Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 20. október 2022 12:08 Liz Truss hefur ekki átt sjö dagana sæla sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Forsætisráðherratíð hennar virðist heldur ekki ætla að endast mikið lengur en það. AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. Truss ávarpaði fréttamenn eftir fund með áhrifafólki í Íhaldsflokknum fyrir hádegið og greindi frá því að hún hefði tilkynnti Karli þriðja konungi um afsögn sína. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins hafði kallað eftir afsögn hennar. Hún verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Í örstuttri yfirlýsingu sagði Truss að nýju leiðtogakjöri yrði lokið á næstu vikunni til þess að ríkisstjórnin gæti klárað fjármálaáætlun og tryggt stöðugleika. Hún verði áfram forsætisráðherra á meðan flokkurinn velur eftirmann hennar. Horfa má á stutta yfirlýsingu Truss hér að neðan. Fylgst er með helstu vendingum í Vaktinni neðst í frétitnni. "I cannot deliver the mandate on which I was elected by the Conservative Party"UK Prime Minister Liz Truss resignshttps://t.co/O5kO1WJ4tY pic.twitter.com/Gq6FtOGNIP— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 20, 2022 Lýsti hún því að stjórn hennar hafi sétt sér markmið um lága skatta og hagvöxt til þess að nýta frelsi sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði veitt. Henni væri nú ljóst að hún gæti ekki uppfyllt það umboð sem hún hafi fengið í leiðtogakjöri flokksins í sumar. Truss fundaði nú fyrir hádegið með Graham Brady, formanni svonefndrar 1922 nefndar Íhaldsflokksins. Í nefndinni eiga sæti almennir þingmenn Íhaldsflokksins. Horfa má á beina útsendingu Sky News hér að neðan. Auk Truss og Brady sátu þau Jake Berry, formaður Íhaldsflokksins, og Theres Coffey, varaforsætisráðherra, fundinn samkvæmt breskum fjölmiðlum. Heimildarmaður BBC hélt því fram að það hafi verið Truss sem boðaði til fundarins til þess að taka púlsinn á stemmingunni í flokknum. Samkvæmt núgildandi reglum Íhaldsflokksins er ekki hægt að greiða atkvæði um vantraust á leiðtoga fyrsta árið sem hann situr í embættinu en hægt er að breyta þeim reglum. Innan við tveggja mánaða löng forsætisráðherratíð Truss hefur verið stormasöm. Stjórn hennar var gerð afturreka með fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir stórfelldum skattalækkunum sem endaði með því að Truss lét fjármálaráðherrann var taka poka sinn. Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér eftir að hún varð uppvís að því að senda tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Í gær logaði svo allt stafnanna á milli innan þingflokksins þegar taki átti frumvarp um bergbrot til umræðu en atkvæðagreiðsla um það virðist hafa þróast út að verða að einhvers konar traustsyfirlýsingu á Truss. Leiðtogar þingflokksins hótuðu að segja af sér og frásagnir voru um að þingmenn hafi lent saman.
Truss ávarpaði fréttamenn eftir fund með áhrifafólki í Íhaldsflokknum fyrir hádegið og greindi frá því að hún hefði tilkynnti Karli þriðja konungi um afsögn sína. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins hafði kallað eftir afsögn hennar. Hún verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Í örstuttri yfirlýsingu sagði Truss að nýju leiðtogakjöri yrði lokið á næstu vikunni til þess að ríkisstjórnin gæti klárað fjármálaáætlun og tryggt stöðugleika. Hún verði áfram forsætisráðherra á meðan flokkurinn velur eftirmann hennar. Horfa má á stutta yfirlýsingu Truss hér að neðan. Fylgst er með helstu vendingum í Vaktinni neðst í frétitnni. "I cannot deliver the mandate on which I was elected by the Conservative Party"UK Prime Minister Liz Truss resignshttps://t.co/O5kO1WJ4tY pic.twitter.com/Gq6FtOGNIP— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 20, 2022 Lýsti hún því að stjórn hennar hafi sétt sér markmið um lága skatta og hagvöxt til þess að nýta frelsi sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði veitt. Henni væri nú ljóst að hún gæti ekki uppfyllt það umboð sem hún hafi fengið í leiðtogakjöri flokksins í sumar. Truss fundaði nú fyrir hádegið með Graham Brady, formanni svonefndrar 1922 nefndar Íhaldsflokksins. Í nefndinni eiga sæti almennir þingmenn Íhaldsflokksins. Horfa má á beina útsendingu Sky News hér að neðan. Auk Truss og Brady sátu þau Jake Berry, formaður Íhaldsflokksins, og Theres Coffey, varaforsætisráðherra, fundinn samkvæmt breskum fjölmiðlum. Heimildarmaður BBC hélt því fram að það hafi verið Truss sem boðaði til fundarins til þess að taka púlsinn á stemmingunni í flokknum. Samkvæmt núgildandi reglum Íhaldsflokksins er ekki hægt að greiða atkvæði um vantraust á leiðtoga fyrsta árið sem hann situr í embættinu en hægt er að breyta þeim reglum. Innan við tveggja mánaða löng forsætisráðherratíð Truss hefur verið stormasöm. Stjórn hennar var gerð afturreka með fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir stórfelldum skattalækkunum sem endaði með því að Truss lét fjármálaráðherrann var taka poka sinn. Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér eftir að hún varð uppvís að því að senda tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Í gær logaði svo allt stafnanna á milli innan þingflokksins þegar taki átti frumvarp um bergbrot til umræðu en atkvæðagreiðsla um það virðist hafa þróast út að verða að einhvers konar traustsyfirlýsingu á Truss. Leiðtogar þingflokksins hótuðu að segja af sér og frásagnir voru um að þingmenn hafi lent saman.
Bretland Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira