Fari eins og á horfist sé það ákall um breytingar hjá Samfylkingunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2022 12:32 Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir formennsku hjá Samfylkingunni, segir tíma til kominn á breytingar innan flokksins. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tilkynnti í gær framboð til varaformanns Samfylkingarinnar, stuttu eftir að Heiða Björg Hilmidóttir, sem hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár, tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hún var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég virði það bara við hana að hún hafi ákveðið að einbeita sér að því. Guðmundur Árni hefur svolítið sýnt að hann taki undir þau áhersluatriði sem ég hef talað fyrir, sem er vissulega mjög jákvætt,“ segir Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns flokksins. Stjórnarkjör hjá Samfylkinguni fer fram 28. og 29. október og því enn möguleiki á að fleiri bjóði fram. Guðmundur hefur lengi starfað innan flokksins og áður Alþýðuflokksins en frá miðjum níunda áratugi hefur hann starfað í pólitík. Fyrst sem bæjarstjóri í Hafnarfirði, svo sem þingmaður og ráðherra og svo sem sendiherra. Guðmundur var þá oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði í vor en flokkurinn vann þar stórsigur og fulltrúum fjölgaði úr tveimur í fjóra. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að Samfylkingin vill auðvitað bara breidd í sinni stjórn og þeim einstaklingum sem stíga fram. Það getur oft verið ágætt að vera með jafnvægi, hvað reynslu, aldur og búsetu varðar. Ég útiloka alls ekki að það geti komið fram í öðrum frambjóðanda sem kemur í varaformann. Mér finnst þetta alls ekki í andstöðu við endurnýjun ef fólk er bara með rétta hugarfarið,“ segir Kristrún. Flokksmenn séu áhugasamir um breyttar áherslur. „Miðað við þann hljómgrunn sem ég hef fundið meðal fólks að fólk er áhugasamt um nýjan fókus, fara aftur í kjarnann og einbeita sér að kjarnamálum jafnaðarmanna,“ segir Kristrún. „Ef þetta fer á þessa vegu eins og bendir til þá er þetta já, ákall um ákveðnar breytingar og við sem verðum þarna í fremstu línu tökum það verkefni mjög alvarlega.“ Samfylkingin Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tilkynnti í gær framboð til varaformanns Samfylkingarinnar, stuttu eftir að Heiða Björg Hilmidóttir, sem hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár, tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hún var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég virði það bara við hana að hún hafi ákveðið að einbeita sér að því. Guðmundur Árni hefur svolítið sýnt að hann taki undir þau áhersluatriði sem ég hef talað fyrir, sem er vissulega mjög jákvætt,“ segir Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns flokksins. Stjórnarkjör hjá Samfylkinguni fer fram 28. og 29. október og því enn möguleiki á að fleiri bjóði fram. Guðmundur hefur lengi starfað innan flokksins og áður Alþýðuflokksins en frá miðjum níunda áratugi hefur hann starfað í pólitík. Fyrst sem bæjarstjóri í Hafnarfirði, svo sem þingmaður og ráðherra og svo sem sendiherra. Guðmundur var þá oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði í vor en flokkurinn vann þar stórsigur og fulltrúum fjölgaði úr tveimur í fjóra. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að Samfylkingin vill auðvitað bara breidd í sinni stjórn og þeim einstaklingum sem stíga fram. Það getur oft verið ágætt að vera með jafnvægi, hvað reynslu, aldur og búsetu varðar. Ég útiloka alls ekki að það geti komið fram í öðrum frambjóðanda sem kemur í varaformann. Mér finnst þetta alls ekki í andstöðu við endurnýjun ef fólk er bara með rétta hugarfarið,“ segir Kristrún. Flokksmenn séu áhugasamir um breyttar áherslur. „Miðað við þann hljómgrunn sem ég hef fundið meðal fólks að fólk er áhugasamt um nýjan fókus, fara aftur í kjarnann og einbeita sér að kjarnamálum jafnaðarmanna,“ segir Kristrún. „Ef þetta fer á þessa vegu eins og bendir til þá er þetta já, ákall um ákveðnar breytingar og við sem verðum þarna í fremstu línu tökum það verkefni mjög alvarlega.“
Samfylkingin Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46
Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40