Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2022 21:39 Allar líkur eru á að mál Karls Wernerssonar muni fara sömu leið og Styrmis Þórs Bragasonar í kjölfar fordæmisgefandi dóms Hæstaréttar sem vísaði máli þess síðarnefda frá dómi í síðustu viku. vísir/vilhelm Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði dæmt ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór og í kjölfarið gerði ríkið sátt við aðra í sömu stöðu, þar á meðal Karl Wernersson. Íslenska ríkið var af Mannréttindadómstóli ekki talið hafa veitt mönnunum réttláta málsmeðferð, þegar skýrslutökur fóru aðeins fram fyrir héraðsdómi en ekki við sakfellingu fyrir Hæstarétti. Á þeim grundvelli tók endurupptökudómur málið fyrir á síðasta ári en vísaði málunum í framhaldinu ranglega til endurupptöku fyrir Hæstarétti, sem ekki hefur heimild til að taka skýrslur á mönnunum. Réttilega hefði átt að vísa málunum til Landsréttar samkvæmt breytingarlögum um endurupptökudóm, sem tók við af endurupptökunefnd árið 2020. Eins og áður segir hefur ríkissaksóknari krafist frávísunar á máli Karls fyrir Hæstarétti en svokallað Ímon-mál Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans er einnig sambærilegt þar sem Hæstiréttur hafði snúið við sýknudómum þeirra án þess að hlýða á vitnisbuði. Í samtali við fréttastofu staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, þessa afstöðu embættisins en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Sérstakur endir á tuttugu ára gömlum málum „Það háttar eins til í Milestone máli Karls og í því sem féll um daginn, þar sem málið var endurupptekið á grundvelli brots á reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Það felur í sér að það þarf að endurtaka skýrslur en það er ekki hægt fyrir Hæstarétti frekar en hinu, samkvæmt þessum dómi,“ segir Helgi Magnús sem hefur verið viðriðinn mörg hver markaðsmisnotkunarmálin frá húsleitum árið 2002. Málin hafa því snúist í kerfinu í rúm tuttugu ár og virðast munu enda með þessum hætti vegna mistaka endurupptökudóms. „Það er svolítið sérstakt að vera búinn að vinna í sama málinu í tuttugu ár,“ segir Helgi Magnús og telur upp þau mál sem hafa fengið endurupptöku hjá dómstólnum. Mannréttindadómstóllinn hefur gert ríkar kröfur til milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir áfrýjunardómstólum. „Þeir eru farnir að ganga ansi langt í því,“ segir Helgi Magnús. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm Misjafnt er hvaða kröfur ákæruvaldið muni gera í hverju máli fyrir sig en þegar brotin varðar milliliðalausa málsmeðferð er óhjákvæmilegt að gera kröfu um frávísun að sögn Helga. „Þetta eru svona þrjár útgáfur af „málsmeðferðarfeilum“ fyrir Hæstarétti í þessum hrunmálum frá 2012-2016. Ég á eftir að krefjast frávísunar að hluta í Baugsmálinu sem verður flutt í næstu viku. Svo er eitt mál í viðbót þar sem ég mun líklegast krefjast frávísunar vegna sjónarmiða um að ekki megi refsa tvisvar fyrir sama brot. Þetta eru samtals um tíu mál sem hafa verið endurupptekin.“ Sjá einnig: Bjarni fagnar langþráðri hreinni sakaskrá Dómstólakerfið tali illa saman Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir Hæstarétt líta svo á að mistök hafi verið gerð með vísun málanna til réttarins. „En endurupptökudómur virðist vera annarrar skoðunar,“ segir Kristín og rifjar upp dóma Hæstaréttar í málum Sigurjóns Árnasonar og Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur þar sem munnlegur málflutningur fór fram án heimildar vegna tilkomu Landsréttar. Mögulegt sé að endurupptökudómur hafi litið til þeirra mála við úrlausn umræddra úrskurða og talið réttast að vísa málunum til Hæstaréttar. Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.visir „Endurupptökudómur virðist hafa gengið út frá því að Hæstiréttur myndi heimila skýrslutökur við endurupptöku en rétturinn segist ekki hafa heimild til þess með vísan til 232. greinar sakamálalaga. Þannig verða mistökin,“ segir Kristín. Hún telur því ljóst að dómstólakerfið tali ekki nógu vel saman að þessu leyti. „Endurupptökudómur virðist túlka þessa heimild á annan hátt en Hæstiréttur sem leggur áherslu á að hann hafi ekki heimild til að leiðrétta dóminn með skýrslutökum. Menn þurftu að taka skýrslu af ákærða í þessu máli,“ segir Kristín að lokum. Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hafði dæmt ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór og í kjölfarið gerði ríkið sátt við aðra í sömu stöðu, þar á meðal Karl Wernersson. Íslenska ríkið var af Mannréttindadómstóli ekki talið hafa veitt mönnunum réttláta málsmeðferð, þegar skýrslutökur fóru aðeins fram fyrir héraðsdómi en ekki við sakfellingu fyrir Hæstarétti. Á þeim grundvelli tók endurupptökudómur málið fyrir á síðasta ári en vísaði málunum í framhaldinu ranglega til endurupptöku fyrir Hæstarétti, sem ekki hefur heimild til að taka skýrslur á mönnunum. Réttilega hefði átt að vísa málunum til Landsréttar samkvæmt breytingarlögum um endurupptökudóm, sem tók við af endurupptökunefnd árið 2020. Eins og áður segir hefur ríkissaksóknari krafist frávísunar á máli Karls fyrir Hæstarétti en svokallað Ímon-mál Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans er einnig sambærilegt þar sem Hæstiréttur hafði snúið við sýknudómum þeirra án þess að hlýða á vitnisbuði. Í samtali við fréttastofu staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, þessa afstöðu embættisins en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Sérstakur endir á tuttugu ára gömlum málum „Það háttar eins til í Milestone máli Karls og í því sem féll um daginn, þar sem málið var endurupptekið á grundvelli brots á reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Það felur í sér að það þarf að endurtaka skýrslur en það er ekki hægt fyrir Hæstarétti frekar en hinu, samkvæmt þessum dómi,“ segir Helgi Magnús sem hefur verið viðriðinn mörg hver markaðsmisnotkunarmálin frá húsleitum árið 2002. Málin hafa því snúist í kerfinu í rúm tuttugu ár og virðast munu enda með þessum hætti vegna mistaka endurupptökudóms. „Það er svolítið sérstakt að vera búinn að vinna í sama málinu í tuttugu ár,“ segir Helgi Magnús og telur upp þau mál sem hafa fengið endurupptöku hjá dómstólnum. Mannréttindadómstóllinn hefur gert ríkar kröfur til milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir áfrýjunardómstólum. „Þeir eru farnir að ganga ansi langt í því,“ segir Helgi Magnús. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm Misjafnt er hvaða kröfur ákæruvaldið muni gera í hverju máli fyrir sig en þegar brotin varðar milliliðalausa málsmeðferð er óhjákvæmilegt að gera kröfu um frávísun að sögn Helga. „Þetta eru svona þrjár útgáfur af „málsmeðferðarfeilum“ fyrir Hæstarétti í þessum hrunmálum frá 2012-2016. Ég á eftir að krefjast frávísunar að hluta í Baugsmálinu sem verður flutt í næstu viku. Svo er eitt mál í viðbót þar sem ég mun líklegast krefjast frávísunar vegna sjónarmiða um að ekki megi refsa tvisvar fyrir sama brot. Þetta eru samtals um tíu mál sem hafa verið endurupptekin.“ Sjá einnig: Bjarni fagnar langþráðri hreinni sakaskrá Dómstólakerfið tali illa saman Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir Hæstarétt líta svo á að mistök hafi verið gerð með vísun málanna til réttarins. „En endurupptökudómur virðist vera annarrar skoðunar,“ segir Kristín og rifjar upp dóma Hæstaréttar í málum Sigurjóns Árnasonar og Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur þar sem munnlegur málflutningur fór fram án heimildar vegna tilkomu Landsréttar. Mögulegt sé að endurupptökudómur hafi litið til þeirra mála við úrlausn umræddra úrskurða og talið réttast að vísa málunum til Hæstaréttar. Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.visir „Endurupptökudómur virðist hafa gengið út frá því að Hæstiréttur myndi heimila skýrslutökur við endurupptöku en rétturinn segist ekki hafa heimild til þess með vísan til 232. greinar sakamálalaga. Þannig verða mistökin,“ segir Kristín. Hún telur því ljóst að dómstólakerfið tali ekki nógu vel saman að þessu leyti. „Endurupptökudómur virðist túlka þessa heimild á annan hátt en Hæstiréttur sem leggur áherslu á að hann hafi ekki heimild til að leiðrétta dóminn með skýrslutökum. Menn þurftu að taka skýrslu af ákærða í þessu máli,“ segir Kristín að lokum.
Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira