Búast má við vexti í ám og lækjum á Austfjörðum í nótt. Auknar líkur verða á skriðuföllum og grjóthruni.
Á morgun má búast við því sama á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun vegna talsverðrar eða mikillar rigninar tekur gildi klukkan 15 og gildir til klukkan 08 á miðvikudag. Á Ströndum og Norðurlandi vestra mun sama viðvörun vera í gildi milli klukkan 16 á morgun og klukkan 18 á miðvikudag.
Þá er búist við allhvassri norðanátt (13-18 m/s) með rigningu nærri sjávarmáli á Vestfjörðum. Slyddu eða snjókomu á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum. Gul viðvörun verður í gildi milli klukkan 20 á morgun og klukkan 10 á miðvikudag.
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er spáð Norðvestan 10-18 m/s með rigningu nærri sjávarmáli. Slyddu eða snjókomu á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það til dæmis við um Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði, að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Gul viðvörun verður í gildi þar milli klukkan 22 á morgun og klukkan 23:59 á miðvikudag.