Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 20. október 2022 12:08 Liz Truss hefur ekki átt sjö dagana sæla sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Forsætisráðherratíð hennar virðist heldur ekki ætla að endast mikið lengur en það. AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. Truss ávarpaði fréttamenn eftir fund með áhrifafólki í Íhaldsflokknum fyrir hádegið og greindi frá því að hún hefði tilkynnti Karli þriðja konungi um afsögn sína. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins hafði kallað eftir afsögn hennar. Hún verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Í örstuttri yfirlýsingu sagði Truss að nýju leiðtogakjöri yrði lokið á næstu vikunni til þess að ríkisstjórnin gæti klárað fjármálaáætlun og tryggt stöðugleika. Hún verði áfram forsætisráðherra á meðan flokkurinn velur eftirmann hennar. Horfa má á stutta yfirlýsingu Truss hér að neðan. Fylgst er með helstu vendingum í Vaktinni neðst í frétitnni. "I cannot deliver the mandate on which I was elected by the Conservative Party"UK Prime Minister Liz Truss resignshttps://t.co/O5kO1WJ4tY pic.twitter.com/Gq6FtOGNIP— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 20, 2022 Lýsti hún því að stjórn hennar hafi sétt sér markmið um lága skatta og hagvöxt til þess að nýta frelsi sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði veitt. Henni væri nú ljóst að hún gæti ekki uppfyllt það umboð sem hún hafi fengið í leiðtogakjöri flokksins í sumar. Truss fundaði nú fyrir hádegið með Graham Brady, formanni svonefndrar 1922 nefndar Íhaldsflokksins. Í nefndinni eiga sæti almennir þingmenn Íhaldsflokksins. Horfa má á beina útsendingu Sky News hér að neðan. Auk Truss og Brady sátu þau Jake Berry, formaður Íhaldsflokksins, og Theres Coffey, varaforsætisráðherra, fundinn samkvæmt breskum fjölmiðlum. Heimildarmaður BBC hélt því fram að það hafi verið Truss sem boðaði til fundarins til þess að taka púlsinn á stemmingunni í flokknum. Samkvæmt núgildandi reglum Íhaldsflokksins er ekki hægt að greiða atkvæði um vantraust á leiðtoga fyrsta árið sem hann situr í embættinu en hægt er að breyta þeim reglum. Innan við tveggja mánaða löng forsætisráðherratíð Truss hefur verið stormasöm. Stjórn hennar var gerð afturreka með fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir stórfelldum skattalækkunum sem endaði með því að Truss lét fjármálaráðherrann var taka poka sinn. Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér eftir að hún varð uppvís að því að senda tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Í gær logaði svo allt stafnanna á milli innan þingflokksins þegar taki átti frumvarp um bergbrot til umræðu en atkvæðagreiðsla um það virðist hafa þróast út að verða að einhvers konar traustsyfirlýsingu á Truss. Leiðtogar þingflokksins hótuðu að segja af sér og frásagnir voru um að þingmenn hafi lent saman.
Truss ávarpaði fréttamenn eftir fund með áhrifafólki í Íhaldsflokknum fyrir hádegið og greindi frá því að hún hefði tilkynnti Karli þriðja konungi um afsögn sína. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins hafði kallað eftir afsögn hennar. Hún verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Í örstuttri yfirlýsingu sagði Truss að nýju leiðtogakjöri yrði lokið á næstu vikunni til þess að ríkisstjórnin gæti klárað fjármálaáætlun og tryggt stöðugleika. Hún verði áfram forsætisráðherra á meðan flokkurinn velur eftirmann hennar. Horfa má á stutta yfirlýsingu Truss hér að neðan. Fylgst er með helstu vendingum í Vaktinni neðst í frétitnni. "I cannot deliver the mandate on which I was elected by the Conservative Party"UK Prime Minister Liz Truss resignshttps://t.co/O5kO1WJ4tY pic.twitter.com/Gq6FtOGNIP— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 20, 2022 Lýsti hún því að stjórn hennar hafi sétt sér markmið um lága skatta og hagvöxt til þess að nýta frelsi sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði veitt. Henni væri nú ljóst að hún gæti ekki uppfyllt það umboð sem hún hafi fengið í leiðtogakjöri flokksins í sumar. Truss fundaði nú fyrir hádegið með Graham Brady, formanni svonefndrar 1922 nefndar Íhaldsflokksins. Í nefndinni eiga sæti almennir þingmenn Íhaldsflokksins. Horfa má á beina útsendingu Sky News hér að neðan. Auk Truss og Brady sátu þau Jake Berry, formaður Íhaldsflokksins, og Theres Coffey, varaforsætisráðherra, fundinn samkvæmt breskum fjölmiðlum. Heimildarmaður BBC hélt því fram að það hafi verið Truss sem boðaði til fundarins til þess að taka púlsinn á stemmingunni í flokknum. Samkvæmt núgildandi reglum Íhaldsflokksins er ekki hægt að greiða atkvæði um vantraust á leiðtoga fyrsta árið sem hann situr í embættinu en hægt er að breyta þeim reglum. Innan við tveggja mánaða löng forsætisráðherratíð Truss hefur verið stormasöm. Stjórn hennar var gerð afturreka með fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir stórfelldum skattalækkunum sem endaði með því að Truss lét fjármálaráðherrann var taka poka sinn. Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér eftir að hún varð uppvís að því að senda tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Í gær logaði svo allt stafnanna á milli innan þingflokksins þegar taki átti frumvarp um bergbrot til umræðu en atkvæðagreiðsla um það virðist hafa þróast út að verða að einhvers konar traustsyfirlýsingu á Truss. Leiðtogar þingflokksins hótuðu að segja af sér og frásagnir voru um að þingmenn hafi lent saman.
Bretland Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira