Rúmlega 220 þúsund menn hafa verið kvaddir í herinn og á hverkvaðningin að klárast á næstu tveimur vikum, samkvæmt því sem Pútín sagði á blaðamannafundi í Kasakstan í dag, samkvæmt frétt New York Times.
Þegar Pútín tilkynnti herkvaðninguna í síðasta mánuði sagði hann að þeir menn sem yrðu skikkaðir til herþjónustu myndu fá grunnþjálfun en hún átti að taka allt að mánuð. Flestir þessara manna hafa áður verið skikkaðir til herþjónustu í ár en þrátt fyrir það hafa þeir litla þjálfun fengið og í einhverjum tilfellum er langt síðan þeir voru í hernum.
Rússneski miðillinn Medizona birti í dag myndband sem rússnesk kona tók upp í Pétursborg. Það er sagt sýna menn bíða í anddyri fjölbýlishúss með herkvaðningarpappíra. Sögur hafa verið að berast að því að rússneskir menn hafi verið stöðvaðir í borgum Rússlands og skikkaðir til herþjónustu.
« ». , « » https://t.co/7QdLxJTfx6 pic.twitter.com/6BwYIHbE7a
— (@mediazzzona) October 14, 2022
Aðspurður um það af hverju þessir menn væru þegar byrjaðir að falla á víglínunum í Úkraínu sagði Pútín að í einhverjum tilfellum hefðu þeir einungis fengið tíu daga þjálfun.
Samkvæmt Reuters hélt Pútín því fram að það væri næg þjálfun. Hann sagði að víglínan í Úkraínu væri ellefu hundruð kílómetra löng og það væri ómögulegt að manna hana eingöngu með atvinnu hermönnum. Sérstaklega þar sem atvinnuhermennirnir þyrftu einnig að taka þátt í árásum á Úkraínumenn.

Ástandið erfitt við Bakhmut
Miðað við fregnir af víglínunum í austurhluta Úkraínu er útlit fyrir að Rússar hafi byrjað á því að nota kvaðmenn (menn sem kvaddir eru til herþjónustu) til að þétta raðir sínar í norðausturhluta Úkraínu. Þangað eru þeir sagðir hafa sent þúsundir manna og er það sagt hafa komið niður á gagnsókn Úkraínumanna.
Lítið sem ekkert þjálfaðir og illa búnir hermenn eru þó ólíklegir til að skila Rússum miklum árangri á vígvöllunum og þá sérstaklega til lengri tíma séð.
Úkraínumenn segja að ástandið nærri bænum Bakhmut sé erfitt þessa dagana og að Rússar hafi gert harða atlögu að bænum.
#Ukraine: Russian forces claimed to take out a Ukrainian Buk-M1 SAM TELAR using a ZALA Lancet loitering munition....but actually destroyed an obvious decoy. pic.twitter.com/XEbtLPQikK
— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 14, 2022
Þrátt fyrir að hafa verið á hælunum og jafnvel undanhaldi víðast hvar í Úkraínu hafa Rússar aldrei látið af árásum sínum á Bakhmut á undanförnum vikum. Árásirnar þar eru sagðar leiddar af málaliðahópnum Wagner Group og eru Rússar sagðir hafa náð hægum en mjög kostnaðarsömum árangri þar.
Bakhmut er í austanverðu Donetsk-héraði og hernám bæjarins gæti opnað leið fyrir Rússa að borgunum Slóvíansk og Kramatórsk.
Sjá má stöðuna víða í Úkraínu á meðfylgjandi kortum frá hugveitunni Institute for the study of war.
New: Public reports of the first deaths of ill-prepared mobilized #Russian troops in #Ukraine have sparked renewed criticism of the Russian military command as the #Kremlin struggles to message itself out of the reality of mobilization & military failures.https://t.co/wdLQA8HrYG pic.twitter.com/Oit3uoqgTs
— ISW (@TheStudyofWar) October 14, 2022
Rússar hafa látið eldflaugum. sjálfsprengidrónum og sprengjum rigna yfir borgir Úkraínu í vikunni en Pútín sagði á áðurnefndum blaðamannafundi í dag að honum þætti ekki tilefni til þess lengur. Í það minnsta í bili. Hann sagði einnig að Rússar vildu ekki leggja Úkraínu í rúst.
Varnarmálaráðuneyti Úkraínu sagði í morgun að Rússar væru búnir að nota rúmlega tvo þriðju af öllum eldflaugum sem ríkið átti fyrir innrásina í Úkraínu. Það rímar við fregnir af því að Rússar hafi byrjað að nota flugskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður herflugvélar til að gera árásir á skotmörk á jörðu niðri.
Sjá einnig: Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu
Varnarmálaráðherra Rússlands birti í dag mynd af því hve mörgum eldflaugum Rússar hefðu skotið á Úkraínu og hver birgðastaða þeirra væri, miðað við þær upplýsingar sem Úkraínumenn hafa.
Demilitarization of russia.
— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) October 14, 2022
By using hundreds of high-precision missiles against civilian objects of Ukraine, the aggressor state reduces its ability to strike the military targets. Two conclusions:
- russia's military defeat is inevitable;
- russia is a terrorist state. pic.twitter.com/KHeM7AaGlb
Rússar hafa einnig verið að nota við dróna sem þeir hafa keypt í hundraðatali frá Íran. Drónarnir eru tvenns konar en önnur tegundin kallast Shahed-136. Þeir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp.
Rússar hafa einnig fengið dróna sem kallast Mohajer-6 og geta bæði verið notaðir til eftirlits og til þess að varpa sprengjum.
Úkraínumenn segja Rússa enn eiga um þrjú hundruð Shahed-136 dróna en að þeir ætli sér að kaupa nokkur þúsund dróna til viðbótar.
.@oleksiireznikov
— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 14, 2022
Approximately 300 Iranian drones remains in the russian arsenal. They plan to buy several thousand more. We know how to shoot them down. We are doing so and studying them.
Umfangsmiklar árásir Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu hafa lítil sem engin áhrif á stöðuna á víglínum Úkraínu. Þeim hefur að mestu verið ætlað að kveða niður óánægjuraddir í Rússlandi sem hafa verið að gagnrýna slæmt gengi rússneska hersins.
Starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu á blaðamannafundi í dag að Rússar væru með um sex herskip á Svartahafi sem gætu skotið eldflaugum á skotmörk í Úkraínu. Fjórum hefði verið skotið á loft gær en þær voru allar skotnar niður af Úkraínumönnum.
Flýja frá Kherson
Leppstjóri Rússlands í Kherson-héraði hvatt í gær fólk til að yfirgefa héraðið og bað yfirvöld í Rússlandi um aðstoð við að flytja fólk til Rússlands. Skilaboðin þykja til marks um að Rússar séu að missa tak á héraðinu en herbloggarar í Rússlandi hafa lýst yfir sífellt meiri áhyggjum af stöðunni þar og óttast að varnarlínur Rússa láti eftir.
Kherson er eitt af fjórum héruðum Úkraínu sem Rússar segjast hafa innlimað í rússneska sambandsríkið, en þar hafa Úkraínumenn sótt hart fram á undanförnum vikum. Þeir segjast hafa frelsað nærri því áttatíu bæi og þorp frá rússneskum hermönnum
Héraðið er þá líklega mikilvægasta héraðið hvað varðar staðsetningu. Kherson er eina héraðið sem liggur að Krímskaga, sem Rússland innlimaði árið 2014, og stendur við ósar Dnipro, árinnar sem skiptir Úkraínu í tvennt.
Sjá einnig: Flóttamenn frá Kherson komnir til Rússlands
Wall Street Journal hefur eftir rússneskum embættismanni að um 350 manns hafi viljað flýja til Rússlands.
Segja tugi þúsunda fallna
Rússneski fjölmiðillinn Cazhnye Istorii sagði frá því í vikunni að samkvæmt heimildum miðilsins í Rússlandi og meðal annars úr leyniþjónustu Rússlands hefðu rúmlega níutíu þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst alvarlega við innrásina í Úkraínu.
Það er í samræmi við nýlegt mat frá bæði Bretum og Bandaríkjamönnum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sagði í ágúst að þar á bæ væri áætlað að um sjötíu til áttatíu þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst.
Þá sagði Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, í síðasta mánuði að Rússar hefðu misst rúmlega áttatíu þúsund hermenn. Þar af væri talið að minnst 25 þúsund hefðu fallið. Úkraínumenn segjast hafa fellt 64.300 rússneska hermenn, sem eru án efa ýktar tölur.
"We have destroyed the professional Russian army, it is time to end the amateur one."
— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 14, 2022
General Valerii Zaluzhnyi, Commander-in-Chief of #UAarmy @CinC_AFU
Total combat losses of the enemy from Feb 24 to Oct 14: pic.twitter.com/lkRdDYbTMp
Frá því innrásin hófst hafa ráðamenn í Rússlandi þrisvar sinnum gefið upp opinberar tölur um mannfall hermanna í Úkraínu. Það var síðast gert í september þegar herkvaðningin var tilkynnt og sagði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að tæplega sex þúsund hermenn hefðu fallið í Úkraínu, sem er augljóslega þvæla.
Musk vill að ráðuneytið borgi brúsann
Auðjöfurinn Elon Musk, sem á meðal annars Tesla og SpaceX, hefur beðið Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að greiða fyrir netþjónustu sem SpaceX hefur verið að veita í Úkraínu í gegnum Starlink-gervihnetti fyrirtækisins.
SpaceX hefur skotið rúmlega 2.200 smágervihnöttum á braut um jörðu sem veita aðgang að internetinu á jörðu niðri. Í upphafi innrásar Rússar lokuðu Rússar á aðgang Úkraínumanna að netinu víða með tölvuárásum. Starlink hefur skipt sköpum fyrir úkraínska herinn og samskipti Úkraínumanna.
Hætti SpaceX þjónustunni yfir Úkraínu myndi það koma verulega niður á vörnum Úkraínumanna en þeir nota netið meðal annars við að streyma úr myndavélum dróna til að stýra stórskotaliðsárásum af mikilli nákvæmni. Herinn er sagður háður Starlink að miklu leyti.
Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði í dag að Musk væri einn stærsti bakhjarl Úkraínu og að Starlink væri Úkraínumönnum gífurlega mikilvægt.
Definitely @elonmusk is among the world's top private donors supporting Ukraine.
— Mykhailo Fedorov (@FedorovMykhailo) October 14, 2022
Starlink is an essential element of our critical infrastructure.
Þrátt fyrir að Musk segi að þjónusta SpaceX í Úkraínu kosti fyrirtækið verulega hafa fregnir borist af því að Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi greitt fyrirtækinu milljónir dala vegna þessarar þjónustu. Bakhjarlar Úkraínu hafa þar að auki keypt tugi þúsunda netbeina fyrir Úkraínumenn.
Musk sagði í dag að það kostaði SpaceX um tuttugu milljónir dala á mánuði að þjónusta um 150 þúsund netbeina í Úkraínu. Það væri einnig kostnaðarsamt að verjast tölvuárásum gegn Starlink-kerfinu. Hann sagði einni að það væri ekki sanngjarnt að SpaceX greiddi fyrir þúsundir netbeina sem notuðu mun meira gagnamagn en netbeinar í eigu hefðbundinnar fjölskyldu.
Samkvæmt frétt Washington Post er talið að þjónustan muni kosta hundruð milljóna dala út næsta ár.
In addition to terminals, we have to create, launch, maintain & replenish satellites & ground stations & pay telcos for access to Internet via gateways.
— Elon Musk (@elonmusk) October 14, 2022
We ve also had to defend against cyberattacks & jamming, which are getting harder.
Burn is approaching ~$20M/month.
Reiðir út í Musk
Úkraínumenn urðu margir hverjir mjög reiðir út í Musk nýlega þegar hann lagði til að ólöglegar atkvæðagreiðslur sem leppstjórar Rússa í Úkraínu héldu um innlimum fjögurra úkraínskra héraða á dögunum yrðu endurteknar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna og niðurstöður þeirra ættu að ráða úrslitum um það hvort héruðin tilheyrðu Úkraínu eða Rússlandi.
Sjá einnig: Sendiherra segir Musk að fara norður og niður
Musk nefndi ekki í tillögu sinni hvernig telja ætti atkvæði þeirra tuga þúsunda sem fallið hafa í átökunum, þeirra hundruð þúsunda sem flúið hafa undan átökunum og þeirra sem Rússar eru sagðir hafa flutt nauðungarflutningum til Rússlands.