Talið er að selja hafi átt vopnin.
Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að lögregluþjónar hafi gert atlögu íbúðinni eftir að upplýsingar hafi borist frá sérstakri sveit sem vinnur að því að vinna gegn því að ólögleg skotvopn rati á götur Englands.
https://news.met.police.uk/news/met-seize-large-number-of-3d-printed-firearm-components-455381
Tveir hafa verið handteknir vegna málsins. Annar þeirra er á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri.
Byssur sem þessar hafa verið nokkuð mikið milli tannanna um heiminn allan á undanförnum mánuðum og jafnvel árum en þeim virðist hafa farið fjölgandi. Þá er mjög auðvelt að verða sér út um leiðbeiningar um það hvernig hægt er að prenta svona byssur.
Commander Paul Brogden: "This operation demonstrates how we continue to relentlessly target those who attempt to put lethal firearms on the streets of London".
— Metropolitan Police (@metpoliceuk) October 12, 2022
Two men have been arrested on suspicion of firearm offences. They've been released on bail as investigation continues.
Sky News sagði frá því í sumar að þessar byssur væru farnar að sjást meira í Bretlandi. Þá sagði lögreglan í Lundunum að hald hefði verið lagt á fjórar þrívíddarprentaðar byssur.
Þá er vert að benda á nýleg mál hér á landi þar sem prentaðar byssur komu við sögu. Einn maður var skotinn með svona byssu í miðbænum í febrúar. Þá eru tveir menn grunaðir um að undirbúa hryðjuverk hér á landi og var hald lagt á þrívíddarprentuð skotvopn.