Íslenska þjóðin getur ekki átt fiskveiðiheimildir að mati Viðskiptaráðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2022 11:04 Loðnuveiðar. Vísir/Sigurjón Viðskiptaráð Íslands telur að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umsögn ráðsins við þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, um að ráðherra verði falið að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Kjarninn greindi frá efni umsagnarinnar í gær. Í þingsályktunartillögu Hönnu Katrína er lagt til að lagt verði fram frumvarp sem feli í sér afnám á varanlegum rétti til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar. Lagt er til að það verði gert með fyrningu heildaraflahlutdeildar, jafnt í öllum tegundum, um fimm prósent á ári og sölu sömu hlutdeildar á opnum uppboðsmarkaði. Við sölu verði gerðir nýtingarsamningar við handhafa aflaheimilda sem kveði á um nýtingarrétt til tuttugu ára. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður umræddrar þingsályktunartillögu.Vísir/Vilhelm Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni kemur fram að ein rök með áðurnefndum breytingum sé að með þeim verði lagalegri óvissu um kvótakerfið eytt. Óvissan felst í því að með kvótakerfinu telji ýmsir fræðimenn að veiðiheimildir sem því fylgja njóti eignaréttarverndar stjórnarskrár. Á sama tíma kveði hins vegar lög um stjórn fiskveiða á um að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarétt. Óheppilegt ósamræmi Í umsögn Viðskiptaráðs, þar sem lagst er gegn þingsályktunartillögunni, er tekið undir að óheppilegt sé að ósamræmis gæti á milli almennra laga og stjórnarskrár. Þó telur ráðið að umrædd óvissa sem getið er í greinargerðinni sé ofmetin. Flest rök hnígi til þess að aflaheimildir teljist til eignaréttinda. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands er skrifaður fyrir umsögninni.Vísir/Vilhelm Kemur fram í umsögninni að umrætt ákvæði um þjóðareign á umræddum nytjastofnun sé fyrst og fremst ætlað að tryggja fullveldisrétt íslenska ríkisins til að ákveða með lögum nýtingu á auðlindum í efnahagslögsögunni. Ákvæðið myndi ekki eiginlegan eignarétt þjóðarinnar „Í íslenskum rétti er enda ekki gert ráð fyrir því að þjóðin sem slík geti átt eignir. Yfirlýsing í lögum um þjóðareign hefur þannig ekki beina þýðingu í eignarréttarlegu tilliti. Aftur á móti getur ríkið eða stofnanir þess notið eignarréttar og færi betur á því að það væri þá orðað beinum hætti, standi vilji til þess,“ segir í umsögninni. Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umsögn ráðsins við þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, um að ráðherra verði falið að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Kjarninn greindi frá efni umsagnarinnar í gær. Í þingsályktunartillögu Hönnu Katrína er lagt til að lagt verði fram frumvarp sem feli í sér afnám á varanlegum rétti til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar. Lagt er til að það verði gert með fyrningu heildaraflahlutdeildar, jafnt í öllum tegundum, um fimm prósent á ári og sölu sömu hlutdeildar á opnum uppboðsmarkaði. Við sölu verði gerðir nýtingarsamningar við handhafa aflaheimilda sem kveði á um nýtingarrétt til tuttugu ára. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður umræddrar þingsályktunartillögu.Vísir/Vilhelm Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni kemur fram að ein rök með áðurnefndum breytingum sé að með þeim verði lagalegri óvissu um kvótakerfið eytt. Óvissan felst í því að með kvótakerfinu telji ýmsir fræðimenn að veiðiheimildir sem því fylgja njóti eignaréttarverndar stjórnarskrár. Á sama tíma kveði hins vegar lög um stjórn fiskveiða á um að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarétt. Óheppilegt ósamræmi Í umsögn Viðskiptaráðs, þar sem lagst er gegn þingsályktunartillögunni, er tekið undir að óheppilegt sé að ósamræmis gæti á milli almennra laga og stjórnarskrár. Þó telur ráðið að umrædd óvissa sem getið er í greinargerðinni sé ofmetin. Flest rök hnígi til þess að aflaheimildir teljist til eignaréttinda. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands er skrifaður fyrir umsögninni.Vísir/Vilhelm Kemur fram í umsögninni að umrætt ákvæði um þjóðareign á umræddum nytjastofnun sé fyrst og fremst ætlað að tryggja fullveldisrétt íslenska ríkisins til að ákveða með lögum nýtingu á auðlindum í efnahagslögsögunni. Ákvæðið myndi ekki eiginlegan eignarétt þjóðarinnar „Í íslenskum rétti er enda ekki gert ráð fyrir því að þjóðin sem slík geti átt eignir. Yfirlýsing í lögum um þjóðareign hefur þannig ekki beina þýðingu í eignarréttarlegu tilliti. Aftur á móti getur ríkið eða stofnanir þess notið eignarréttar og færi betur á því að það væri þá orðað beinum hætti, standi vilji til þess,“ segir í umsögninni.
Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira