Íhuga að halda fegurðarsamkeppni á Íslandi fyrir konur í stærri stærðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2022 22:00 Á lokakvöldi keppninnar. Í Japan var haldin á dögunum fegurðarsamkeppnin Today’s Woman fyrir konur í stærri stærðum. Íslensk stúlka sem starfaði við keppnina segir að hugsanlega verði hún haldin á Íslandi í náinni framtíð. „Japan er land með djúpar rætur í hefðum sínum, en þrátt fyrir það er alltaf möguleiki fyrir nýjar og spennandi hugmynd,“ segir Thelma Heimisdóttir í samtali við Vísi. „Konur 18 ára og eldri voru gjaldgengar. Þetta er fyrsta fegurðarsamkeppni sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Japan, en hún var sett saman og framkvæmd af Steven Haynes,“ segir Thelma. „Steven Haynes er Bandaríkjamaður sem hefur búið í Japan í yfir 20 ár. Þar starfar hann sem dansari, módel, leikari og framkvæmdastjóri fyrir fegurðarsamkeppnina Supranational. Hann tók þá ákvörðun að setja saman keppni fyrir konur í stærri stærðum þegar hann áttaði sig á því að allar fegurðarsamkeppnir sem hann hafði komið nálægt voru aðeins fyrir konur í „einni“ stærð. Thelma Heimisdótttir „Í byrjun héldu sumir að þetta væri svik eða plat. Margir spurðu mig af hverju ég væri að búa til þessa keppni því konur yfirstærð væru ekkert aðlagandi. Ég trúði því ekki sem ég heyrði og ákvað að gera eitthvað í málinu. Allir eiga rétt á að tilheyra samfélaginu,” segir Steven um keppnina. Hann segir að þetta hafi verið mikilvæg keppni fyrir konurnar sem tóku þátt. Opnað dyr fyrir þær sem hefðu aldrei opnast og gefið þeim rödd sem loksins er hlustað á. Sigurvegarar í ár voru þær Diana L. Barr (Elegant Class) og Chihiro Kise (Sophisticated Class). Steven Haynes „Þessi keppni hjálpaði mér að sjá að ég er einhvers virði, nákvæmlega eins og ég er. Ekki þegar ég er mjórri, léttari eða klæðist minni stærðum, heldur sú kona sem ég er núna. Nú get ég miklu fremur haft jákvæð áhrif; ég get sýnt öðrum að þær eru líka einhvers virði í dag: hvar sem þær eru, hvernig sem þær eru og hverjar þær eru,“ sagði Diana um keppnina. Thelma segir að margar japanskar konur finni fyrir mikilli pressu til að halda sér grönnum. Chihiro Kise segir að þessi keppni muni örugglega hafa mikil áhrif. Hún er mjög ánægð með að keppninni var komið á fót í Japan þar sem fólk ber sig oft saman við aðra og leggur áherslu á samvinnu. Hún hefur heyrt af bæði neikvæðum og jákvæðum viðbrögðum af keppninni. Sigurvegarar keppninnar í Japan. „Þegar samfélagið fer í gegnum breytingar þá heyrist mikið í þeim sem gagnrýna breytingar. Hún segir að keppnin hafi ekki bara góð áhrif á konur í yfirstærð, heldur allar konur. Hún hefur fengið mörg skilaboð á Instagram frá alls konar konum sem segjast hafa lært að taka eftir sinni eigin fegurð án þess að vera bera sig stöðugt saman við aðrar,“ segir Thelma. „Keppnin mun verða haldin á Hawaii á næsta ári, en Steven vonast til þess að geta komið með hana til Evrópu sem fyrst og þá byrja á Íslandi. En það veltur á því hvort konur á Íslandi hafi áhuga á að taka þátt,“ segir Thelma að lokum. Japan Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Japan er land með djúpar rætur í hefðum sínum, en þrátt fyrir það er alltaf möguleiki fyrir nýjar og spennandi hugmynd,“ segir Thelma Heimisdóttir í samtali við Vísi. „Konur 18 ára og eldri voru gjaldgengar. Þetta er fyrsta fegurðarsamkeppni sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Japan, en hún var sett saman og framkvæmd af Steven Haynes,“ segir Thelma. „Steven Haynes er Bandaríkjamaður sem hefur búið í Japan í yfir 20 ár. Þar starfar hann sem dansari, módel, leikari og framkvæmdastjóri fyrir fegurðarsamkeppnina Supranational. Hann tók þá ákvörðun að setja saman keppni fyrir konur í stærri stærðum þegar hann áttaði sig á því að allar fegurðarsamkeppnir sem hann hafði komið nálægt voru aðeins fyrir konur í „einni“ stærð. Thelma Heimisdótttir „Í byrjun héldu sumir að þetta væri svik eða plat. Margir spurðu mig af hverju ég væri að búa til þessa keppni því konur yfirstærð væru ekkert aðlagandi. Ég trúði því ekki sem ég heyrði og ákvað að gera eitthvað í málinu. Allir eiga rétt á að tilheyra samfélaginu,” segir Steven um keppnina. Hann segir að þetta hafi verið mikilvæg keppni fyrir konurnar sem tóku þátt. Opnað dyr fyrir þær sem hefðu aldrei opnast og gefið þeim rödd sem loksins er hlustað á. Sigurvegarar í ár voru þær Diana L. Barr (Elegant Class) og Chihiro Kise (Sophisticated Class). Steven Haynes „Þessi keppni hjálpaði mér að sjá að ég er einhvers virði, nákvæmlega eins og ég er. Ekki þegar ég er mjórri, léttari eða klæðist minni stærðum, heldur sú kona sem ég er núna. Nú get ég miklu fremur haft jákvæð áhrif; ég get sýnt öðrum að þær eru líka einhvers virði í dag: hvar sem þær eru, hvernig sem þær eru og hverjar þær eru,“ sagði Diana um keppnina. Thelma segir að margar japanskar konur finni fyrir mikilli pressu til að halda sér grönnum. Chihiro Kise segir að þessi keppni muni örugglega hafa mikil áhrif. Hún er mjög ánægð með að keppninni var komið á fót í Japan þar sem fólk ber sig oft saman við aðra og leggur áherslu á samvinnu. Hún hefur heyrt af bæði neikvæðum og jákvæðum viðbrögðum af keppninni. Sigurvegarar keppninnar í Japan. „Þegar samfélagið fer í gegnum breytingar þá heyrist mikið í þeim sem gagnrýna breytingar. Hún segir að keppnin hafi ekki bara góð áhrif á konur í yfirstærð, heldur allar konur. Hún hefur fengið mörg skilaboð á Instagram frá alls konar konum sem segjast hafa lært að taka eftir sinni eigin fegurð án þess að vera bera sig stöðugt saman við aðrar,“ segir Thelma. „Keppnin mun verða haldin á Hawaii á næsta ári, en Steven vonast til þess að geta komið með hana til Evrópu sem fyrst og þá byrja á Íslandi. En það veltur á því hvort konur á Íslandi hafi áhuga á að taka þátt,“ segir Thelma að lokum.
Japan Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning