Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2022 07:21 Kwarteng og Truss á ársþingi Íhaldsflokksins. AP/Stefan Rousseau Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. Kwarteng og forsætisráðherrann Liz Truss sögðu síðast í gær að það stæði alls ekki til að falla frá afnáminu, þrátt fyrir að um væri að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á dögunum og olli falli sterlingspundsins og gríðarlegum titringi á fjármála- og húsnæðismörkuðum. Breskir miðlar segja ráðherrunum hafa orðið ljóst við upphaf ársþings Íhaldsflokksins að þingmenn myndu gera uppreisn ef þeir yrðu neyddir til þess að greiða atkvæði með afnámi skattþrepsins. Þá hafi menn verið farnir að tala um það að koma þyrfti Truss frá sem fyrst en skoðanakannanir sýna mikla sókn Verkamannaflokksins í kjölfar þess að fjárlagafrumvarpið var kynnt. Truss sagði síðast í gær, í viðtali við BBC, að hún hygðist alls ekki víkja frá stefnu sinni og því þykir málið allt hið vandræðalegasta. Í viðtölum í morgun hefur Kwarteng ekki viljað viðurkenna að afnám skattþrepsins hafi verið mistök en sagði það hins vegar hafa beint athyglinni frá frumvarpinu í heild, sem hann stæði enn með. Hann sagðist ekki hafa í hyggju að segja af sér, jafnvel þótt seðlabankinn hefði neyðst til að verja gríðarlegum fjármunum til að verja lífeyrissjóðakerfið vegna klúðursins. Þrátt fyrir algjöra U-beygju ríkisstjórnarinnar benda miðlar á að fleiri umdeildar skattalækkanir sé að finna í fjárlagafrumvarpinu og þá eigi enn eftir að upplýsa hvernig á að greiða fyrir þær. Getgátur hafa verið uppi um að mikill niðurskurður sé framundan í ríkisfjármálunum en í viðtölum í morgun vildi Kwarteng ekki kannast við það. Bretland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Kwarteng og forsætisráðherrann Liz Truss sögðu síðast í gær að það stæði alls ekki til að falla frá afnáminu, þrátt fyrir að um væri að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á dögunum og olli falli sterlingspundsins og gríðarlegum titringi á fjármála- og húsnæðismörkuðum. Breskir miðlar segja ráðherrunum hafa orðið ljóst við upphaf ársþings Íhaldsflokksins að þingmenn myndu gera uppreisn ef þeir yrðu neyddir til þess að greiða atkvæði með afnámi skattþrepsins. Þá hafi menn verið farnir að tala um það að koma þyrfti Truss frá sem fyrst en skoðanakannanir sýna mikla sókn Verkamannaflokksins í kjölfar þess að fjárlagafrumvarpið var kynnt. Truss sagði síðast í gær, í viðtali við BBC, að hún hygðist alls ekki víkja frá stefnu sinni og því þykir málið allt hið vandræðalegasta. Í viðtölum í morgun hefur Kwarteng ekki viljað viðurkenna að afnám skattþrepsins hafi verið mistök en sagði það hins vegar hafa beint athyglinni frá frumvarpinu í heild, sem hann stæði enn með. Hann sagðist ekki hafa í hyggju að segja af sér, jafnvel þótt seðlabankinn hefði neyðst til að verja gríðarlegum fjármunum til að verja lífeyrissjóðakerfið vegna klúðursins. Þrátt fyrir algjöra U-beygju ríkisstjórnarinnar benda miðlar á að fleiri umdeildar skattalækkanir sé að finna í fjárlagafrumvarpinu og þá eigi enn eftir að upplýsa hvernig á að greiða fyrir þær. Getgátur hafa verið uppi um að mikill niðurskurður sé framundan í ríkisfjármálunum en í viðtölum í morgun vildi Kwarteng ekki kannast við það.
Bretland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira