Ingibjörg og stöllur hennar áttu enn veika von um norska meistaratitilinn í upphafi dags, en eftir að Svava Rós Guðmundsdóttir og liðsfélagar hennar í Brann unnu 1-2 sigur gegn Rosenborg var ljóst að sú von var úti.
Þrátt fyrir það léku leikmenn Vålerenga á als oddi í dag og fóru með 2-0 forystu inn í hálfleikinn.
Liðið bætti svo fjórum mörkum við í síðari hálfleik og Ingibjörg skoraði seinasta mark leiksins þegar um átta mínútur voru til leiksloka.
Vålerenga situr í öðru sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir og ljóst er að liðið getur hvorki endað ofar né neðar en það.