Tilþrifin: Tight birtist úr myrkrinu og tekur út þrjá Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2022 10:46 Tight á Elko tilþrifgærkvöldsins. Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Tight í liði Ten5ion sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. Tilþrif kvöldsins sýndi Tight um miðja viðureign þegar Ten5ion var undir gegn Breiðablik, 9-5. Flestir leikmenn leiksins höfðu þá safnast saman í kringum sprengjusvæði B á kortinu Vertigo, en reyksprengja gerði það að verkum að fæstir gátu séð hvað gekk á um stund. Þrátt fyrir sjónleysið tókst Tight að taka út LiLLehhh í gegnum reykinn og fylgdi því svo eftir með því að taka niður wNkr og viRuz þegar sjónin lagaðist á nýjan leik. Góð tilþrif Tight komu þó ekki í veg fyrir sigur Breiðabliks þar sem Tight og hans félagar í Ten5ion máttu að lokum þola enn eitt tapið, 16-9. Ten5ion er því enn án stiga á botni Ljósleiðaradeildarinnar eftir fimm leiki, en tilþrif Tight má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elko tilþrif: Tight birtist úr myrkrinu og tekur út þrjá Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn
Tilþrif kvöldsins sýndi Tight um miðja viðureign þegar Ten5ion var undir gegn Breiðablik, 9-5. Flestir leikmenn leiksins höfðu þá safnast saman í kringum sprengjusvæði B á kortinu Vertigo, en reyksprengja gerði það að verkum að fæstir gátu séð hvað gekk á um stund. Þrátt fyrir sjónleysið tókst Tight að taka út LiLLehhh í gegnum reykinn og fylgdi því svo eftir með því að taka niður wNkr og viRuz þegar sjónin lagaðist á nýjan leik. Góð tilþrif Tight komu þó ekki í veg fyrir sigur Breiðabliks þar sem Tight og hans félagar í Ten5ion máttu að lokum þola enn eitt tapið, 16-9. Ten5ion er því enn án stiga á botni Ljósleiðaradeildarinnar eftir fimm leiki, en tilþrif Tight má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elko tilþrif: Tight birtist úr myrkrinu og tekur út þrjá
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn