Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Hólmfríður Gísladóttir, Ellen Geirsdóttir Håkansson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 10. október 2022 06:35 Mikil eyðilegging er í Kyiv höfuðborg Úkraínu eftir árásir Rússa í dag. Getty/Aktas Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð en þar er leikvöllur staðsettur. Að minnsta kosti 11 eru látnir og 64 særðir eftir árásina. Guardian greinir frá. Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði í yfirlýsingu á Telegram um klukkan 8.30 að staðartíma að nokkrar sprengjur hefðu lent í miðborginni. Þá segir Associated Press að heyrst hafi í eldflaugunum áður en þær sprungu. Úkraínska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun að Rússar hafi skotið 75 flugskeytum á Úkraínu en þeim hafi tekist að skjóta 41 þeirra niður. Vladímír Pútín, forseti Rússlands ávarpaði þjóð sína í morgun en hann er sagður hafa staðfest að árásir Rússa á innviði Úkraínu séu svar þeirra við árásinni á Kertsj-brúna. CNN greinir þó frá því að Úkraínumenn hafi ekki enn tekið ábyrgð á árásinni. Árás Rússa á Úkraínu hefur verið fordæmd af alþjóðasamfélaginu en hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu í kjölfar hennar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segi árásirnar jafngilda stríðsglæpum.
Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð en þar er leikvöllur staðsettur. Að minnsta kosti 11 eru látnir og 64 særðir eftir árásina. Guardian greinir frá. Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði í yfirlýsingu á Telegram um klukkan 8.30 að staðartíma að nokkrar sprengjur hefðu lent í miðborginni. Þá segir Associated Press að heyrst hafi í eldflaugunum áður en þær sprungu. Úkraínska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun að Rússar hafi skotið 75 flugskeytum á Úkraínu en þeim hafi tekist að skjóta 41 þeirra niður. Vladímír Pútín, forseti Rússlands ávarpaði þjóð sína í morgun en hann er sagður hafa staðfest að árásir Rússa á innviði Úkraínu séu svar þeirra við árásinni á Kertsj-brúna. CNN greinir þó frá því að Úkraínumenn hafi ekki enn tekið ábyrgð á árásinni. Árás Rússa á Úkraínu hefur verið fordæmd af alþjóðasamfélaginu en hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu í kjölfar hennar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segi árásirnar jafngilda stríðsglæpum.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira