Írsku stelpurnar hneyksluðu og særðu marga þegar þær fögnuðu sæti á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 09:31 Írsku landsliðskonurnar fagna hér sigri á Skotum og um leið sæti á HM. Getty/Ross MacDonald Írska kvennlandsliðiðinu í fótbolta tókst það á þriðjudagskvöldið sem okkar stelpum tókst ekki. Írland tryggði sér þá sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi með sigri á Skotum. Írsku stelpurnar höfðu aldrei áður komist á stórmót og voru kannski næstar því þegar þær töpuðu í umspili á móti Íslandi fyrir EM 2008. Að þessu sinni kláruðu þær dæmið en Amber Barrett, leikmaður Turbine Potsdam í Þýskalandi, skoraði eina mark leiksins. The Ireland women's team apologise for singing a song referencing the IRA following their world cup qualification win against Scotland last night. pic.twitter.com/83flVC8ywp— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 12, 2022 Írsku stelpurnar voru náttúrulega mjög kátar í leikslok eftir þetta sögulega skref liðsins en þær hneyksluðu og særðu aftur á móti marga í heimalandi sínu og víðar með vali sínu á sigursöng í fagnaðarlátunum inn í klefa eftir leik. Bæði þjálfari liðsins, Vera Pauw, sem og knattspyrnusambandið hefur nú beðist afsökunar á hegðun leikmannanna. Myndband sem fór á samfélagsmiðla sýndi leikmennina syngja „Ooh ah, up the 'RA“ lagið sem er þekktur stuðningssöngur við Írska lýðveldisherinn, IRA. Football Association of Ireland issues apology after footage of Republic of Ireland Womens Football team chanting oh ah up the Ra after their World Cup win over Scotland at Hampden Park last night @rtenews pic.twitter.com/gxxPZhUNJz— Vincent Kearney (@vincekearney) October 12, 2022 Írski lýðveldisherinn barðist á sínum tíma fyrir því að frelsa Norður-Írland frá Bretlandi og beitti öllum ráðum til þess eins og sprengitilræðum og öðrum hryðjuverkum. „Það mikilvægasta fyrir okkar lið er að bera virðingu fyrir fólkinu í kringum okkur. Við höfum með þess háttalagi okkar sært fólk og það er engin afsökun að við höfum ekki ætlað okkur það. Það er engin afsökun fyrir okkur að við höfum verið að fagna saman,“ sagði hinn hollenski þjálfari liðsins Vera Pauw. Pauw sagði jafnframt að leikmennirnir væru eyðilagðir yfir þessu og sú sem deildi myndbandinu væri grátandi inn á herbergi því hún hafi ekki ætlað sér að særa neinn. Vera Pauw var ekki í búningsklefanum þegar leikmenn sungu lagið og sem útlendingur var hún heldur ekki með á hreinu hvaða lag þetta var. Republic of Ireland players Chloe Mustaki and Aine O'Gorman apologise after a video emerged from the dressing room after their World Cup play-off win over Scotland #BBCFootball— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) October 12, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Írland Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Írsku stelpurnar höfðu aldrei áður komist á stórmót og voru kannski næstar því þegar þær töpuðu í umspili á móti Íslandi fyrir EM 2008. Að þessu sinni kláruðu þær dæmið en Amber Barrett, leikmaður Turbine Potsdam í Þýskalandi, skoraði eina mark leiksins. The Ireland women's team apologise for singing a song referencing the IRA following their world cup qualification win against Scotland last night. pic.twitter.com/83flVC8ywp— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 12, 2022 Írsku stelpurnar voru náttúrulega mjög kátar í leikslok eftir þetta sögulega skref liðsins en þær hneyksluðu og særðu aftur á móti marga í heimalandi sínu og víðar með vali sínu á sigursöng í fagnaðarlátunum inn í klefa eftir leik. Bæði þjálfari liðsins, Vera Pauw, sem og knattspyrnusambandið hefur nú beðist afsökunar á hegðun leikmannanna. Myndband sem fór á samfélagsmiðla sýndi leikmennina syngja „Ooh ah, up the 'RA“ lagið sem er þekktur stuðningssöngur við Írska lýðveldisherinn, IRA. Football Association of Ireland issues apology after footage of Republic of Ireland Womens Football team chanting oh ah up the Ra after their World Cup win over Scotland at Hampden Park last night @rtenews pic.twitter.com/gxxPZhUNJz— Vincent Kearney (@vincekearney) October 12, 2022 Írski lýðveldisherinn barðist á sínum tíma fyrir því að frelsa Norður-Írland frá Bretlandi og beitti öllum ráðum til þess eins og sprengitilræðum og öðrum hryðjuverkum. „Það mikilvægasta fyrir okkar lið er að bera virðingu fyrir fólkinu í kringum okkur. Við höfum með þess háttalagi okkar sært fólk og það er engin afsökun að við höfum ekki ætlað okkur það. Það er engin afsökun fyrir okkur að við höfum verið að fagna saman,“ sagði hinn hollenski þjálfari liðsins Vera Pauw. Pauw sagði jafnframt að leikmennirnir væru eyðilagðir yfir þessu og sú sem deildi myndbandinu væri grátandi inn á herbergi því hún hafi ekki ætlað sér að særa neinn. Vera Pauw var ekki í búningsklefanum þegar leikmenn sungu lagið og sem útlendingur var hún heldur ekki með á hreinu hvaða lag þetta var. Republic of Ireland players Chloe Mustaki and Aine O'Gorman apologise after a video emerged from the dressing room after their World Cup play-off win over Scotland #BBCFootball— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) October 12, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Írland Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira