Ronaldo var ónotaður varamaður og yfirgaf Old Trafford fyrir leikslok Atli Arason skrifar 19. október 2022 23:00 Ronaldo á varamannabekk Manchester United í kvöld. Getty Images Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, virtist vera ósáttur með stöðu mála og yfirgaf leikvöllinn áður en lokaflautið gall í sigri United gegn Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Ronaldo sat allan leikinn á varamannabekk United og rauk inn í búningsklefa liðsins án þess að fagna með liðsfélögum sínum eftir sigurinn á Tottenham. Leikmannagangurinn á Old Trafford er ólíkt öðrum völlum á Englandi í horni leikvangsins og því urðu allir viðstaddir varir við það þegar Ronaldo gékk með fram hliðarlínunni og inn í klefa í kringum 90. mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo went to the tunnel before the game ended against Tottenham 😬(via @TelemundoSports)pic.twitter.com/nYwKlpKiSd— B/R Football (@brfootball) October 19, 2022 Með athæfi sínu er Ronaldo að ná flestum fyrirsögnum breska fjölmiðla eftir leikinn og dregur það athyglina frá sigri Manchester United gegn öflugu liði Tottenham en Manchester United er einungis einu stigi frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn, þrátt fyrir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi eðlilega ekki ræða Ronaldo þegar blaðamenn spurðu hann út atvikið eftir leik. „Ég vil hafa fókusinn á liðið en þetta var mögnuð frammistaða hjá öllum gegn góðu liði Tottenham. Til að svara spurningunni um Ronaldo þá mun ég eiga við það mál á morgun, ekki núna,“ svaraði Ten Hag aðspurður út í Ronaldo. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Ronaldo yfirgefur leikvanginn áður en leikur liðsins er flautaður af en Ronaldo gerði slíkt hið sama á undirbúningstímabili liðsins og vakti það mikla athygli á sínum tíma. „Ég skil gremju hans að fá ekki að taka þátt í leiknum en ef þú horfir á stóru myndina þá var liðið hans að sýna mjög góða frammistöðu í kvöld,“ sagði markahrókurinn Alan Shearer, sparkspekingur hjá Amazon Prime, um athæfi Ronaldo. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45 Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Ronaldo sat allan leikinn á varamannabekk United og rauk inn í búningsklefa liðsins án þess að fagna með liðsfélögum sínum eftir sigurinn á Tottenham. Leikmannagangurinn á Old Trafford er ólíkt öðrum völlum á Englandi í horni leikvangsins og því urðu allir viðstaddir varir við það þegar Ronaldo gékk með fram hliðarlínunni og inn í klefa í kringum 90. mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo went to the tunnel before the game ended against Tottenham 😬(via @TelemundoSports)pic.twitter.com/nYwKlpKiSd— B/R Football (@brfootball) October 19, 2022 Með athæfi sínu er Ronaldo að ná flestum fyrirsögnum breska fjölmiðla eftir leikinn og dregur það athyglina frá sigri Manchester United gegn öflugu liði Tottenham en Manchester United er einungis einu stigi frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn, þrátt fyrir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi eðlilega ekki ræða Ronaldo þegar blaðamenn spurðu hann út atvikið eftir leik. „Ég vil hafa fókusinn á liðið en þetta var mögnuð frammistaða hjá öllum gegn góðu liði Tottenham. Til að svara spurningunni um Ronaldo þá mun ég eiga við það mál á morgun, ekki núna,“ svaraði Ten Hag aðspurður út í Ronaldo. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Ronaldo yfirgefur leikvanginn áður en leikur liðsins er flautaður af en Ronaldo gerði slíkt hið sama á undirbúningstímabili liðsins og vakti það mikla athygli á sínum tíma. „Ég skil gremju hans að fá ekki að taka þátt í leiknum en ef þú horfir á stóru myndina þá var liðið hans að sýna mjög góða frammistöðu í kvöld,“ sagði markahrókurinn Alan Shearer, sparkspekingur hjá Amazon Prime, um athæfi Ronaldo.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45 Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45
Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00