Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. október 2022 16:40 Amini var einungis 22 ára þegar hún lést í haldi siðgæðislögreglu. EPA/Abedin Taherkenareh Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. Mótmælin hófust eftir að Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran en hún er sögð ekki hafa borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Hún var 22 ára. Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli í Íran. Nú eru mannréttindasamtökin Amnesty International sögð hafa birt skýrslu sem varpi ljósi á dauðsföll barna á meðan átökunum hefur staðið eða öllu heldur hluta átakanna. Þessu greinir CNN frá. Í það minnsta 23 börn allt frá ellefu ára aldri hafi verið myrt af öryggissveitum í Íran síðustu tíu daga septembermánaðar. Tuttugu drengir eru taldir innan þessa hóps og þrjár stúlkur, öll undir átján ára aldri. Nærri helmingur barnanna hafi verið drepin þann 30. september síðastliðinn en daginn segja samtökin þann banvænasta síðan yfirvöld hófu aðgerðir gegn mótmælendum. „Byrjunin á endalokunum“ Samtökin segi yfirvöld og öryggissveitir í Íran beita sér með þessum hætti til þess að koma í veg fyrir mótspyrnu ungs fólks og halda valdayfirráðum sínum. Meðlimur öryggissveitar er einnig sagður hafa beitt kvenkyns mótmælanda kynferðisofbeldi í Tehran og hafi verknaðurinn náðst á myndband. Samkvæmt Guardian megi sjá lögreglu halda konunni með afli, umkringja og virðast grípa í hana á óviðeigandi máta með þeim afleiðingum að hún dettur í jörðina. Málið er sagt í rannsókn en greint er frá því að mótmælendur hafi upplifað og séð slíka hegðun frá lögreglu á svæðinu áður, konur sem mótmæli séu beittar ofbeldi. Einnig sé kallað að þeim að þær séu hórur ásamt öðru. Stjórnvöld Í Íran hafa lokað fyrir aðgengi íbúa að helstu samfélagsmiðlum en á samskiptaforritinu WhatsApp hafi mótmælendur kallað til fjöldamótmæla, yfirskrift þeirra sé „Byrjunin á endalokunum.“ Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Mótmælin hófust eftir að Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran en hún er sögð ekki hafa borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Hún var 22 ára. Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli í Íran. Nú eru mannréttindasamtökin Amnesty International sögð hafa birt skýrslu sem varpi ljósi á dauðsföll barna á meðan átökunum hefur staðið eða öllu heldur hluta átakanna. Þessu greinir CNN frá. Í það minnsta 23 börn allt frá ellefu ára aldri hafi verið myrt af öryggissveitum í Íran síðustu tíu daga septembermánaðar. Tuttugu drengir eru taldir innan þessa hóps og þrjár stúlkur, öll undir átján ára aldri. Nærri helmingur barnanna hafi verið drepin þann 30. september síðastliðinn en daginn segja samtökin þann banvænasta síðan yfirvöld hófu aðgerðir gegn mótmælendum. „Byrjunin á endalokunum“ Samtökin segi yfirvöld og öryggissveitir í Íran beita sér með þessum hætti til þess að koma í veg fyrir mótspyrnu ungs fólks og halda valdayfirráðum sínum. Meðlimur öryggissveitar er einnig sagður hafa beitt kvenkyns mótmælanda kynferðisofbeldi í Tehran og hafi verknaðurinn náðst á myndband. Samkvæmt Guardian megi sjá lögreglu halda konunni með afli, umkringja og virðast grípa í hana á óviðeigandi máta með þeim afleiðingum að hún dettur í jörðina. Málið er sagt í rannsókn en greint er frá því að mótmælendur hafi upplifað og séð slíka hegðun frá lögreglu á svæðinu áður, konur sem mótmæli séu beittar ofbeldi. Einnig sé kallað að þeim að þær séu hórur ásamt öðru. Stjórnvöld Í Íran hafa lokað fyrir aðgengi íbúa að helstu samfélagsmiðlum en á samskiptaforritinu WhatsApp hafi mótmælendur kallað til fjöldamótmæla, yfirskrift þeirra sé „Byrjunin á endalokunum.“
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03
Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45