Deilur um „örugga eyðingu gagna“ ekki til kasta Hæstaréttar Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 08:05 Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki dóm í máli sem snýr að deilum um orðasambandið „örugg eyðing gagna“ til meðferðar. Fyrirtækið Gagnaeyðing ehf. sóttist eftir leyfi til áfrýjunar eftir að Landsréttur ákvað að hafna kröfu fyrirtækisins um að úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála yrði felldur úr gildi. Forsvarsmenn Gagnaeyðingar voru ósáttir með notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu „örugg eyðing gagna“, sem Gagnaeyðing taldi sig hafa skapað vörumerkjavernd á með „umfangsmikilli og langvarandi notkun þess“. Vildi Gagnaeyðing sömuleiðis meina að notkun Íslenska gámafélagsins bryti gegn góðum viðskiptaháttum. Gagnaeyðing kvartaði á sínum tíma til Neytendastofu vegna málsins. Úr varð að Neytendastofa bannaði Íslenska gámafélaginu að nota orðasambandið, en áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði hins vegar í ársbyrjun 2019 að úrskurður Neytendastofu skyldi felldur úr gildi. Gagnaeyðing leitaði þá til dómstóla, en bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðar Landsréttur töldu að Gagnaeyðing hafi hins vegar ekki fært sönnur á að orðasambandið „örugg eyðing gagna“ hefði öðlast nægilegt sérkenni til að unnt væri að fallast á að það nyti vörumerkjaréttar á grundvelli vörumerkjalaga. Því hafi Íslenska gámafélagið ekki geta gerst brotlegt við lög. Landsréttur komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu hefði ekki verið slík að hún væri til þess fallin að villst yrði á starfsemi þess og Gagnaeyðingar og þeirri þjónustu sem félögin byðu upp á. Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Sömuleiðis verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómurinn hafi því ákveðið að hafna beiðninni. Gagnaeyðing höfðaði á sínum tíma mál gegn bæði Íslenska gámafélaginu og Neytendastofu. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að Íslenska gámafélagið hafi lagst gegn áfrýjunarbeiðninni en Neytendastofa hafi ekki gert það. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Höfundarréttur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira
Fyrirtækið Gagnaeyðing ehf. sóttist eftir leyfi til áfrýjunar eftir að Landsréttur ákvað að hafna kröfu fyrirtækisins um að úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála yrði felldur úr gildi. Forsvarsmenn Gagnaeyðingar voru ósáttir með notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu „örugg eyðing gagna“, sem Gagnaeyðing taldi sig hafa skapað vörumerkjavernd á með „umfangsmikilli og langvarandi notkun þess“. Vildi Gagnaeyðing sömuleiðis meina að notkun Íslenska gámafélagsins bryti gegn góðum viðskiptaháttum. Gagnaeyðing kvartaði á sínum tíma til Neytendastofu vegna málsins. Úr varð að Neytendastofa bannaði Íslenska gámafélaginu að nota orðasambandið, en áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði hins vegar í ársbyrjun 2019 að úrskurður Neytendastofu skyldi felldur úr gildi. Gagnaeyðing leitaði þá til dómstóla, en bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðar Landsréttur töldu að Gagnaeyðing hafi hins vegar ekki fært sönnur á að orðasambandið „örugg eyðing gagna“ hefði öðlast nægilegt sérkenni til að unnt væri að fallast á að það nyti vörumerkjaréttar á grundvelli vörumerkjalaga. Því hafi Íslenska gámafélagið ekki geta gerst brotlegt við lög. Landsréttur komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu hefði ekki verið slík að hún væri til þess fallin að villst yrði á starfsemi þess og Gagnaeyðingar og þeirri þjónustu sem félögin byðu upp á. Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Sömuleiðis verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómurinn hafi því ákveðið að hafna beiðninni. Gagnaeyðing höfðaði á sínum tíma mál gegn bæði Íslenska gámafélaginu og Neytendastofu. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að Íslenska gámafélagið hafi lagst gegn áfrýjunarbeiðninni en Neytendastofa hafi ekki gert það.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Höfundarréttur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira