Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2022 16:37 Britain's Prime Minister Liz Truss makes a speech at the Conservative Party conference at the ICC in Birmingham, England, Wednesday, Oct. 5, 2022. (AP Photo/Kirsty Wigglesworth) AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ Stöðva þurfti ræðu forsætisráðherrans á einum tímapunkti eftir að mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að henni og héldu á borða sem á stóð: „Hver kaus þetta?“ Í færslu á Twitter greindi hópurinn frá því að þau væru að mótmæla því að Truss hafi „tætt“ loforð í stefnuyfirlýsingum flokksins þegar kemur að umhverfismálum. Stöðva þurfti ræðuna þegar mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að Truss. AP/Kristy Wigglesworth Ríkisstjórn Truss hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu vikur vegna stefnu þeirra í efnahagsmálum en Truss og fjármálaráðherra hennar, Kwasi Kwarteng, tilkynntu á mánudag að þau hefðu ákveðið að falla frá umdeildum tekjuskattslækkunum. „Ég er staðráðin í því að koma Bretlandi af stað, að koma okkur í gegnum storminn og koma okkur á sterkari grunn sem þjóð,“ sagði Truss í ræðu sinni og bætti við að vissulega myndu einhverjar raskanir fylgja því. Þó allir séu ekki samþykkir muni allir njóta góðs af niðurstöðunni. Prime minister Liz Truss said the scale of the challenge is 'immense' as she mentioned the war in Europe, the aftermath of COVID and a global economic crisis.Here's some of the highlights from the PM's speech https://t.co/PW2CxVFlnu pic.twitter.com/AJujNbimb3— Sky News (@SkyNews) October 5, 2022 Hún sagði þau hafa hlustað á fólkið en athygli vakti að í hálftíma ræðu minntist hún ekkert á hækkun bóta í takt við verðbólgu, sem fjölmargir hafa kallað eftir, en Bretar sjá fram á orkukreppu í vetur með gríðarlega mikilli verðbólgu á næstu mánuðum. Bæði þingmenn stjórnarandstöðunnar og þingmenn Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Truss harðlega á síðustu dögum en í ræðu sinni í dag sagðist Truss ekki ætla að leyfa stjórnarandstöðunni að halda aftur af þeim. Þá stæði ríkisstjórnin sterk og bað hún þingmenn um að treysta henni fyrir framhaldinu. Rachel Reeves, skuggafjármálaráðherra Bretlands, sagði í kjölfar ræðunnar að það væri mikilvægast á þessum tímapunkti fyrir ríkisstjórn Truss að endurskoða fjármálaáætlun þeirra þegar þingið kemur saman í næstu viku til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Liz Truss should follow Labour s plan to replace business rates with a fairer system.She should back our Green Prosperity Plan for good jobs across Britain.But most urgently she must reverse her kamikaze Budget to stabilise our economy. 3/3— Rachel Reeves (@RachelReevesMP) October 5, 2022 Bretland Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Stöðva þurfti ræðu forsætisráðherrans á einum tímapunkti eftir að mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að henni og héldu á borða sem á stóð: „Hver kaus þetta?“ Í færslu á Twitter greindi hópurinn frá því að þau væru að mótmæla því að Truss hafi „tætt“ loforð í stefnuyfirlýsingum flokksins þegar kemur að umhverfismálum. Stöðva þurfti ræðuna þegar mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að Truss. AP/Kristy Wigglesworth Ríkisstjórn Truss hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu vikur vegna stefnu þeirra í efnahagsmálum en Truss og fjármálaráðherra hennar, Kwasi Kwarteng, tilkynntu á mánudag að þau hefðu ákveðið að falla frá umdeildum tekjuskattslækkunum. „Ég er staðráðin í því að koma Bretlandi af stað, að koma okkur í gegnum storminn og koma okkur á sterkari grunn sem þjóð,“ sagði Truss í ræðu sinni og bætti við að vissulega myndu einhverjar raskanir fylgja því. Þó allir séu ekki samþykkir muni allir njóta góðs af niðurstöðunni. Prime minister Liz Truss said the scale of the challenge is 'immense' as she mentioned the war in Europe, the aftermath of COVID and a global economic crisis.Here's some of the highlights from the PM's speech https://t.co/PW2CxVFlnu pic.twitter.com/AJujNbimb3— Sky News (@SkyNews) October 5, 2022 Hún sagði þau hafa hlustað á fólkið en athygli vakti að í hálftíma ræðu minntist hún ekkert á hækkun bóta í takt við verðbólgu, sem fjölmargir hafa kallað eftir, en Bretar sjá fram á orkukreppu í vetur með gríðarlega mikilli verðbólgu á næstu mánuðum. Bæði þingmenn stjórnarandstöðunnar og þingmenn Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Truss harðlega á síðustu dögum en í ræðu sinni í dag sagðist Truss ekki ætla að leyfa stjórnarandstöðunni að halda aftur af þeim. Þá stæði ríkisstjórnin sterk og bað hún þingmenn um að treysta henni fyrir framhaldinu. Rachel Reeves, skuggafjármálaráðherra Bretlands, sagði í kjölfar ræðunnar að það væri mikilvægast á þessum tímapunkti fyrir ríkisstjórn Truss að endurskoða fjármálaáætlun þeirra þegar þingið kemur saman í næstu viku til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Liz Truss should follow Labour s plan to replace business rates with a fairer system.She should back our Green Prosperity Plan for good jobs across Britain.But most urgently she must reverse her kamikaze Budget to stabilise our economy. 3/3— Rachel Reeves (@RachelReevesMP) October 5, 2022
Bretland Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent