Ekki brotleg vegna orðalags um „skæruliðadeildina“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2022 23:24 Fréttastofa RÚV og fréttamaður RÚV eru ekki talin hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélag Íslands hefur úrskurðað að Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður RÚV, og fréttastofa RÚV, hafi ekki brotið gegn siðareglum félagsins vegna orðalags um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja í frétt á vef RÚV. Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins þar sem vísað er í kæru Örnu McClure, lögmanns Samherja. Kæran var sett fram vegna fréttar sem Brynjólfur er skrifaður fyrir og birtist á vef RÚV þann 9. maí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn“ Fréttin fjallaði um úrskurð Landsréttar um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans væru ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páli Steingrímssyni, skipstjóra. Taldi brotið gegn þriðju grein siðareglna BÍ Kvartað var sérstaklega yfir einni málsgrein umræddrar fréttar þar sem minnst var á hina svokölluðu „skæruliðadeild“ sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og að hún hafi samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um málefni Samherja í Namibíu. Að mati Örnu fól umrætt orðalag það í sér að hún, sem nafngreind var í umfjöllun um hina svokölluðu „skæruliðadeild“, hafi viðhaft samræmda atlögu að fréttamönnum. Að mati hennar ætti sú fyrirætlan sér hvorki stoð í gögnum málsins né raunveruleikanum. Þá hafi við vinnslu fréttarinnar ekki verið leitað sjónarmiða hennar auk þess sem að fréttamaður hafi ekki haft öll gögn málsins undir höndum. Taldi Arna að þetta væri brot á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar meðal annars um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er. Þá hafi kröfu hennar um leiðréttingu veri hafnað. Engin ástæða til að leita viðbragða hennar Í svari RÚV við kæru Örnu kom fram að mál Samherja hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, ummæli um svonefnda „skæruliðadeild“ hafi ítrekað verið notað í fjölmiðlaumfjöllun og ætti sér stoð í gögnum. Þá hafi ekki verið ástæða til að leita viðbragða Örnu vegna fréttarinnar. Í niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins segir að umrædd frétt fjalli um niðurstöðu Landsréttar, forsaga málsins sé stuttlega rakin með „vísan í orðalag sem margoft hefur verið notað í opinberri umræðu“. Þá styðji framkomin gögn að mati nefndarinnar þann gildisdóm sem fram kemur í þeirri setningu sem nefnd sé í kærunni. Að auki hafi ekkert kallað á að leitað væri til Örnu vegna fréttarinnar. Voru því Brynjólfur Þór og fréttastofa RÚV ekki talin brotleg gagnvart siðareglum BÍ í máli þessu. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins þar sem vísað er í kæru Örnu McClure, lögmanns Samherja. Kæran var sett fram vegna fréttar sem Brynjólfur er skrifaður fyrir og birtist á vef RÚV þann 9. maí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn“ Fréttin fjallaði um úrskurð Landsréttar um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans væru ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páli Steingrímssyni, skipstjóra. Taldi brotið gegn þriðju grein siðareglna BÍ Kvartað var sérstaklega yfir einni málsgrein umræddrar fréttar þar sem minnst var á hina svokölluðu „skæruliðadeild“ sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og að hún hafi samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um málefni Samherja í Namibíu. Að mati Örnu fól umrætt orðalag það í sér að hún, sem nafngreind var í umfjöllun um hina svokölluðu „skæruliðadeild“, hafi viðhaft samræmda atlögu að fréttamönnum. Að mati hennar ætti sú fyrirætlan sér hvorki stoð í gögnum málsins né raunveruleikanum. Þá hafi við vinnslu fréttarinnar ekki verið leitað sjónarmiða hennar auk þess sem að fréttamaður hafi ekki haft öll gögn málsins undir höndum. Taldi Arna að þetta væri brot á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar meðal annars um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er. Þá hafi kröfu hennar um leiðréttingu veri hafnað. Engin ástæða til að leita viðbragða hennar Í svari RÚV við kæru Örnu kom fram að mál Samherja hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, ummæli um svonefnda „skæruliðadeild“ hafi ítrekað verið notað í fjölmiðlaumfjöllun og ætti sér stoð í gögnum. Þá hafi ekki verið ástæða til að leita viðbragða Örnu vegna fréttarinnar. Í niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins segir að umrædd frétt fjalli um niðurstöðu Landsréttar, forsaga málsins sé stuttlega rakin með „vísan í orðalag sem margoft hefur verið notað í opinberri umræðu“. Þá styðji framkomin gögn að mati nefndarinnar þann gildisdóm sem fram kemur í þeirri setningu sem nefnd sé í kærunni. Að auki hafi ekkert kallað á að leitað væri til Örnu vegna fréttarinnar. Voru því Brynjólfur Þór og fréttastofa RÚV ekki talin brotleg gagnvart siðareglum BÍ í máli þessu.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent