„Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra“ Snorri Másson skrifar 24. október 2022 08:45 Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði. Þar hefur áformunum verið harðlega mótmælt af sumum íbúum, þar á meðal Skúla Mogensen athafnamanni. Fjallað var um áformin í Íslandi í dag og lúxusböð Skúla heimsótt, sem vindmyllurnar eru sagðar munu skyggja á. Ketill segir í viðtali í Íslandi í dag að viðbrögðin sem rati í umræðuna um svona áform séu yfirleitt þau neikvæðu. „Þeir sem eru jákvæðir gagnvart svona verkefnum hafa sig yfirleitt ekki í frammi. En það er annars bara ofureðlilegt að það komi fram athugasemdir og ábendingar og mótmæli þess vegna. Það eru ekki allir sáttir um svona stór verkefni,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sjái málið öðrum augum en íbúarnir, sem hafa sagt þetta eins og að „krota inn í málverk eftir Kjarval“, segir Ketill mikilvægt að átta sig á að íbúarnir séu ekki sama og íbúarnir: „Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra.“ Vindmyllurnar eiga að rísa uppi á Brekkukambi sem er um 650 metra fjall. Sjálfar eiga þær að geta verið allt að 250 metra háar, sem þýðir að þær myndu gnæfa tæpan kílómetra upp í loftið. „Við höfum áhuga á þessu verkefni. Við myndum vilja sjá það verða að veruleika, en sjálft umhverfismatið er auðvitað eftir,“ segir Ketill. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd og rætt við Skúla Mogensen.Vísir/Bjarni Zephyr Iceland, eins og önnur orkufyrirtæki, fara inn í verkefni meðvituð um að hugsanlega verði ekki af þeim, en Ketill segir að Brekkukamburinn sé eitt þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur trú á. „Vindorka verður að veruleika að einhverju marki. Það er mjög líklegt að vindmyllur muni í einhverri mynd rísa á Íslandi,“ segir Ketill. En hvar? „Já, ekki í bakgarðinum mínum. Það er náttúrulega bara algengt viðhorf,“ segir Ketill. „Ég vona samt að við og aðrir sem koma að vindorkuverkefnum á Íslandi munum bera gæfu til að reisa verkefni sem nokkuð breið sátt ríkir um, en það verður sennilega ekkert verkefni sem verður alger sátt um. Ég held að það sé ekki til svoleiðis orkuverkefni yfirleitt í dag.“ Vindorka Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Innlent Fleiri fréttir Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Sjá meira
Ketill segir í viðtali í Íslandi í dag að viðbrögðin sem rati í umræðuna um svona áform séu yfirleitt þau neikvæðu. „Þeir sem eru jákvæðir gagnvart svona verkefnum hafa sig yfirleitt ekki í frammi. En það er annars bara ofureðlilegt að það komi fram athugasemdir og ábendingar og mótmæli þess vegna. Það eru ekki allir sáttir um svona stór verkefni,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sjái málið öðrum augum en íbúarnir, sem hafa sagt þetta eins og að „krota inn í málverk eftir Kjarval“, segir Ketill mikilvægt að átta sig á að íbúarnir séu ekki sama og íbúarnir: „Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra.“ Vindmyllurnar eiga að rísa uppi á Brekkukambi sem er um 650 metra fjall. Sjálfar eiga þær að geta verið allt að 250 metra háar, sem þýðir að þær myndu gnæfa tæpan kílómetra upp í loftið. „Við höfum áhuga á þessu verkefni. Við myndum vilja sjá það verða að veruleika, en sjálft umhverfismatið er auðvitað eftir,“ segir Ketill. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd og rætt við Skúla Mogensen.Vísir/Bjarni Zephyr Iceland, eins og önnur orkufyrirtæki, fara inn í verkefni meðvituð um að hugsanlega verði ekki af þeim, en Ketill segir að Brekkukamburinn sé eitt þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur trú á. „Vindorka verður að veruleika að einhverju marki. Það er mjög líklegt að vindmyllur muni í einhverri mynd rísa á Íslandi,“ segir Ketill. En hvar? „Já, ekki í bakgarðinum mínum. Það er náttúrulega bara algengt viðhorf,“ segir Ketill. „Ég vona samt að við og aðrir sem koma að vindorkuverkefnum á Íslandi munum bera gæfu til að reisa verkefni sem nokkuð breið sátt ríkir um, en það verður sennilega ekkert verkefni sem verður alger sátt um. Ég held að það sé ekki til svoleiðis orkuverkefni yfirleitt í dag.“
Vindorka Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Innlent Fleiri fréttir Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Sjá meira
Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20