti á almannafæri eftir þá hörmulegu meðhöndlun sem hún þurfti að þola. „Þeir börðu mig á hverjum degi og rökuðu af mér hárið. Þeir létu mig líka fara úr skyrtunni og tóku myndir af brjóstunum á mér,“ sagði hún. Í öllum tilfellum voru fangarnir neyddir til að opna síma sína og þaðan voru teknar samskiptaupplýsingar um annað fólk úr LGBTQ-samfélaginu. Allt gert án ákæru Kynlíf utan hjónabands og kynlífs samkynhneigðra er ólöglegt í íhaldsama múslimaríkinu. Refsing fyrir slíkt getur varðað allt að sjö ára fangelsisvist. Enginn hinna handteknu kveðst þó hafa verið ákærður fyrir meinta glæpi sína. Skandinavískir fjölmiðlar komust að því fyrr á þessu ári að hótel í Katar tækju misvel á móti samkynhneigðu fólki sem hyggðist fara á mótið, þar sem einhver sögðu samkynhneigða einfaldlega ekki velkomna og önnur hvöttu fólk til að fela samkynhneigð sína. Skipuleggjendur HM í Katar hafa ítrekað sagt alla velkomna til landsins, sama hver þeirra kynhneigð væri. FIFA hefur sagt að regnbogafánar, til stuðnings réttindum LGBTQ-fólks, verði leyfðir á og við leikvanga á mótinu. Human Rights Watch hefur hvatt FIFA til að þrýsta á katörsk yfirvöld að hefja umbætur á réttindastöðu LGBTQ-fólks í landinu og að sambandið kalli eftir frekari vernd frá ofbeldi af hálfu lögregluyfirvalda.
HM 2022 í Katar Mannréttindi Málefni trans fólks Katar Tengdar fréttir Bandarískir og franskir þingmenn krefjast að FIFA beiti sér vegna látins verkafólks í Katar Þingmenn frá bæði Bandaríkjunum og Frakklandi hafa sent bréf á Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem þess er krafist að sambandið greiði fjölskyldum látinna verkamanna í Katar bætur. Þúsundir verkafólks eru talin hafa látið lífið við uppbyggingu heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í nóvember. 13. október 2022 11:30 Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30 Amnesty segir verkamann í Katar vera í nauðungarvinnu Enn og aftur berast hryllilegar sögur af aðbúnaði verkafólks í Katar. HM karla í í knattspyrnu verður haldið þar undir lok árs. 8. apríl 2022 07:30 Stuðningsmenn muni bera kostnaðinn af dýrasta HM sögunnar Stuðningsmenn liða sem taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur sjá fram á gríðarlegan útlagðan kostnað. Samkvæmt úttekt breska miðilsins Telegraph getur kostað stuðningsmenn rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna að fara á mótið. 3. júní 2022 16:31 Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir. 4. október 2022 17:15 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Bandarískir og franskir þingmenn krefjast að FIFA beiti sér vegna látins verkafólks í Katar Þingmenn frá bæði Bandaríkjunum og Frakklandi hafa sent bréf á Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem þess er krafist að sambandið greiði fjölskyldum látinna verkamanna í Katar bætur. Þúsundir verkafólks eru talin hafa látið lífið við uppbyggingu heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í nóvember. 13. október 2022 11:30
Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30
Amnesty segir verkamann í Katar vera í nauðungarvinnu Enn og aftur berast hryllilegar sögur af aðbúnaði verkafólks í Katar. HM karla í í knattspyrnu verður haldið þar undir lok árs. 8. apríl 2022 07:30
Stuðningsmenn muni bera kostnaðinn af dýrasta HM sögunnar Stuðningsmenn liða sem taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur sjá fram á gríðarlegan útlagðan kostnað. Samkvæmt úttekt breska miðilsins Telegraph getur kostað stuðningsmenn rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna að fara á mótið. 3. júní 2022 16:31
Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir. 4. október 2022 17:15