Klopp: Besta liðið í heimi fékk besta framherjann á markaðinum Atli Arason skrifar 16. október 2022 08:00 Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að ekkert félag geti ekki keppst við Manchester City og tvö önnur lið þegar það kemur að því að styrkja leikmannahóp sinn. „Þið spyrjið spurninga sem þið vitið nú þegar svarið við. Við [Liverpool] getum ekki hegðað okkur eins og þeir [Manchester City]. Það er bara ekki hægt, alls ekki hægt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í aðdraganda stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City. „Það getur enginn keppt við City. Besta lið í heimi bætti við sig besta framherja á markaðinum, sama hvað það kostaði,“ sagði Klopp en Erling Haaland gekk til liðs við Manchester City í sumar. Félagaskipti Haaland kosta City alls 85,5 milljónir punda þegar gjöld til umboðsmanna og annar kostnaður við félagaskiptin eru tekinn inn í reikninginn. Er það svipuð upphæð og Liverpool borgaði í sumar fyrir Darwin Nunez sem kom til félagsins frá Benfica á 85 milljónir punda. Tekið skal þó fram að launagreiðslur leikmannanna eru ekki með í þessum útreikningi í boði Sky Sports. „Það eru þrjú lið í þessum leik sem geta gert það sem þau vilja fjárhagslega. Það er fullkomlega löglegt en þau geta samt gert allt sem þau vilja,“ bætti Klopp við. Þar á hann sennilega við Manchester City, Paris Saint-Germain og Newcastle, sem eru öll í eigu auðmanna frá mið-austurlöndum. „Ég heyrði talað um Newcastle um daginn, að enginn takmörk væru á því hversu langt félagið gæti náð. Það er alveg hárrétt og ég óska þeim til hamingju með það. Það eru hins vegar önnur félög sem hafa takmörk,“ sagði Klopp. „Þessi lið geta bætt við leikmönnum eins og þeim sýnist. Við þurfum svo að keppast við þau og það er alls ekkert vandamál fyrir mig persónulega. Það er opnað á þessa umræðu ítrekað og leitast eftir viðbrögðum mínum við þessu þegar allir vita svörin,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við blaðamenn bresku pressunnar. Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
„Þið spyrjið spurninga sem þið vitið nú þegar svarið við. Við [Liverpool] getum ekki hegðað okkur eins og þeir [Manchester City]. Það er bara ekki hægt, alls ekki hægt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í aðdraganda stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City. „Það getur enginn keppt við City. Besta lið í heimi bætti við sig besta framherja á markaðinum, sama hvað það kostaði,“ sagði Klopp en Erling Haaland gekk til liðs við Manchester City í sumar. Félagaskipti Haaland kosta City alls 85,5 milljónir punda þegar gjöld til umboðsmanna og annar kostnaður við félagaskiptin eru tekinn inn í reikninginn. Er það svipuð upphæð og Liverpool borgaði í sumar fyrir Darwin Nunez sem kom til félagsins frá Benfica á 85 milljónir punda. Tekið skal þó fram að launagreiðslur leikmannanna eru ekki með í þessum útreikningi í boði Sky Sports. „Það eru þrjú lið í þessum leik sem geta gert það sem þau vilja fjárhagslega. Það er fullkomlega löglegt en þau geta samt gert allt sem þau vilja,“ bætti Klopp við. Þar á hann sennilega við Manchester City, Paris Saint-Germain og Newcastle, sem eru öll í eigu auðmanna frá mið-austurlöndum. „Ég heyrði talað um Newcastle um daginn, að enginn takmörk væru á því hversu langt félagið gæti náð. Það er alveg hárrétt og ég óska þeim til hamingju með það. Það eru hins vegar önnur félög sem hafa takmörk,“ sagði Klopp. „Þessi lið geta bætt við leikmönnum eins og þeim sýnist. Við þurfum svo að keppast við þau og það er alls ekkert vandamál fyrir mig persónulega. Það er opnað á þessa umræðu ítrekað og leitast eftir viðbrögðum mínum við þessu þegar allir vita svörin,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við blaðamenn bresku pressunnar.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira