Var þetta þriðji byrjunarliðsleikur Willums í röð fyrir Eagles, eftir að hann jafnaði sig á meiðslum. Willum skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Ajax í síðustu umferð ásamt því að leggja upp mark í 2-0 sigri Eagles gegn FC Emmen þar á undan.
Alls hefur Willum leikið 4 leiki fyrir Eagles og skorað í þeim eitt mark ásamt því að leggja upp annað.
Jafnteflið í dag þýðir að bæði lið fara í átta stig eftir fyrstu níu umferðarinnar. Go Ahead Eagles er í 12. sæti á meðan Cambuur er í 13. sæti.
Næsti leikur Willums og félaga í Eagles er gegn Heerenveen næsta laugardag.