Fór í legnám og missir af næstu leikjum Englandsmeistara Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 23:30 Emma Hayes mun missa af næstu leikjum Chelsea. Harriet Lander/Getty Images Þjálfari Englandsmeistara Chelsea, Emma Hayes, mun missa af næstu leikjum liðsins eftir að hafa farið í legnám. Frá þessu greindi hún á Twitter-síðu sinni fyrr í dag, fimmtudag. Emma Hayes hefur unnið magnað starf hjá Chelsea en hún hefur stýrt liðinu undanfarinn áratug. Undir hennar stjórn hefur liðið unnið hvern titilinn á fætur öðrum, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla. Chelsea byrjaði tímabilið á óvæntu tapi gegn nýliðum Liverpool en hefur síðan unnið Manchester City og West Ham United. Sem stendur situr liðið í þriðja sæti með sex stig líkt og Arsenal, Manchester United, Aston Villa og Everton. Nú er ljóst að liðið verður án þjálfara síns og mun aðstoðarþjálfarinn Denise Reddy stýra liðinu í næstu leikjum ásamt Paul Green. Ástæðan er sú að hin 45 ára gamla Hayes þarf tíma til að jafna sig eftir að hafa gengist undir legnám. Opnaði hún sig á samfélagsmiðlum varðandi aðgerðina sem var eina leið hennar í baráttu við sjúkdóminn endómetríósa, áður kallað legslímuflakk. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka. Í yfirlýsingunni biður Emma um tíma og þolinmæði meðan hún jafnar sig. Jafnframt þakkar hún eigendum Chelsea og starfsfólki félagsins fyrir stuðninginn. Hún tekur fram að hún reikni með að ná fullum bata og segist hlakka til að sjá fólk á vellinum þegar fram líða stundir. Time to heal. I m so grateful for all the support and I will be back soon x pic.twitter.com/iM9hSF60AT— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) October 13, 2022 Nánar má lesa um endómetríósa á vefnum endo.is. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Emma Hayes hefur unnið magnað starf hjá Chelsea en hún hefur stýrt liðinu undanfarinn áratug. Undir hennar stjórn hefur liðið unnið hvern titilinn á fætur öðrum, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla. Chelsea byrjaði tímabilið á óvæntu tapi gegn nýliðum Liverpool en hefur síðan unnið Manchester City og West Ham United. Sem stendur situr liðið í þriðja sæti með sex stig líkt og Arsenal, Manchester United, Aston Villa og Everton. Nú er ljóst að liðið verður án þjálfara síns og mun aðstoðarþjálfarinn Denise Reddy stýra liðinu í næstu leikjum ásamt Paul Green. Ástæðan er sú að hin 45 ára gamla Hayes þarf tíma til að jafna sig eftir að hafa gengist undir legnám. Opnaði hún sig á samfélagsmiðlum varðandi aðgerðina sem var eina leið hennar í baráttu við sjúkdóminn endómetríósa, áður kallað legslímuflakk. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka. Í yfirlýsingunni biður Emma um tíma og þolinmæði meðan hún jafnar sig. Jafnframt þakkar hún eigendum Chelsea og starfsfólki félagsins fyrir stuðninginn. Hún tekur fram að hún reikni með að ná fullum bata og segist hlakka til að sjá fólk á vellinum þegar fram líða stundir. Time to heal. I m so grateful for all the support and I will be back soon x pic.twitter.com/iM9hSF60AT— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) October 13, 2022 Nánar má lesa um endómetríósa á vefnum endo.is.
Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira