33 prósenta hækkun en aðrir í verri stöðu Snorri Másson skrifar 6. október 2022 23:31 Augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur. Frá því í maí á síðasta ári hafa meginvextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 5,75%. Áhrifin á lífsafkomu venjulegs fólks eru veruleg. Dæmi um það má finna hjá sjálfum varaformanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann tók í maí lán upp á 50 milljónir króna, óverðtryggt með breytilegum vöxtum, og síðan hafa þrjár vaxtahækkanir verið tilkynntar. „Sú síðasta tekur gildi í nóvember. Þá mun greiðslubyrðin fara í 300 þúsund krónur en hún var 225.000 krónur þegar lánið var tekið samkvæmt lántökuforsendum. Þetta þýðir hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði um 75.000 krónur, sem er þriðjungur af því sem hún var í upphafi,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.stöð 2 Guðmundur segir þetta rétt svo þolanlegt og getur brúað bilið með því að ganga á sparnaðinn á meðan hann endist, en það geta ekki allir. „Ég hef heyrt mikið verri dæmi hjá þeim sem eru með öðruvísi forsendur þar sem þetta er jafnvel yfir 100.000 krónum á mánuði. Það er bara ekkert sem venjulegt heimili á aukalega í sínu heimilisbókhaldi. Ég held að það sé augljóst að einhverjir muni ekki ráða við þetta,“ segir Guðmundur. Líður eins og þetta sé gildra Áhyggjurnar eru ekki minni hjá öðrum skuldurum sem fréttastofa hefur rætt við. Einn borgaði 118 þúsund krónur á mánuði þegar hann keypti íbúð fyrir tveimur árum og borgar nú 207 þúsund krónur. Maður fær á tilfinninguna að maður hafi verið leiddur í gildru segir viðkomandi. Annar borgaði fyrir nokkrum mánuðum 157.000 krónur á mánuði, nú 240 þúsund krónur. Launin hafa ekki hækkað með - og viðkomandi spyr: Er hægt að lifa á þessu? Sá þriðji borgaði fyrr á þessu ári 129 þúsund krónur og sér nú fram á að borga meira en 180.000 krónur. Þeir taka líklega undir með Guðmundi, sem segir: „Ég bind bara einfaldlega vonir við að þetta ástand verði ekki langvarandi.“ Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld: Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Frá því í maí á síðasta ári hafa meginvextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 5,75%. Áhrifin á lífsafkomu venjulegs fólks eru veruleg. Dæmi um það má finna hjá sjálfum varaformanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann tók í maí lán upp á 50 milljónir króna, óverðtryggt með breytilegum vöxtum, og síðan hafa þrjár vaxtahækkanir verið tilkynntar. „Sú síðasta tekur gildi í nóvember. Þá mun greiðslubyrðin fara í 300 þúsund krónur en hún var 225.000 krónur þegar lánið var tekið samkvæmt lántökuforsendum. Þetta þýðir hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði um 75.000 krónur, sem er þriðjungur af því sem hún var í upphafi,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.stöð 2 Guðmundur segir þetta rétt svo þolanlegt og getur brúað bilið með því að ganga á sparnaðinn á meðan hann endist, en það geta ekki allir. „Ég hef heyrt mikið verri dæmi hjá þeim sem eru með öðruvísi forsendur þar sem þetta er jafnvel yfir 100.000 krónum á mánuði. Það er bara ekkert sem venjulegt heimili á aukalega í sínu heimilisbókhaldi. Ég held að það sé augljóst að einhverjir muni ekki ráða við þetta,“ segir Guðmundur. Líður eins og þetta sé gildra Áhyggjurnar eru ekki minni hjá öðrum skuldurum sem fréttastofa hefur rætt við. Einn borgaði 118 þúsund krónur á mánuði þegar hann keypti íbúð fyrir tveimur árum og borgar nú 207 þúsund krónur. Maður fær á tilfinninguna að maður hafi verið leiddur í gildru segir viðkomandi. Annar borgaði fyrir nokkrum mánuðum 157.000 krónur á mánuði, nú 240 þúsund krónur. Launin hafa ekki hækkað með - og viðkomandi spyr: Er hægt að lifa á þessu? Sá þriðji borgaði fyrr á þessu ári 129 þúsund krónur og sér nú fram á að borga meira en 180.000 krónur. Þeir taka líklega undir með Guðmundi, sem segir: „Ég bind bara einfaldlega vonir við að þetta ástand verði ekki langvarandi.“ Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld:
Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent