Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 07:32 Sauli Niinistö hefur gegnt embætti forseta Finnlands frá árinu 2012. Getty Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. Greint er frá heimsókninni í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands, en heimsóknin hefst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum í fyrramálið. Forsetarnir munu að athöfninni lokinni eiga fund og ræða svo við fulltrúa fjölmiðla. „Þessu næst halda gestirnir í Alþingi og funda þar með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, og varaforsetum. Að því loknu býður Katrín Jakobsdóttir gestunum og fleirum til hádegisverðar í Ráðherrabústaðnum. Eftir hádegi verður opinn málfundur, Nordic Cooperation in Testing Times, í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, þar sem forseti Finnlands og forseti Íslands fjalla um norræna samvinnu á átakatímum. Að loknum umræðum forsetanna fara fram pallborðsumræður þar sem ráðherrar Norðurlandamála í ríkisstjórnum Íslands og Finnlands og fræðimenn við Háskóla Íslands ræða málefnið. Viðburðurinn er opinn almenningi á meðan húsrúm leyfir. Sama gildir um opið bókmenntasamtal með forsetafrúm Íslands og Finnlands í Norræna húsinu kl. 10:20. Fundurinn ber yfirskriftina Shifting Perspectives – Literature and National Identities. Þar ræða þær Eliza Reid og Jenni Haukio, sem báðar hafa lagt fyrir sig ritstörf, við Eirík Örn Norðdahl rithöfund og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur skáld um íslenskan og finnskan bókmenntaarf og hvernig hann mótar sjálfsmynd þjóðanna. Á báðum þessum fundum verður töluð enska. Um kvöldið er gestunum boðið til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum ásamt fulltrúum íslenskra stjórnvalda, fulltrúum úr viðskipta- og menningarlífi og aðilum sem tengjast samstarfi landanna. Á fimmtudaginn fara íslensku forsetahjónin með finnsku sendinefndinni á Vesturland. Farið verður í ísgöngin á Langjökli og forsetahjónum Finnlands gefið færi á að sjá með eigin augum hvernig jökullinn hefur hopað á undanförnum árum. Þá munu þau njóta þess að skoða hið stórbrotna landslag á Þingvöllum, Kaldadal og í Húsafelli,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Finnland Íslandsvinir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Greint er frá heimsókninni í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands, en heimsóknin hefst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum í fyrramálið. Forsetarnir munu að athöfninni lokinni eiga fund og ræða svo við fulltrúa fjölmiðla. „Þessu næst halda gestirnir í Alþingi og funda þar með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, og varaforsetum. Að því loknu býður Katrín Jakobsdóttir gestunum og fleirum til hádegisverðar í Ráðherrabústaðnum. Eftir hádegi verður opinn málfundur, Nordic Cooperation in Testing Times, í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, þar sem forseti Finnlands og forseti Íslands fjalla um norræna samvinnu á átakatímum. Að loknum umræðum forsetanna fara fram pallborðsumræður þar sem ráðherrar Norðurlandamála í ríkisstjórnum Íslands og Finnlands og fræðimenn við Háskóla Íslands ræða málefnið. Viðburðurinn er opinn almenningi á meðan húsrúm leyfir. Sama gildir um opið bókmenntasamtal með forsetafrúm Íslands og Finnlands í Norræna húsinu kl. 10:20. Fundurinn ber yfirskriftina Shifting Perspectives – Literature and National Identities. Þar ræða þær Eliza Reid og Jenni Haukio, sem báðar hafa lagt fyrir sig ritstörf, við Eirík Örn Norðdahl rithöfund og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur skáld um íslenskan og finnskan bókmenntaarf og hvernig hann mótar sjálfsmynd þjóðanna. Á báðum þessum fundum verður töluð enska. Um kvöldið er gestunum boðið til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum ásamt fulltrúum íslenskra stjórnvalda, fulltrúum úr viðskipta- og menningarlífi og aðilum sem tengjast samstarfi landanna. Á fimmtudaginn fara íslensku forsetahjónin með finnsku sendinefndinni á Vesturland. Farið verður í ísgöngin á Langjökli og forsetahjónum Finnlands gefið færi á að sjá með eigin augum hvernig jökullinn hefur hopað á undanförnum árum. Þá munu þau njóta þess að skoða hið stórbrotna landslag á Þingvöllum, Kaldadal og í Húsafelli,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Finnland Íslandsvinir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira