„Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 11:31 FH-markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson öskrar sína menn áfram í bikarúrslitaleiknum á dögunum en þarna eru með honum þeir Ólafur Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson og Eggert Gunnþór Jónsson Vísir/Hulda Margrét Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. Stúkan tók fyrir FH-liðið eftir tapið í Vestmannaeyjum í síðustu umferð en eftir það var það ljóst að fram undan væri þessi leikur upp á líf og dauða á móti Leikni. FH situr í fallsætinu, er einu stigi á eftir Leikni og Skagamenn eru núna bara einu stigi á eftir sigur sinn á Fram um helgina. Leiknir getur því náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri og næstu tveir FH-inga eru á útivelli þar sem liðið hefur enn ekki fagnað sigri í sumar. Guðmundur Benediktsson var í hópi þeirra sem hrósaði FH-liðinu fyrir frammistöðuna í bikarúrslitaleiknum sem liðið tapaði naumlega í framlengingu. Klippa: Stúkan um stöðuna hjá FH-ingum eftir tapið í Eyjum „Alvaran tekur við aftur sem er bara barátta upp á líf og dauða. Þeir horfa upp á liðin í kringum sig, Leikni og ÍA, tapa bæði. Þetta er dauðafæri en enn og aftur ná þeir ekki að kveikja á sér almennilega,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Sagði bara hlutina eins og þeir eru Þorkell Máni Pétursson var ánægður með Sigurvin Ólafsson í viðtalinu eftir leikinn. „Hann sagði bara hlutina eins og þeir eru. Það er ekki hægt að ljúga að sér endalaust: Þetta er alltaf að verða betra, alltaf að verða betra. Það eru bara fjórir leikir eftir,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Stúkunni. „Staðreyndin er sú að næsti leikur er á móti Leikni á heimavelli. Þar hefur FH að vísu gengið vel en ef þeir tapa á móti Leikni á heimavelli þá eru þeir orðnir tveimur leikjum frá því að komast upp úr fallsæti,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta er stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn,“ skaut Gummi Ben inn í. Bjánaleg reglugerð „Þetta er miklu stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að búa til einhverja bjánalega reglugerð þarna niðri í Knattspyrnusambandi Íslands sem snýr að því að það er bara eitt lið sem fer upp en síðan fara næstu fjögur lið í eitthvað umspil,“ sagði Þorkell Máni. „Það verður því bara eitt öruggt sæti sem kemst upp úr næstefstu deild á næsta ári. Sem þýðir að þá getur bara hver sem er stolið hinu sætinu,“ sagði Þorkell Máni en liðið sem endar í fimmta sæti í B-deildinni gæti unnið umspilið og komist upp. „Það verður því enginn smá bardagi að reyna að koma sér þarna upp. Það er ekkert sjálfgefið,“ sagði Þorkell. Hér fyrir ofan má sjá umræðuna um FH-liðið um Stúkunni eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Stúkan tók fyrir FH-liðið eftir tapið í Vestmannaeyjum í síðustu umferð en eftir það var það ljóst að fram undan væri þessi leikur upp á líf og dauða á móti Leikni. FH situr í fallsætinu, er einu stigi á eftir Leikni og Skagamenn eru núna bara einu stigi á eftir sigur sinn á Fram um helgina. Leiknir getur því náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri og næstu tveir FH-inga eru á útivelli þar sem liðið hefur enn ekki fagnað sigri í sumar. Guðmundur Benediktsson var í hópi þeirra sem hrósaði FH-liðinu fyrir frammistöðuna í bikarúrslitaleiknum sem liðið tapaði naumlega í framlengingu. Klippa: Stúkan um stöðuna hjá FH-ingum eftir tapið í Eyjum „Alvaran tekur við aftur sem er bara barátta upp á líf og dauða. Þeir horfa upp á liðin í kringum sig, Leikni og ÍA, tapa bæði. Þetta er dauðafæri en enn og aftur ná þeir ekki að kveikja á sér almennilega,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Sagði bara hlutina eins og þeir eru Þorkell Máni Pétursson var ánægður með Sigurvin Ólafsson í viðtalinu eftir leikinn. „Hann sagði bara hlutina eins og þeir eru. Það er ekki hægt að ljúga að sér endalaust: Þetta er alltaf að verða betra, alltaf að verða betra. Það eru bara fjórir leikir eftir,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Stúkunni. „Staðreyndin er sú að næsti leikur er á móti Leikni á heimavelli. Þar hefur FH að vísu gengið vel en ef þeir tapa á móti Leikni á heimavelli þá eru þeir orðnir tveimur leikjum frá því að komast upp úr fallsæti,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta er stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn,“ skaut Gummi Ben inn í. Bjánaleg reglugerð „Þetta er miklu stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að búa til einhverja bjánalega reglugerð þarna niðri í Knattspyrnusambandi Íslands sem snýr að því að það er bara eitt lið sem fer upp en síðan fara næstu fjögur lið í eitthvað umspil,“ sagði Þorkell Máni. „Það verður því bara eitt öruggt sæti sem kemst upp úr næstefstu deild á næsta ári. Sem þýðir að þá getur bara hver sem er stolið hinu sætinu,“ sagði Þorkell Máni en liðið sem endar í fimmta sæti í B-deildinni gæti unnið umspilið og komist upp. „Það verður því enginn smá bardagi að reyna að koma sér þarna upp. Það er ekkert sjálfgefið,“ sagði Þorkell. Hér fyrir ofan má sjá umræðuna um FH-liðið um Stúkunni eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki