Fengu „viðbjóðsleg“ skilaboð eftir átökin og kjaftshöggið Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 17:01 Hawa Cissoko fékk að líta rauða spjaldið. Eins og sjá má var Dagný Brynjarsdóttir ein af þeim sem reyndu að stilla til friðar. Getty/Harriet Lander Hawa Cissoko og og Sarah Mayling hafa orðið fyrir „viðbjóðslegu“ netníði eftir átök þeirra í leik West Ham og Aston Villa, að sögn Cörlu Ward, þjálfara Villa. Cissoko, sem er liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, fékk að líta rauða spjaldið eftir að hún kýldi Mayling í kjölfar átaka þeirra á milli. West Ham vann leikinn 2-1 og skoraði Dagný fyrsta mark leiksins. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, fékk einnig rautt spjald vegna hegðunar sinnar á hliðarlínunni. Í yfirlýsingu frá West Ham segir að um leið og félagið harmi hegðun Cissoko, sem hún hafi beðist afsökunar á, þá verði að stöðva þess háttar níð sem hún varð fyrir eftir leikinn. Hluti af viðbjóðnum sem hún fékk sendan mun hafa verið kynþáttaníð. „West Ham United er áfram óhaggað í sinni afstöðu. Við höfum enga þolinmæði fyrir hvers konar mismunun,“ segir meðal annars í yfirlýsingu West Ham. Le très mauvais geste d'Hawa Cisssoko envers la joueuse d'Aston Villa Sarah Mayling @BethFisherSport pic.twitter.com/W0oDPfYO3s— Femmes Foot News (@femmesfootnews) October 15, 2022 BBC hefur eftir Ward, þjálfara Villa: „Sarah og Hawa hafa orðið fyrir viðbjóðslegu netníði en eru báðar góðar manneskjur. Það ætti enginn að þurfa að eiga við svona, sama hvað gerist á vellinum.“ Cissoko kvaðst í yfirlýsingu harma hegðun sína í lok leiksins við Villa og sagði ekkert geta afsakað það sem hún gerði, sérstaklega þar sem að hún væri fyrirmynd fyrir aðra. Þá þakkaði hún þeim sem sent höfðu henni baráttukveðjur, öfugt við þeim sem sent höfðu henni „níðandi og hatursfull skilaboð.““ „Þær [Mayling og Cissoko] áttu í átökum sem urðu í mjög spennuþrungnum og tilfinningaríkum leik,“ sagði Ward og bætti við: „Ég er viss um að þær eru báðar fullar eftirsjár en hvorug þeirra ætti að þurfa að ganga í gegnum það netníð sem þær hafa orðið fyrir.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Cissoko, sem er liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, fékk að líta rauða spjaldið eftir að hún kýldi Mayling í kjölfar átaka þeirra á milli. West Ham vann leikinn 2-1 og skoraði Dagný fyrsta mark leiksins. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, fékk einnig rautt spjald vegna hegðunar sinnar á hliðarlínunni. Í yfirlýsingu frá West Ham segir að um leið og félagið harmi hegðun Cissoko, sem hún hafi beðist afsökunar á, þá verði að stöðva þess háttar níð sem hún varð fyrir eftir leikinn. Hluti af viðbjóðnum sem hún fékk sendan mun hafa verið kynþáttaníð. „West Ham United er áfram óhaggað í sinni afstöðu. Við höfum enga þolinmæði fyrir hvers konar mismunun,“ segir meðal annars í yfirlýsingu West Ham. Le très mauvais geste d'Hawa Cisssoko envers la joueuse d'Aston Villa Sarah Mayling @BethFisherSport pic.twitter.com/W0oDPfYO3s— Femmes Foot News (@femmesfootnews) October 15, 2022 BBC hefur eftir Ward, þjálfara Villa: „Sarah og Hawa hafa orðið fyrir viðbjóðslegu netníði en eru báðar góðar manneskjur. Það ætti enginn að þurfa að eiga við svona, sama hvað gerist á vellinum.“ Cissoko kvaðst í yfirlýsingu harma hegðun sína í lok leiksins við Villa og sagði ekkert geta afsakað það sem hún gerði, sérstaklega þar sem að hún væri fyrirmynd fyrir aðra. Þá þakkaði hún þeim sem sent höfðu henni baráttukveðjur, öfugt við þeim sem sent höfðu henni „níðandi og hatursfull skilaboð.““ „Þær [Mayling og Cissoko] áttu í átökum sem urðu í mjög spennuþrungnum og tilfinningaríkum leik,“ sagði Ward og bætti við: „Ég er viss um að þær eru báðar fullar eftirsjár en hvorug þeirra ætti að þurfa að ganga í gegnum það netníð sem þær hafa orðið fyrir.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira