FIFA segir að stöðvarnar verði að bjóða hærra í HM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 15:30 Hin bandaríska Megan Rapinoe fagnar hér marki sínu í úrslitaleik HM 2019 en hún var bæði kosin besti leikmaður keppninnar sem og að vera markahæst. EPA-EFE/IAN LANGSDON Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafnað mörgum tilboðum í útsendingarétt á heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Ástæðan er einföld. Tilboðin eru of lág. Það er ljóst að sjónvarpsstöðvarnar fá ekki kvennafótboltann lengur á einhverju útsöluverði. Romy Gai, viðskiptastjóri sambandsins, skoraði á sjónvarpsstöðvarnar til að nýta sér tækifærið sem kvennafótboltinn er nú að bjóða upp á. Fifa chief business officer Romy Gai has called on broadcasters to put forward offers reflective of the growing value of the women s game, with world football s governing body frustrated at how the sales process for the 2023 Women s World Cup is proceeding https://t.co/rgWPzDunPp— SportBusiness (@SportBusiness) October 20, 2022 1,12 milljarðar manns horfðu á síðasta heimsmeistaramót kvenna árið 2019. „Þetta snýst ekki um eitthvað verðstríð heldur er þetta aðeins vitnisburður um skort á vilja á þessum sjónvarpsstöðvum til að borga það sem kvennafótboltinn á skilið,“ sagði Romy Gai í viðtali við Bloomberg. „Áhorfendatölur frá Frakklandi 2019 sýna að það heimsmeistaramót var hvatinn til að kalla fram breytingar á sjónvarpsáhorfi á kvennafótboltann. Við vitum að tækifærið fyrir kvennafótboltann er til staðar og nú er bara að grípa það,“ sagði Gai. Gai sagði fréttamanni Bloomberg að FIFA hafi hafnað tilboðum frá Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi en það kom ekki fram um hvaða sjónvarpsstöðvar var að ræða. HM 2023 hefst 29. júlí en dregið verður í riðla á laugardaginn. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Ástæðan er einföld. Tilboðin eru of lág. Það er ljóst að sjónvarpsstöðvarnar fá ekki kvennafótboltann lengur á einhverju útsöluverði. Romy Gai, viðskiptastjóri sambandsins, skoraði á sjónvarpsstöðvarnar til að nýta sér tækifærið sem kvennafótboltinn er nú að bjóða upp á. Fifa chief business officer Romy Gai has called on broadcasters to put forward offers reflective of the growing value of the women s game, with world football s governing body frustrated at how the sales process for the 2023 Women s World Cup is proceeding https://t.co/rgWPzDunPp— SportBusiness (@SportBusiness) October 20, 2022 1,12 milljarðar manns horfðu á síðasta heimsmeistaramót kvenna árið 2019. „Þetta snýst ekki um eitthvað verðstríð heldur er þetta aðeins vitnisburður um skort á vilja á þessum sjónvarpsstöðvum til að borga það sem kvennafótboltinn á skilið,“ sagði Romy Gai í viðtali við Bloomberg. „Áhorfendatölur frá Frakklandi 2019 sýna að það heimsmeistaramót var hvatinn til að kalla fram breytingar á sjónvarpsáhorfi á kvennafótboltann. Við vitum að tækifærið fyrir kvennafótboltann er til staðar og nú er bara að grípa það,“ sagði Gai. Gai sagði fréttamanni Bloomberg að FIFA hafi hafnað tilboðum frá Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi en það kom ekki fram um hvaða sjónvarpsstöðvar var að ræða. HM 2023 hefst 29. júlí en dregið verður í riðla á laugardaginn.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira