Villtum dýrum í Evrópu fjölgar á ný Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. október 2022 16:18 Úlfur í nágrenni Puebla de Sanabria á Spáni Miguel A. Quintas/Getty Images Aðgerðir til að fyrirbyggja útrýmingu villtra dýra hafa gefist afar vel á síðustu áratugum og nú er svo komið að dýr sem fyrir fáum áratugum voru í útrýmingarhættu farnast vel í villtri náttúru Evrópu. Evrópusambandið hyggst setja aðildarríkjum sínum enn strangari kröfur til að styrkja tilvist villtra dýra. Fjöldi villtra dýrategunda í útrýmingarhættu Mannskepnan hefur öldum saman stundað gegndarlausar veiðar á villtum dýrum náttúrunnar. Svo gegndarlausar að um miðbik síðustu aldar var fjöldinn allur af villtum dýrum í alvarlegri útrýmingarhættu. Fyrir hálfri öld er eins og stjórnvöld víða um Evrópu hafi vaknað upp við vondan draum og ákveðið að snúa við blaðinu. Og það virðist vera að skila góðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu um endurheimt villtra dýra í Evrópu, sem nú kemur út í 2. sinn. Úlfum fjölgar gríðarlega í Evrópu Einna bestur og mestur viðsnúningur hefur verið á tilvist gráúlfsins, sem hefur verið ráðandi hunddýr á jörðinni í þúsundir ára, en í byrjun 8. áratugarins hafði manninum næstum tekist að útrýma honum í Evrópu, örfáir úlfar voru þá á lífi á afmörkuðum svæðum í Suður- og norðaustur-Evrópu. Sett var veiðibann á úlfinn og markvissar aðgerðir settar í gang. Síðan þá hefur honum fjölgað um 1.800% og nú er talið að 17.000 úlfar finnist á meginlandi Evrópu. Annað dæmi um jákvæða þróun er fjölgun hafarnarins í Evrópu. Nú er talið að 12.500 hafarnarpör fljúgi um Evrópu, og hefur fjölgað um 450% á síðustu 50 árum. Það má aðallega þakka veiðibanni og banni á hættulegu skordýraeitri. Fleiri dæmi mætti nefna, um miðja síðustu öld voru einungis 1.200 bjórar á lífi í Evrópu, þá var sett á veiðibann og gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga þeim og sleppa þeim í votlendi víða í Evrópu. Nú finnast 200.000 bjórar í Evrópu sem þýðir fjölgun upp á 16.700% Þá hefur skógarbjörnum fjölgað á sama tíma um nær 50% og nú er talið að yfir 50.000 skógarbirnir lifi á meginlandi Evrópu. Evrópusambandið kynnir nýjar aðgerðir Evrópusambandið kynnti í sumar tillögur að umfangsmikilli lagasetningu til að takast á við fækkun villtra dýra í náttúrunni. Samkvæmt þeim verður öllum aðildarríkjum sambandsins gert að setja löglega bindandi markmið um að endurheimta og styrkja villt dýralíf í lofti, á láði og legi. Umhverfismál Dýr Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Fjöldi villtra dýrategunda í útrýmingarhættu Mannskepnan hefur öldum saman stundað gegndarlausar veiðar á villtum dýrum náttúrunnar. Svo gegndarlausar að um miðbik síðustu aldar var fjöldinn allur af villtum dýrum í alvarlegri útrýmingarhættu. Fyrir hálfri öld er eins og stjórnvöld víða um Evrópu hafi vaknað upp við vondan draum og ákveðið að snúa við blaðinu. Og það virðist vera að skila góðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu um endurheimt villtra dýra í Evrópu, sem nú kemur út í 2. sinn. Úlfum fjölgar gríðarlega í Evrópu Einna bestur og mestur viðsnúningur hefur verið á tilvist gráúlfsins, sem hefur verið ráðandi hunddýr á jörðinni í þúsundir ára, en í byrjun 8. áratugarins hafði manninum næstum tekist að útrýma honum í Evrópu, örfáir úlfar voru þá á lífi á afmörkuðum svæðum í Suður- og norðaustur-Evrópu. Sett var veiðibann á úlfinn og markvissar aðgerðir settar í gang. Síðan þá hefur honum fjölgað um 1.800% og nú er talið að 17.000 úlfar finnist á meginlandi Evrópu. Annað dæmi um jákvæða þróun er fjölgun hafarnarins í Evrópu. Nú er talið að 12.500 hafarnarpör fljúgi um Evrópu, og hefur fjölgað um 450% á síðustu 50 árum. Það má aðallega þakka veiðibanni og banni á hættulegu skordýraeitri. Fleiri dæmi mætti nefna, um miðja síðustu öld voru einungis 1.200 bjórar á lífi í Evrópu, þá var sett á veiðibann og gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga þeim og sleppa þeim í votlendi víða í Evrópu. Nú finnast 200.000 bjórar í Evrópu sem þýðir fjölgun upp á 16.700% Þá hefur skógarbjörnum fjölgað á sama tíma um nær 50% og nú er talið að yfir 50.000 skógarbirnir lifi á meginlandi Evrópu. Evrópusambandið kynnir nýjar aðgerðir Evrópusambandið kynnti í sumar tillögur að umfangsmikilli lagasetningu til að takast á við fækkun villtra dýra í náttúrunni. Samkvæmt þeim verður öllum aðildarríkjum sambandsins gert að setja löglega bindandi markmið um að endurheimta og styrkja villt dýralíf í lofti, á láði og legi.
Umhverfismál Dýr Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira