Carragher: Liverpool þarf að stöðva De Bruyne frekar en Haaland Atli Arason skrifar 16. október 2022 12:01 Jamie Carragher, sparkspekingur hjá Sky Sports. Getty Images Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, telur að sínir fyrrum liðsfélagar þurfa að leggja meiri áherslu á að stöðva Kevin De Bruyne, leikmann Manchester City, frekar en samherja De Bruyne og markahæsta leikmann úrvalsdeildarinnar, Erling Haaland. „Það eru þessir tveir leikmenn, Haaland og De Bruyne, sem eru saman eins og einn leikmaður í pakkadíll. Ef þú stöðvar De Bruyne þá dregurðu úr u.þ.b. 50 prósent af því sem Haaland gerir. Tengingin sem þessir tveir leikmann hafa er ótrúleg. Fyrir mér er Kevin De Bruyne besti miðjumaður í heimi. Ég myndi frekar leggja áherslu á að stöðva De Bruyne en Haaland í þessum leik,“ svaraði Carragher í hlaðvarpi Sky Sports, aðspurður hvernig Liverpool ætti að stöðva Manchester City. „Liverpool ætti ekki að leggjast niður, það er ekki þeirra stíll. Liverpool er á heimavelli og ætti að nota stuðningin úr stúkunni sér í hag, vera árásargjarnir og reyna að gera þetta eins erfitt fyrir Manchester City og hægt er. Ég hef fulla trú á því að Liverpool geti unnið þennan leik,“ bætti Carragher við. De Bruyne er nú þegar kominn með níu stoðsendingar í deildinni til þessa, meira en helmingi meira en næstu menn, Bukayo Saka og Bernardo Silva sem hafa lagt upp fjögur mörk hingað til. „Það hjálpar Haaland vissulega mikið að skora mörk þegar hann er mögulega með besta sendingarmann sem enska deildin hefur nokkurn tímann séð í sínu liði. Ef Haaland væri að spila fyrir Liverpool núna þá væri enginn möguleiki að hann væri búinn að skora jafn mörg mörk þar sem Liverpool er ekki með sömu gæði á miðjunni,“ sagði Carragher áður en hann bætti við. „Haaland hefur verið óstöðvandi í úrvalsdeildinni en hann þarf aðstoð og augljóslega er enginn betri í því en Kevin De Bruyne.“ Stórleikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 15.30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
„Það eru þessir tveir leikmenn, Haaland og De Bruyne, sem eru saman eins og einn leikmaður í pakkadíll. Ef þú stöðvar De Bruyne þá dregurðu úr u.þ.b. 50 prósent af því sem Haaland gerir. Tengingin sem þessir tveir leikmann hafa er ótrúleg. Fyrir mér er Kevin De Bruyne besti miðjumaður í heimi. Ég myndi frekar leggja áherslu á að stöðva De Bruyne en Haaland í þessum leik,“ svaraði Carragher í hlaðvarpi Sky Sports, aðspurður hvernig Liverpool ætti að stöðva Manchester City. „Liverpool ætti ekki að leggjast niður, það er ekki þeirra stíll. Liverpool er á heimavelli og ætti að nota stuðningin úr stúkunni sér í hag, vera árásargjarnir og reyna að gera þetta eins erfitt fyrir Manchester City og hægt er. Ég hef fulla trú á því að Liverpool geti unnið þennan leik,“ bætti Carragher við. De Bruyne er nú þegar kominn með níu stoðsendingar í deildinni til þessa, meira en helmingi meira en næstu menn, Bukayo Saka og Bernardo Silva sem hafa lagt upp fjögur mörk hingað til. „Það hjálpar Haaland vissulega mikið að skora mörk þegar hann er mögulega með besta sendingarmann sem enska deildin hefur nokkurn tímann séð í sínu liði. Ef Haaland væri að spila fyrir Liverpool núna þá væri enginn möguleiki að hann væri búinn að skora jafn mörg mörk þar sem Liverpool er ekki með sömu gæði á miðjunni,“ sagði Carragher áður en hann bætti við. „Haaland hefur verið óstöðvandi í úrvalsdeildinni en hann þarf aðstoð og augljóslega er enginn betri í því en Kevin De Bruyne.“ Stórleikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 15.30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira