Heimamenn náðu forystunni á 20. mínútu leiksins þegar Alvaro Morata stýrir fyrirgjöf Antoine Griezmann í netið. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Lengst af leit út fyrir að það yrðu lokatölur leiksins því staðan var enn 1-0 þegar komið var að seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Þá fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu eftir að Jose Gimenez handlék knöttinn innan vítateigs og þrátt fyrir hörð mótmæli hans var bvítaspynra dæmd.
Reynsluboltinn Radamel Falcao fór á punktinn fyrir gestina og jafnaði metin með öruggri spyrnu og lokatölur því 1-1.
Atlético Madrid situr því í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig eftir tíu leiki, fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid sem á leik til góða. Rayo Vallecano situr hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 12 stig.