Föst í jeppling í á þriðja sólarhring á jeppaslóða á Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 09:56 Mynd frá verkefni Dagrenningar í september síðastliðnum. Dagrenning Tveir Íslendingar um þrítugt voru kaldir og nokkuð skelkaðir þegar björgunarsveitarfólk frá Dagrenningu á Hólmavík keyrði fram á jeppling þeirra á jeppaslóða á Kollafjarðarheiði. Þeirra hafði verið saknað í á þriðja sólarhring. Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað. Ekki hafði heyrst frá því síðan síðdegis á föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lá fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Kollafjarðarheiði er vegur F66, jeppaslóði sem er aðeins fær á sumrin.Vísir/Hjalti Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Björgunarsveitir sendar á sumarslóða Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Það var svo rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi sem björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík tilkynnti að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Skynsamlegt að halda kyrru fyrir „Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Úlfar Örn Hjartarson, varaformaður Dagrenningar, segir jepplingur fólksins hafi verið fastur á heiðinni. Tveir Íslendingar í kringum þrítugt hafi verið um borð. Ástand þeirra hafi verið tiltölulega gott að öðru leyti en því að fólkið hafi verið nokkuð skelkað og kalt. Kollafjarðarheiði liggur frá Kollafirði í Barðastrandarsýslu yfir á Ísafjörð í Djúpinu, vegur F66. Um er að ræða jeppaslóða sem aðeins er fær á sumrin. Úlfar Örn segir alltaf mjög góða tilfinningu þegar verkefni á borð við þetta endi vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að fimm hefðu verið í bílnum. Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit. Strandabyggð Björgunarsveitir Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað. Ekki hafði heyrst frá því síðan síðdegis á föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lá fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Kollafjarðarheiði er vegur F66, jeppaslóði sem er aðeins fær á sumrin.Vísir/Hjalti Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Björgunarsveitir sendar á sumarslóða Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Það var svo rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi sem björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík tilkynnti að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Skynsamlegt að halda kyrru fyrir „Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Úlfar Örn Hjartarson, varaformaður Dagrenningar, segir jepplingur fólksins hafi verið fastur á heiðinni. Tveir Íslendingar í kringum þrítugt hafi verið um borð. Ástand þeirra hafi verið tiltölulega gott að öðru leyti en því að fólkið hafi verið nokkuð skelkað og kalt. Kollafjarðarheiði liggur frá Kollafirði í Barðastrandarsýslu yfir á Ísafjörð í Djúpinu, vegur F66. Um er að ræða jeppaslóða sem aðeins er fær á sumrin. Úlfar Örn segir alltaf mjög góða tilfinningu þegar verkefni á borð við þetta endi vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að fimm hefðu verið í bílnum. Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit.
Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit.
Strandabyggð Björgunarsveitir Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira