„Gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. október 2022 07:02 Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á honum þegar hann gekk til liðs við Breiðablik frá Mjøndalen í Noregi fyrir tímabilið, en hann hefur heldur betur sannað sig. „Það voru nokkrir sem töluðu um að ég væri ekki nógu góður fyrir Breiðablik þannig að það er gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja. Það er bara gaman,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. Hann segir einnig að hlutirnir hafi smollið saman þegar hann fór að spila fyrir þá grænklæddu í Kópavoginum. „Það breytist nú voðalega lítið. Ég er bara búinn að vera að æfa mjög mikið frá því að ég var polli og frá því að þú tókst viðtal við mig held ég bara,“ sagði Dagur við hinn margreynda íþróttefréttamann Guðjón Guðmundsson, Gaupa. „Þetta svolítið datt bara fyrir mann loksins. Þetta eru búin að vera fimm ár af smá brasi, en maður er búinn að læra helling. Síðan small þetta bara allt saman hjá Breiðablik sem er bara gaman.“ Þá segir Dagur að markmiðið sé auðvitað að fara aftur út í atvinnumennsku. „Maður er alltaf með það markmið að ætla að fara út í atvinnumennsku aftur. Við sjáum bara hvað gerist. Kannski gerist það einhverntíman, en ég er svo sem ekkert að flýta mér með það. Ég er samningsbundinn Breiðabliki til 2024 og það er bara virkilega gaman.“ Klippa: Dagur Dan hefur stolið senunni í Bestu-deildinni Dagur var einnig spurður að því hvort hann hafi séð það fyrir áður en tímabilið hófst að hann yrði einn af albestu leikmönnum tímabilsins. Dagur var þó hógværðin uppmáluð og sagði að það væri annarra að meta hvort hann hafi virkilega verið með betri leikmönnum deildarinnar í sumar. „Það er þitt að meta. Ég reyni bara að spila hvern leik og reyni að spila hann virkilega vel. Það hefur gengið mjög vel hingað til. Það er bara gaman að maður sé að gera eitthvað rétt.“ „Þetta er besta liðsheild sem ég hef verið í. Þetta eru frábærir strákar og við erum allir mjög góðir vinir og náum vel saman. Ég myndi hoppa fyrir byssukúlu fyrir þá alla.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
„Það voru nokkrir sem töluðu um að ég væri ekki nógu góður fyrir Breiðablik þannig að það er gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja. Það er bara gaman,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. Hann segir einnig að hlutirnir hafi smollið saman þegar hann fór að spila fyrir þá grænklæddu í Kópavoginum. „Það breytist nú voðalega lítið. Ég er bara búinn að vera að æfa mjög mikið frá því að ég var polli og frá því að þú tókst viðtal við mig held ég bara,“ sagði Dagur við hinn margreynda íþróttefréttamann Guðjón Guðmundsson, Gaupa. „Þetta svolítið datt bara fyrir mann loksins. Þetta eru búin að vera fimm ár af smá brasi, en maður er búinn að læra helling. Síðan small þetta bara allt saman hjá Breiðablik sem er bara gaman.“ Þá segir Dagur að markmiðið sé auðvitað að fara aftur út í atvinnumennsku. „Maður er alltaf með það markmið að ætla að fara út í atvinnumennsku aftur. Við sjáum bara hvað gerist. Kannski gerist það einhverntíman, en ég er svo sem ekkert að flýta mér með það. Ég er samningsbundinn Breiðabliki til 2024 og það er bara virkilega gaman.“ Klippa: Dagur Dan hefur stolið senunni í Bestu-deildinni Dagur var einnig spurður að því hvort hann hafi séð það fyrir áður en tímabilið hófst að hann yrði einn af albestu leikmönnum tímabilsins. Dagur var þó hógværðin uppmáluð og sagði að það væri annarra að meta hvort hann hafi virkilega verið með betri leikmönnum deildarinnar í sumar. „Það er þitt að meta. Ég reyni bara að spila hvern leik og reyni að spila hann virkilega vel. Það hefur gengið mjög vel hingað til. Það er bara gaman að maður sé að gera eitthvað rétt.“ „Þetta er besta liðsheild sem ég hef verið í. Þetta eru frábærir strákar og við erum allir mjög góðir vinir og náum vel saman. Ég myndi hoppa fyrir byssukúlu fyrir þá alla.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira