Meinlaust eða hyldjúpt og óbrúanlegt kynjamisrétti? Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar 4. október 2022 09:31 Vitundarvakningunni Meinlaust? er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Vitundarvakningin er eitt verkefna í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2020 – 2023. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er með útbreiddustu vandamálum heims, hún á sér margar birtingarmyndir og hefur víðtækar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Í vitundarvakningunni er áhersla lögð á hegðun sem mörg telja saklausa og er ætlunin að draga fram samfélagslegt mynstur sem er alls ekki eins meinlaust og halda mætti. Fimm árum eftir #metoo Í upphafi #metoo byltingarinnar haustið 2017 birtu um 900 íslenskar konur sögur sínar opinberlega. Sögurnar endurspegla kynjamisrétti, þ.e. valdaójafnvægi kynjanna, sem birtist í bæði kerfisbundinni og endurtekinni áreitni. Konur sem tilheyra jaðarsettum hópum eru í enn meiri áhættu, svo sem fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Karlar hafa einnig lýst áreitni en því miður hefur vandamálið enn beina fylgni við valdaójafnvægi kynjanna í samfélaginu. Áreitnin er af ýmsum toga, ýmist eða bæði kynbundin eða kynferðisleg. Fimm árum eftir upphaf #metoo byltingarinnar heyrum við enn nánast daglega sögur um kynbundna og kynferðislega áreitni í daglegu lífi, námi eða starfi. Vitundarvakning og fræðsla Í vitundarvakningunni Meinlaust? eru frásagnir úr íslensku samfélagi endursagðar í formi myndasagna og fólk er hvatt til að taka þátt í umræðunni og deila eigin reynslu undir myllumerkinu #meinlaust eða með því að merkja @meinlaust. Jafnréttisstofa hefur auk þess útbúið fræðslu fyrir vinnustaði sem nefndist KÁ vitinn og er markmið fræðslunnar fyrirbyggjandi ráðstöfun, þ.e. að starfsfólk og stjórnendur þekki birtingarmyndir og afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun. Lögð er áhersla á aukna vitund og kynntir eru sex vitar sem vinnustaðir geta nýtt sér til að búa til betra starfsumhverfi og opnari umræðu um málefnið. Sérstök áhersla er einnig lögð á ábyrgð stjórnenda og mikilvægi góðrar vinnustaðamenningar. Opnum augun „Kynjamisréttið er hyldjúpt og óbrúanlegt“ sagði í bókadómi sem ég las nýverið frá árinu 1986 og um leið furðaði sá sem það ritaði sig á því að jafnréttisboðskapur síðustu ára hefði greinilega ekki rist djúpt. Ég notaði þessi orð í titli greinarinnar því nú árið 2022 virðist enn ærið verk að vinna. Opnum augun fyrir vandamálinu í stað þess að horfa á eftir því í hyldjúpa gjá sem hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, vinnustaði og samfélagið allt. Þekkjum birtingarmyndirnar og verum meðvituð gagnvart einu útbreiddasta vandamáli heimsins. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er aldrei meinlaus. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Jafnréttismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Vitundarvakningunni Meinlaust? er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Vitundarvakningin er eitt verkefna í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2020 – 2023. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er með útbreiddustu vandamálum heims, hún á sér margar birtingarmyndir og hefur víðtækar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Í vitundarvakningunni er áhersla lögð á hegðun sem mörg telja saklausa og er ætlunin að draga fram samfélagslegt mynstur sem er alls ekki eins meinlaust og halda mætti. Fimm árum eftir #metoo Í upphafi #metoo byltingarinnar haustið 2017 birtu um 900 íslenskar konur sögur sínar opinberlega. Sögurnar endurspegla kynjamisrétti, þ.e. valdaójafnvægi kynjanna, sem birtist í bæði kerfisbundinni og endurtekinni áreitni. Konur sem tilheyra jaðarsettum hópum eru í enn meiri áhættu, svo sem fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Karlar hafa einnig lýst áreitni en því miður hefur vandamálið enn beina fylgni við valdaójafnvægi kynjanna í samfélaginu. Áreitnin er af ýmsum toga, ýmist eða bæði kynbundin eða kynferðisleg. Fimm árum eftir upphaf #metoo byltingarinnar heyrum við enn nánast daglega sögur um kynbundna og kynferðislega áreitni í daglegu lífi, námi eða starfi. Vitundarvakning og fræðsla Í vitundarvakningunni Meinlaust? eru frásagnir úr íslensku samfélagi endursagðar í formi myndasagna og fólk er hvatt til að taka þátt í umræðunni og deila eigin reynslu undir myllumerkinu #meinlaust eða með því að merkja @meinlaust. Jafnréttisstofa hefur auk þess útbúið fræðslu fyrir vinnustaði sem nefndist KÁ vitinn og er markmið fræðslunnar fyrirbyggjandi ráðstöfun, þ.e. að starfsfólk og stjórnendur þekki birtingarmyndir og afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun. Lögð er áhersla á aukna vitund og kynntir eru sex vitar sem vinnustaðir geta nýtt sér til að búa til betra starfsumhverfi og opnari umræðu um málefnið. Sérstök áhersla er einnig lögð á ábyrgð stjórnenda og mikilvægi góðrar vinnustaðamenningar. Opnum augun „Kynjamisréttið er hyldjúpt og óbrúanlegt“ sagði í bókadómi sem ég las nýverið frá árinu 1986 og um leið furðaði sá sem það ritaði sig á því að jafnréttisboðskapur síðustu ára hefði greinilega ekki rist djúpt. Ég notaði þessi orð í titli greinarinnar því nú árið 2022 virðist enn ærið verk að vinna. Opnum augun fyrir vandamálinu í stað þess að horfa á eftir því í hyldjúpa gjá sem hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, vinnustaði og samfélagið allt. Þekkjum birtingarmyndirnar og verum meðvituð gagnvart einu útbreiddasta vandamáli heimsins. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er aldrei meinlaus. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun