Kross 4. umferðar: Bjarni Hinn og vitsugan Björgvin Páll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2022 10:00 „Góndu í augun á mér og segðu að við séum með fjögur stig.“ vísir/hulda margrét Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Helmingur leikjanna í 4. umferðinni endaði með jafntefli. Selfoss og ÍBV skildu jöfn í suðurlandsslagnum, annan leikinn í röð tryggði Stefán Huldar Stefánsson Haukum stig og upp úr sauð eftir jafntefli FH og Fram í Kaplakrika. ÍR sigraði Hörð í nýliðaslagnum og er með fullt hús stiga á nýja heimavellinum, Afturelding vann sinn fyrsta leik þegar Grótta kom í heimsókn og sóknarmenn KA komust ekkert áleiðis gegn öflugri Valsvörn á Hlíðarenda. Umfjöllun og viðtöl úr 4. umferð Olís-deildar karla Valur 26-18 KA Selfoss 31-31 ÍBV FH 25-25 Fram Afturelding 29-25 Grótta ÍR 35-34 Hörður Stjarnan 29-29 Haukar Góð umferð fyrir ... Hlutabréfin í Bjarna Fritzson hafa sennilega aldrei verið hærri.vísir/hulda margrét Bjarna Fritzson Miðað við umræðuna fyrir tímabil var líklegra að Bjarni Fritzson myndi breyta vatni í vín en að ná stigi með ÍR. Eftir sigurinn á Harðarmönnum hafa Breiðhyltingar náð í fjögur stig, fjórum stigum meira en flestir bjuggust við, og líklega getur Bjarni breytt vatni í vín eftir allt. Metsöluhöfundinum er trúandi til alls. En að öllu gamni slepptu hafa hann og ÍR-ingar gert frábærlega í byrjun tímabils. Liðið veit hvað það er að gera, sem er alla jafna kostur, og ÍR-hjartað í því slær í takt. Í næstu umferð sækir ÍR KA heim og með sigri fyrir norðan hleypa ÍR-ingar Olís-deildinni í enn meira uppnám. Einar Sverrisson Það rauk úr byssunni hjá Einari gegn ÍBV en hann skoraði tíu mörk í jafnteflinu í suðurlandsslagnum. Þetta var þriðji tíu marka leikur Einars í röð og skotnýtingin í þessum þremur leikjum er framúrskarandi (73,2 prósent). Miklar framfarir hafa verið á liði Selfoss eftir agalega frammistöðu gegn Fram í 1. umferðinni og það er að risastóru leyti Einari að þakka. Leiðindaorðin ef og hefði fylgja honum alltaf enda meiðslagjarn með afbrigðum. En með Einar heilan og í stuði eru Selfyssingar kannski ekki til alls líklegir en allavega fleiri vegir færir en þeir sýndu í tapinu gegn Frömmurum í 1. umferðinni þegar Einar var einmitt ekki með. Björgvin Pál Gústavsson Versta martröð hornamanna í Olís-deildinni er eflaust að lenda á Björgvini í stuði. Og Allan Norðberg upplifði þá martröð á fimmtudaginn. Færeyingurinn byrjaði á bekknum en kom inn á um miðjan fyrri hálfleik. Björgvin varði fyrstu þrjú skotin hans sem komu á jafn mörgum mínútum. Og öll úr dauðafærum. Þegar silfurdrengurinn er í svona ham er hann eins og vitsugurnar í Harry Potter-bókunum. Hann sogar sálina hreinlega úr leikmönnum þegar hann er í ham eftir á ráfa þeir um völlinn, tómir til augnanna. Björgvin varði alls nítján skot gegn KA (51 prósent) og skoraði auk þess eitt mark. Slæm umferð fyrir ... Pétur Árni Hauksson gekk í gildruna sem Brynjólfur Snær Brynjólfsson hefur lagt fyrir svo marga mótherja sína.vísir/hulda margrét Pétur Árna Hauksson Tapaður bolti er ekki það sama og tapaður bolti. Ef Pétur hefði kastað boltanum í hendurnar á Brynjólfi Snæ Brynjólfssyni einhvern tímann á fyrstu 55 mínútum leiksins hefði enginn munað eftir því. En eini tapaði bolti Péturs kom á ögurstundu, í stöðunni 29-28, Stjörnunni í vil. Pétur gáði ekki að sér og hinn fingralangi Brynjólfur stal boltanum og sendi á Ólaf Ægi Ólafsson sem skoraði í tómt markið og jafnaði í 29-29. Stjarnan fékk eina sókn til að tryggja sér sigurinn en Stefán Huldar varði skot Péturs úr erfiðri stöðu. Fyrir utan þessa lokamínútu átti Pétur fínan leik; skoraði fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. En það var ekki það sem var talað um eftir leikinn. Patrek Stefánsson Sóknarmenn KA lentu ítrekað í hrömmunum á varnarmönnum Vals í leik liðanna á Hlíðarenda og þegar þeir náðu að koma skoti á markið varði Björgvin það oftast. Það er kannski ósanngjarnt að taka Patrek út fyrir sviga en sem aðalleikstjórnandi KA er ábyrgð hans mikil. Og hann stóð ekki undir henni gegn Val. Langt því frá. Patrekur tók aðeins þrjú skot og þau geiguðu öll. Hann gaf eina stoðsendingu en tapaði boltanum sex sinnum. Sóknarleikur KA er annað hvort mjög góður, eins og gegn ÍBV og Herði, eða nánast óáhorfanlegur, eins og gegn Haukum og Val. KA-menn verða að finna betra jafnvægi og minnka sóknarsveiflurnar. Birgi Stein Jónsson Gamanið var stutt hjá Birgi gegn Aftureldingu, nánar tiltekið fjórar mínútur. Hann fékk nefnilega rautt spjald strax í upphafi leiks fyrir að brjóta á Þorsteini Leó Gunnarssyni sem fór af velli í sjúkrabíl. Brotthvarf Birgis hafði mikil áhrif á Gróttu sem lék sinn sísta leik á tímabilinu. Birgir er Seltirningum ómetanlegur á báðum endum vallarins og þeir máttu engan veginn við að missa hann af velli. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Prrrrrrrrvísir/hulda margrét Ef Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, væri með hár væri hann búinn að rífa það allt af. Ísfirðingar töpuðu fyrir ÍR-ingum í nýliðaslagnum og enn og aftur var slæm byrjun banabiti Harðar. Strákarnir hans Carlosar gera alltaf sömu mistökin í upphafi leikja; einspila í sókn, gera allar skyssur í bókinni og eru lengi til baka. Carlos þyrfti helst að sækja um undanþágu til HSÍ um að fá auka leikhlé því hann þarf alltaf að spandera einu á 5. mínútu eða svo. Ef Hörður ætlar að ná í einhver stig í vetur væri sterkur leikur að gefa hinu liðinu ekki alltaf 3-4 mörk í forgjöf snemma leiks. Bara hugmynd. Besti ungi leikmaðurinn Afturelding vann loksins leik þegar liðið fékk Gróttu í heimsókn. Og það var ekki síst markverðinum unga, Brynjari Vigni Sigurjónssyni, að þakka. Hann byrjaði á bekknum en kom inn á eftir að Jovan Kukobat hafði ekki náð sér á strik. Brynjar tók strax til óspilltra málanna og hætti ekkert. Hann varði alls þrettán skot, eða 46,4 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Frábær tölfræði hjá þessum efnilega markverði. Brynjar greindi frá því að hann hefði orð í eyra frá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, daginn fyrir leik. Og miðað við viðbrögðin er spurning hvort Gunnar hætti því nokkuð að láta Brynjar heyra það fyrir leiki. Samvinna umferðarinnar Þótt Afturelding hafi fengið vel þegna markvörslu gegn Gróttu var kannski það ánægjulegasta fyrir Mosfellinga að þeir fengu almennilegt línuspil í leiknum. Blær Hinriksson, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að dæla út stoðsendingum, gaf átta slíkar, þar af fimm á Einar Inga Hrafnsson sem skoraði úr öllum fimm færunum sínum af línunni. Einar Ingi hefur varla fengið boltann síðan hann kom heim úr atvinnumennsku en leikurinn á fimmtudaginn var jákvætt frávik. Afsökunarbeiðni umferðarinnar Fyrsta afsökunarbeiðni tímabilsins kom ekki fyrr en í 4. umferð sem er auðvitað engin frammistaða. Stuðullinn var þó líklega ekkert sérstaklega hár á að Einar Jónsson yrði sá fyrsti til að biðjast afsökunar. Það gerði hann vegna ummæla sinna eftir jafntefli FH og Fram í Kaplakrika þar sem hann sagði að Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefði þrumað viljandi í andlit Birgis Más Birgissonar. Ummælin áttu greinilega að vera fyndin voru álíka langt frá því að hitta í mark og skot Þorsteins Gauta. Tölfræði sem stakk í augun Sem fyrr sagði var sóknarleikur KA gegn Val rosalega lélegur. Liðið var aðeins með 42,9 prósent skotnýtingu, klúðraði öllum fjórum færum sínum úr hraðaupphlaupum og sex hornafærum. En það sem segir best hversu glötuð sókn KA-manna var að þeir töpuðu boltanum sautján sinnum en skoruðu átján mörk. Akureyringar voru með öðrum orðum nánast með jafn marga tapaða bolta og mörk. Fróðir menn segja að það sé ekki líklegt til árangurs. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Björgvin Páll Gústavsson (Valur) - 9,30 Einar Sverrisson (Selfoss) - 9,30 Phil Döhler (FH) - 8,00 Brynjar Vignir Sigurjónsson (Afturelding) - 8,04 Viktor Sigurðsson (ÍR) - 9,41 Andri Már Rúnarsson (Haukar) - 7,84 Handboltarokk umferðarinnar Ein af földu perlum handboltarokksins er lagið „The Diary of Jane“ með hljómsveitinni Breaking Benjamin. Öllum helstu karaktereinkennum handboltarokksins auk dass af nu-metal er komið haganlega fyrir á rúmum þremur mínútum. Góða skemmtun! <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DWaB4PXCwFU">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 5. umferð Olís-deildar karla út.hsí Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. 3. október 2022 15:26 „Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. 3. október 2022 14:00 Segir Ísfirðinga hafa reynt að fá Hauk Þrastarson Hörður frá Ísafirði er nýliði í Olís deildinni í handbolta og eru enn stigalausir eftir fyrstu þrjá leiki sína en það verður ekki annað sagt en að forráðamenn liðsins séu metnaðarfullir. 2. október 2022 23:17 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Helmingur leikjanna í 4. umferðinni endaði með jafntefli. Selfoss og ÍBV skildu jöfn í suðurlandsslagnum, annan leikinn í röð tryggði Stefán Huldar Stefánsson Haukum stig og upp úr sauð eftir jafntefli FH og Fram í Kaplakrika. ÍR sigraði Hörð í nýliðaslagnum og er með fullt hús stiga á nýja heimavellinum, Afturelding vann sinn fyrsta leik þegar Grótta kom í heimsókn og sóknarmenn KA komust ekkert áleiðis gegn öflugri Valsvörn á Hlíðarenda. Umfjöllun og viðtöl úr 4. umferð Olís-deildar karla Valur 26-18 KA Selfoss 31-31 ÍBV FH 25-25 Fram Afturelding 29-25 Grótta ÍR 35-34 Hörður Stjarnan 29-29 Haukar Góð umferð fyrir ... Hlutabréfin í Bjarna Fritzson hafa sennilega aldrei verið hærri.vísir/hulda margrét Bjarna Fritzson Miðað við umræðuna fyrir tímabil var líklegra að Bjarni Fritzson myndi breyta vatni í vín en að ná stigi með ÍR. Eftir sigurinn á Harðarmönnum hafa Breiðhyltingar náð í fjögur stig, fjórum stigum meira en flestir bjuggust við, og líklega getur Bjarni breytt vatni í vín eftir allt. Metsöluhöfundinum er trúandi til alls. En að öllu gamni slepptu hafa hann og ÍR-ingar gert frábærlega í byrjun tímabils. Liðið veit hvað það er að gera, sem er alla jafna kostur, og ÍR-hjartað í því slær í takt. Í næstu umferð sækir ÍR KA heim og með sigri fyrir norðan hleypa ÍR-ingar Olís-deildinni í enn meira uppnám. Einar Sverrisson Það rauk úr byssunni hjá Einari gegn ÍBV en hann skoraði tíu mörk í jafnteflinu í suðurlandsslagnum. Þetta var þriðji tíu marka leikur Einars í röð og skotnýtingin í þessum þremur leikjum er framúrskarandi (73,2 prósent). Miklar framfarir hafa verið á liði Selfoss eftir agalega frammistöðu gegn Fram í 1. umferðinni og það er að risastóru leyti Einari að þakka. Leiðindaorðin ef og hefði fylgja honum alltaf enda meiðslagjarn með afbrigðum. En með Einar heilan og í stuði eru Selfyssingar kannski ekki til alls líklegir en allavega fleiri vegir færir en þeir sýndu í tapinu gegn Frömmurum í 1. umferðinni þegar Einar var einmitt ekki með. Björgvin Pál Gústavsson Versta martröð hornamanna í Olís-deildinni er eflaust að lenda á Björgvini í stuði. Og Allan Norðberg upplifði þá martröð á fimmtudaginn. Færeyingurinn byrjaði á bekknum en kom inn á um miðjan fyrri hálfleik. Björgvin varði fyrstu þrjú skotin hans sem komu á jafn mörgum mínútum. Og öll úr dauðafærum. Þegar silfurdrengurinn er í svona ham er hann eins og vitsugurnar í Harry Potter-bókunum. Hann sogar sálina hreinlega úr leikmönnum þegar hann er í ham eftir á ráfa þeir um völlinn, tómir til augnanna. Björgvin varði alls nítján skot gegn KA (51 prósent) og skoraði auk þess eitt mark. Slæm umferð fyrir ... Pétur Árni Hauksson gekk í gildruna sem Brynjólfur Snær Brynjólfsson hefur lagt fyrir svo marga mótherja sína.vísir/hulda margrét Pétur Árna Hauksson Tapaður bolti er ekki það sama og tapaður bolti. Ef Pétur hefði kastað boltanum í hendurnar á Brynjólfi Snæ Brynjólfssyni einhvern tímann á fyrstu 55 mínútum leiksins hefði enginn munað eftir því. En eini tapaði bolti Péturs kom á ögurstundu, í stöðunni 29-28, Stjörnunni í vil. Pétur gáði ekki að sér og hinn fingralangi Brynjólfur stal boltanum og sendi á Ólaf Ægi Ólafsson sem skoraði í tómt markið og jafnaði í 29-29. Stjarnan fékk eina sókn til að tryggja sér sigurinn en Stefán Huldar varði skot Péturs úr erfiðri stöðu. Fyrir utan þessa lokamínútu átti Pétur fínan leik; skoraði fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. En það var ekki það sem var talað um eftir leikinn. Patrek Stefánsson Sóknarmenn KA lentu ítrekað í hrömmunum á varnarmönnum Vals í leik liðanna á Hlíðarenda og þegar þeir náðu að koma skoti á markið varði Björgvin það oftast. Það er kannski ósanngjarnt að taka Patrek út fyrir sviga en sem aðalleikstjórnandi KA er ábyrgð hans mikil. Og hann stóð ekki undir henni gegn Val. Langt því frá. Patrekur tók aðeins þrjú skot og þau geiguðu öll. Hann gaf eina stoðsendingu en tapaði boltanum sex sinnum. Sóknarleikur KA er annað hvort mjög góður, eins og gegn ÍBV og Herði, eða nánast óáhorfanlegur, eins og gegn Haukum og Val. KA-menn verða að finna betra jafnvægi og minnka sóknarsveiflurnar. Birgi Stein Jónsson Gamanið var stutt hjá Birgi gegn Aftureldingu, nánar tiltekið fjórar mínútur. Hann fékk nefnilega rautt spjald strax í upphafi leiks fyrir að brjóta á Þorsteini Leó Gunnarssyni sem fór af velli í sjúkrabíl. Brotthvarf Birgis hafði mikil áhrif á Gróttu sem lék sinn sísta leik á tímabilinu. Birgir er Seltirningum ómetanlegur á báðum endum vallarins og þeir máttu engan veginn við að missa hann af velli. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Prrrrrrrrvísir/hulda margrét Ef Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, væri með hár væri hann búinn að rífa það allt af. Ísfirðingar töpuðu fyrir ÍR-ingum í nýliðaslagnum og enn og aftur var slæm byrjun banabiti Harðar. Strákarnir hans Carlosar gera alltaf sömu mistökin í upphafi leikja; einspila í sókn, gera allar skyssur í bókinni og eru lengi til baka. Carlos þyrfti helst að sækja um undanþágu til HSÍ um að fá auka leikhlé því hann þarf alltaf að spandera einu á 5. mínútu eða svo. Ef Hörður ætlar að ná í einhver stig í vetur væri sterkur leikur að gefa hinu liðinu ekki alltaf 3-4 mörk í forgjöf snemma leiks. Bara hugmynd. Besti ungi leikmaðurinn Afturelding vann loksins leik þegar liðið fékk Gróttu í heimsókn. Og það var ekki síst markverðinum unga, Brynjari Vigni Sigurjónssyni, að þakka. Hann byrjaði á bekknum en kom inn á eftir að Jovan Kukobat hafði ekki náð sér á strik. Brynjar tók strax til óspilltra málanna og hætti ekkert. Hann varði alls þrettán skot, eða 46,4 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Frábær tölfræði hjá þessum efnilega markverði. Brynjar greindi frá því að hann hefði orð í eyra frá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, daginn fyrir leik. Og miðað við viðbrögðin er spurning hvort Gunnar hætti því nokkuð að láta Brynjar heyra það fyrir leiki. Samvinna umferðarinnar Þótt Afturelding hafi fengið vel þegna markvörslu gegn Gróttu var kannski það ánægjulegasta fyrir Mosfellinga að þeir fengu almennilegt línuspil í leiknum. Blær Hinriksson, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að dæla út stoðsendingum, gaf átta slíkar, þar af fimm á Einar Inga Hrafnsson sem skoraði úr öllum fimm færunum sínum af línunni. Einar Ingi hefur varla fengið boltann síðan hann kom heim úr atvinnumennsku en leikurinn á fimmtudaginn var jákvætt frávik. Afsökunarbeiðni umferðarinnar Fyrsta afsökunarbeiðni tímabilsins kom ekki fyrr en í 4. umferð sem er auðvitað engin frammistaða. Stuðullinn var þó líklega ekkert sérstaklega hár á að Einar Jónsson yrði sá fyrsti til að biðjast afsökunar. Það gerði hann vegna ummæla sinna eftir jafntefli FH og Fram í Kaplakrika þar sem hann sagði að Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefði þrumað viljandi í andlit Birgis Más Birgissonar. Ummælin áttu greinilega að vera fyndin voru álíka langt frá því að hitta í mark og skot Þorsteins Gauta. Tölfræði sem stakk í augun Sem fyrr sagði var sóknarleikur KA gegn Val rosalega lélegur. Liðið var aðeins með 42,9 prósent skotnýtingu, klúðraði öllum fjórum færum sínum úr hraðaupphlaupum og sex hornafærum. En það sem segir best hversu glötuð sókn KA-manna var að þeir töpuðu boltanum sautján sinnum en skoruðu átján mörk. Akureyringar voru með öðrum orðum nánast með jafn marga tapaða bolta og mörk. Fróðir menn segja að það sé ekki líklegt til árangurs. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Björgvin Páll Gústavsson (Valur) - 9,30 Einar Sverrisson (Selfoss) - 9,30 Phil Döhler (FH) - 8,00 Brynjar Vignir Sigurjónsson (Afturelding) - 8,04 Viktor Sigurðsson (ÍR) - 9,41 Andri Már Rúnarsson (Haukar) - 7,84 Handboltarokk umferðarinnar Ein af földu perlum handboltarokksins er lagið „The Diary of Jane“ með hljómsveitinni Breaking Benjamin. Öllum helstu karaktereinkennum handboltarokksins auk dass af nu-metal er komið haganlega fyrir á rúmum þremur mínútum. Góða skemmtun! <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DWaB4PXCwFU">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 5. umferð Olís-deildar karla út.hsí
Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. 3. október 2022 15:26 „Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. 3. október 2022 14:00 Segir Ísfirðinga hafa reynt að fá Hauk Þrastarson Hörður frá Ísafirði er nýliði í Olís deildinni í handbolta og eru enn stigalausir eftir fyrstu þrjá leiki sína en það verður ekki annað sagt en að forráðamenn liðsins séu metnaðarfullir. 2. október 2022 23:17 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. 3. október 2022 15:26
„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. 3. október 2022 14:00
Segir Ísfirðinga hafa reynt að fá Hauk Þrastarson Hörður frá Ísafirði er nýliði í Olís deildinni í handbolta og eru enn stigalausir eftir fyrstu þrjá leiki sína en það verður ekki annað sagt en að forráðamenn liðsins séu metnaðarfullir. 2. október 2022 23:17
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti