Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. október 2022 11:11 Úr Grímsvötnum. Myndin er úr safni, tekin í desember á síðasta ári. Vísir/RAX Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári. Fyrir um viku sjáist fyrstu merki þess á mælum Veðurstofunnar að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga og síðan þá hefur verið fylgst vel með svæðinu. Í gær var svo greint frá því að mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gæfu til kynna að vatn væri farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. „Við sjáum engin bein merki hlaupsins strax og búumst ekki við því að það sjáist á vatnshæðarmæli okkar í Gígjukvísl alveg strax en það merki sem mun sjást verður mögulega frekar lítið. Þetta er ekki stórt hlaup,“ segir Salomé Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Fyrstu merki hlaupsins á mælinu í Gígjukvísl sjást væntanlega í dag og hlaupið nær svo hámarki á morgun. Lág vatnsstaða í Grímsstöðum gerir það að verkum að hlaupið verður væntanlega ekki nema um fimmtungur á við síðasta hlaup. „Við höfum sett Grímsvötn á gulan fluglitakóðann okkar og það er vegna þess að það getur verið að þrýstingsléttir sem að verður á kvikuhólfinu þegar að íshellan sígur það getur verið að það virki sem gikkur og komi í rauninni gosi af stað. Það hefur gerst í sögunni en það er alls ekki gefið. Oftar hleypur án þess það gjósi í kjölfarið en við gerum þetta af því það eru auknar líkur í kjölfar hlaupsins.“ Hún segir erfitt að spá fyrir um hvort að það gjósi í framhaldi af þessu hlaupi en ef svo fer þá gerist það dagana og vikuna eftir að hlaupið nær hámarki. „Það hefur náttúrulega ekki gosið síðan 2011 og það hefur orðið aukinn þrýstingur í kvikuhólfinu. Þannig það má vænta þess að það séu meiri líkur heldur en til dæmis í fyrra af því af því þegar það líður meiri tími þá eykst þrýstingurinn. Þannig að við bara bíðum og sjáum hvort að þetta sé nægt.“ Grímsvötn Hlaup Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fyrir um viku sjáist fyrstu merki þess á mælum Veðurstofunnar að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga og síðan þá hefur verið fylgst vel með svæðinu. Í gær var svo greint frá því að mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gæfu til kynna að vatn væri farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. „Við sjáum engin bein merki hlaupsins strax og búumst ekki við því að það sjáist á vatnshæðarmæli okkar í Gígjukvísl alveg strax en það merki sem mun sjást verður mögulega frekar lítið. Þetta er ekki stórt hlaup,“ segir Salomé Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Fyrstu merki hlaupsins á mælinu í Gígjukvísl sjást væntanlega í dag og hlaupið nær svo hámarki á morgun. Lág vatnsstaða í Grímsstöðum gerir það að verkum að hlaupið verður væntanlega ekki nema um fimmtungur á við síðasta hlaup. „Við höfum sett Grímsvötn á gulan fluglitakóðann okkar og það er vegna þess að það getur verið að þrýstingsléttir sem að verður á kvikuhólfinu þegar að íshellan sígur það getur verið að það virki sem gikkur og komi í rauninni gosi af stað. Það hefur gerst í sögunni en það er alls ekki gefið. Oftar hleypur án þess það gjósi í kjölfarið en við gerum þetta af því það eru auknar líkur í kjölfar hlaupsins.“ Hún segir erfitt að spá fyrir um hvort að það gjósi í framhaldi af þessu hlaupi en ef svo fer þá gerist það dagana og vikuna eftir að hlaupið nær hámarki. „Það hefur náttúrulega ekki gosið síðan 2011 og það hefur orðið aukinn þrýstingur í kvikuhólfinu. Þannig það má vænta þess að það séu meiri líkur heldur en til dæmis í fyrra af því af því þegar það líður meiri tími þá eykst þrýstingurinn. Þannig að við bara bíðum og sjáum hvort að þetta sé nægt.“
Grímsvötn Hlaup Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29