„Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 11:31 FH-markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson öskrar sína menn áfram í bikarúrslitaleiknum á dögunum en þarna eru með honum þeir Ólafur Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson og Eggert Gunnþór Jónsson Vísir/Hulda Margrét Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. Stúkan tók fyrir FH-liðið eftir tapið í Vestmannaeyjum í síðustu umferð en eftir það var það ljóst að fram undan væri þessi leikur upp á líf og dauða á móti Leikni. FH situr í fallsætinu, er einu stigi á eftir Leikni og Skagamenn eru núna bara einu stigi á eftir sigur sinn á Fram um helgina. Leiknir getur því náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri og næstu tveir FH-inga eru á útivelli þar sem liðið hefur enn ekki fagnað sigri í sumar. Guðmundur Benediktsson var í hópi þeirra sem hrósaði FH-liðinu fyrir frammistöðuna í bikarúrslitaleiknum sem liðið tapaði naumlega í framlengingu. Klippa: Stúkan um stöðuna hjá FH-ingum eftir tapið í Eyjum „Alvaran tekur við aftur sem er bara barátta upp á líf og dauða. Þeir horfa upp á liðin í kringum sig, Leikni og ÍA, tapa bæði. Þetta er dauðafæri en enn og aftur ná þeir ekki að kveikja á sér almennilega,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Sagði bara hlutina eins og þeir eru Þorkell Máni Pétursson var ánægður með Sigurvin Ólafsson í viðtalinu eftir leikinn. „Hann sagði bara hlutina eins og þeir eru. Það er ekki hægt að ljúga að sér endalaust: Þetta er alltaf að verða betra, alltaf að verða betra. Það eru bara fjórir leikir eftir,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Stúkunni. „Staðreyndin er sú að næsti leikur er á móti Leikni á heimavelli. Þar hefur FH að vísu gengið vel en ef þeir tapa á móti Leikni á heimavelli þá eru þeir orðnir tveimur leikjum frá því að komast upp úr fallsæti,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta er stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn,“ skaut Gummi Ben inn í. Bjánaleg reglugerð „Þetta er miklu stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að búa til einhverja bjánalega reglugerð þarna niðri í Knattspyrnusambandi Íslands sem snýr að því að það er bara eitt lið sem fer upp en síðan fara næstu fjögur lið í eitthvað umspil,“ sagði Þorkell Máni. „Það verður því bara eitt öruggt sæti sem kemst upp úr næstefstu deild á næsta ári. Sem þýðir að þá getur bara hver sem er stolið hinu sætinu,“ sagði Þorkell Máni en liðið sem endar í fimmta sæti í B-deildinni gæti unnið umspilið og komist upp. „Það verður því enginn smá bardagi að reyna að koma sér þarna upp. Það er ekkert sjálfgefið,“ sagði Þorkell. Hér fyrir ofan má sjá umræðuna um FH-liðið um Stúkunni eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Stúkan tók fyrir FH-liðið eftir tapið í Vestmannaeyjum í síðustu umferð en eftir það var það ljóst að fram undan væri þessi leikur upp á líf og dauða á móti Leikni. FH situr í fallsætinu, er einu stigi á eftir Leikni og Skagamenn eru núna bara einu stigi á eftir sigur sinn á Fram um helgina. Leiknir getur því náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri og næstu tveir FH-inga eru á útivelli þar sem liðið hefur enn ekki fagnað sigri í sumar. Guðmundur Benediktsson var í hópi þeirra sem hrósaði FH-liðinu fyrir frammistöðuna í bikarúrslitaleiknum sem liðið tapaði naumlega í framlengingu. Klippa: Stúkan um stöðuna hjá FH-ingum eftir tapið í Eyjum „Alvaran tekur við aftur sem er bara barátta upp á líf og dauða. Þeir horfa upp á liðin í kringum sig, Leikni og ÍA, tapa bæði. Þetta er dauðafæri en enn og aftur ná þeir ekki að kveikja á sér almennilega,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Sagði bara hlutina eins og þeir eru Þorkell Máni Pétursson var ánægður með Sigurvin Ólafsson í viðtalinu eftir leikinn. „Hann sagði bara hlutina eins og þeir eru. Það er ekki hægt að ljúga að sér endalaust: Þetta er alltaf að verða betra, alltaf að verða betra. Það eru bara fjórir leikir eftir,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Stúkunni. „Staðreyndin er sú að næsti leikur er á móti Leikni á heimavelli. Þar hefur FH að vísu gengið vel en ef þeir tapa á móti Leikni á heimavelli þá eru þeir orðnir tveimur leikjum frá því að komast upp úr fallsæti,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta er stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn,“ skaut Gummi Ben inn í. Bjánaleg reglugerð „Þetta er miklu stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að búa til einhverja bjánalega reglugerð þarna niðri í Knattspyrnusambandi Íslands sem snýr að því að það er bara eitt lið sem fer upp en síðan fara næstu fjögur lið í eitthvað umspil,“ sagði Þorkell Máni. „Það verður því bara eitt öruggt sæti sem kemst upp úr næstefstu deild á næsta ári. Sem þýðir að þá getur bara hver sem er stolið hinu sætinu,“ sagði Þorkell Máni en liðið sem endar í fimmta sæti í B-deildinni gæti unnið umspilið og komist upp. „Það verður því enginn smá bardagi að reyna að koma sér þarna upp. Það er ekkert sjálfgefið,“ sagði Þorkell. Hér fyrir ofan má sjá umræðuna um FH-liðið um Stúkunni eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn