Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Við kíkjum einnig á Reykjalund þar sem á annað hundrað manns hafa lokið meðferð vegna eftirkasta covid. Um tuttugu og fimm eru á biðlista eftir meðferð vegna langvarandi einkenna.
Íþróttabandalag Reykjavíkur hyggst opna fyrir skráningar kynsegin þátttakenda í hlaupaviðburðum sem haldnir verða á næsta ári. Við kynnum okkur málið og nýjan kepppnisflokk.
Þá förum við yfir helstu atriði á fyrsta degi Hringborðs norðurslóða og ræðum við Ólaf Ragnar Grímsson sem segir mikla pólitíska þungavigt á þinginu staðfesta að þessi heimshluti sé orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins.
Að lokum förum við yfir misræmi í leturgerð á götuskiltum borgarinnar sem virðist trufla suma, kynnumst hrút sem smalar kindum og kíkjum á haustball á Hrafnistu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.