Staðan var jöfn, 13-13, í hálfleik en heimakonur náðu forystunni í upphafi seinni hálfleiks og létu hana ekki að hendi.
Liðin eigast við í seinni leik viðureignarinnar annað kvöld en báðir leikirnir verða spilaðir ytra.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst hjá Val með átta mörk, Hildigunnur Einarsdóttir kom næst með sex mörk og Mariam Eradze skilaði fimm mörkum fyrir Hlíðarendaliðið.
Elín Rósa Magnúsdóttir og Sigríður Hauksdóttir skoruðu svo tvö mörk hvor og Hildur Björnsdóttir, Morgan Marie Þorkelsdóttir og Thea Imani Sturludóttir sitt markið hver.