Þetta staðfesti Steve Davis, þjálfari Úlfanna, í viðtali fyrir leik helgarinnar. Hinn 29 ára gamli Portúgali varð fyrir meiðslum í markalausu jafntefli Úlfanna og Fulham þann 13. ágúst síaðstliðinn. Markvörðurinn neitaði að fara af velli og varði meðal annars vítaspyrnu Aleksandar Mitrović í leiknum.
„Þetta sýnir karakterinn sem hann er og hugrekkið sem hann býr yfir. Sem markvörður ertu alltaf í eldlínunni af því þú ert aftasti varnarmaður liðsins. Þetta sýnir gott fordæmi þar sem menn geta verið að glíma við ýmis meiðsli en við þurfum á þeim að halda.“
Davis tók samt fram að Sá hefði í samráði við læknateymi félagsins ákveðið að halda áfram að spila þar sem ekki væri um slæmt brot að ræða og það myndi ekki versna þó hann myndi halda áfram að spila.
Sá hefur spilað alla níu leiki Úlfanna í deildinni en liðið er sem stendur í fallsæti og rak nýverið þjálfara sinn Bruno Lage. Davis tók tímabundið við þjálfun liðsins en talið er að Nuno Espírito Santo gæti tekið aftur við liðinu. Santo stýrði liðinu frá 2017 til 2021 og kom því meðal annars upp í ensku úrvalsdeildina.