Óttast að sjór gangi aftur á land í óveðrinu á sunnudag Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2022 22:14 Stutt er síðan sjór gekk síðast á land á Akureyri. Vísir/Tryggvi Óttast er að sjór geti gengið á land á Akureyri á sunnudag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna þessa. Spáð er afar slæmu veðri á sunnudag og hefur aðgerðastjórn Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar verið virkjuð. Stutt er síðan sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar á Akureyri 25. september síðastliðinn og olli miklu tjóni. Talið er að sambærilegar aðstæður geti myndast um næstu helgi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Stórstreymt er á sunnudagskvöld og spáð talsverðri ölduhæð. Veðurstofa Íslands spáir norðan 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina og annars snjókomu. Stórstreymt verður á sunnudagskvöld og er spáð talsverðri ölduhæð. Jafnframt eru miklar líkur sagðar á að ísing setjist á raflínur og valdi truflunum á afhendingu rafmagns. Staðan klukkan 20 á sunnudag.Veðurstofan Ýmist gul eða appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi í nær öllum landshlutum á sunnudag. Miklar líkur eru á að færð spillist og ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi á Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi fram á mánudagsmorgun. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Landhelgisgæslan hefur sömuleiðis vakið athygli á afar slæmri veðurspá á sunnudag og fram á mánudag. Gera megi ráð fyrir talsverðri ölduhæð og áhlaðanda við ströndina norðan- og austanlands. „Þá er stórstreymt á mánudag og gæti sjávarstaða því orðið nokkuð hærri en sjávarfallaútreikningar segja til um. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við ströndina þar sem sjór getur gengið á land ásamt því að hugað verði að bátum í höfnum,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar. Unnið að viðgerðum á varnargörðum Fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ að gengið hafi verið úr skugga um að niðurföll og holræsakerfi séu opin og án fyrirstöðu á Oddeyri og víðar í bænum. Sömuleiðis hafi verið unnið að viðgerðum á varnargörðum eins og hægt sé og áhersla lögð á að Norðurorka hafi varaafl ef til rafmagnstruflana komi. „Reikna má með að vatnsveðrið valdi miklu álagi á allt fráveitukerfi bæjarins og gangi þessi slæma veðurspá eftir, mun veðrið að öllum líkindum hafa vandræði í för með sér víðar um bæinn en á Oddeyri og Óseyri. Nægur mannskapur verður til taks og hefur hann yfir að ráða öllum þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er við þær aðstæður sem kunna að skapast, vel útbúnum bílum og vinnuvélum.“ Að lokum er tekið fram að neyðarstjórn Norðurorku hafi verið virkjuð og starfsmenn Akureyrarbæjar séu í viðbragðsstöðu. Akureyri Veður Tengdar fréttir Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Stutt er síðan sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar á Akureyri 25. september síðastliðinn og olli miklu tjóni. Talið er að sambærilegar aðstæður geti myndast um næstu helgi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Stórstreymt er á sunnudagskvöld og spáð talsverðri ölduhæð. Veðurstofa Íslands spáir norðan 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina og annars snjókomu. Stórstreymt verður á sunnudagskvöld og er spáð talsverðri ölduhæð. Jafnframt eru miklar líkur sagðar á að ísing setjist á raflínur og valdi truflunum á afhendingu rafmagns. Staðan klukkan 20 á sunnudag.Veðurstofan Ýmist gul eða appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi í nær öllum landshlutum á sunnudag. Miklar líkur eru á að færð spillist og ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi á Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi fram á mánudagsmorgun. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Landhelgisgæslan hefur sömuleiðis vakið athygli á afar slæmri veðurspá á sunnudag og fram á mánudag. Gera megi ráð fyrir talsverðri ölduhæð og áhlaðanda við ströndina norðan- og austanlands. „Þá er stórstreymt á mánudag og gæti sjávarstaða því orðið nokkuð hærri en sjávarfallaútreikningar segja til um. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við ströndina þar sem sjór getur gengið á land ásamt því að hugað verði að bátum í höfnum,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar. Unnið að viðgerðum á varnargörðum Fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ að gengið hafi verið úr skugga um að niðurföll og holræsakerfi séu opin og án fyrirstöðu á Oddeyri og víðar í bænum. Sömuleiðis hafi verið unnið að viðgerðum á varnargörðum eins og hægt sé og áhersla lögð á að Norðurorka hafi varaafl ef til rafmagnstruflana komi. „Reikna má með að vatnsveðrið valdi miklu álagi á allt fráveitukerfi bæjarins og gangi þessi slæma veðurspá eftir, mun veðrið að öllum líkindum hafa vandræði í för með sér víðar um bæinn en á Oddeyri og Óseyri. Nægur mannskapur verður til taks og hefur hann yfir að ráða öllum þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er við þær aðstæður sem kunna að skapast, vel útbúnum bílum og vinnuvélum.“ Að lokum er tekið fram að neyðarstjórn Norðurorku hafi verið virkjuð og starfsmenn Akureyrarbæjar séu í viðbragðsstöðu.
Akureyri Veður Tengdar fréttir Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53
Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57
Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32
Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55