Góð helgi fyrir Úkraínumenn Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2022 21:30 Áhöfn úkraínsks skriðdreka skýtur í átt að rússneskum hermönnum nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu. AP/Inna Varenytsia Frá því Vladimír Pútin lýsti yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu á föstudaginn virðist sem Úkraínumönnum hafi vegnað verulega vel gegn Rússum á vígvöllum landsins. Rússar eru víðast hvar á hælunum í Úkraínu. Rússar hörfuðu frá Lyman, mikilvægum bæ í norðanverðu Donetsk-héraði, og öðrum byggðum á svæðinu. Fregnir hafa borist af miklu mannfalli meðal Rússa á svæðinu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í gærkvöldi að góður árangur Úkraínumanna og sérstaklega frelsun Lyman, sýndi fram á að innlimun Rússa á úkraínsku landi væri farsi. Hann hét því enn og aftur að reka Rússa alfarið á brott úr Úkraínu. Sjá einnig: Lyman sýni að innlimunin sé farsi Úkraínumenn eru einnig sagðir hafa komið höndum yfir mikið af hergögnum sem Rússar munu hafa skilið eftir við undanhaldið frá Lyman. Sóttu langt fram í Kherson í dag Þá hafa Úkraínumenn brotið sér leið í gegnum varnarlínur Rússa í Kherson-héraði í suðurhluta landsins. Gagnsókn Úkraínumanna í Kherson hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Hún hefur gengið hægt og ku hafa verið mjög kostnaðarsöm fyrir úkraínska hermenn. Í aðdraganda sóknarinnar eru Rússar sagðir hafa flutt sínar reyndustu og bestu hersveitir til norðurbakka Dnipróár, þar sem Rússar hafa byggt upp öflugar varnir. Úkraínumenn hafa reynt að einangra þá og skera á birgðaleiðir þeirra. Úkraínumenn reistu nýverið úkraínska fánann að hún í Dolyna í Donetsk-héraði. Forseti Úkraínu hefur heitið því að reisa fánann í öllum hernumdum byggðum landsins.Getty/Metin Aktas Lýstu yfir miklum áhyggjum Rússneskir herbloggarar, sem eru mjög virkir í Rússlandi og margir hverjir með heimildarmenn innan hersins, byrjuðu í dag að tala um mjög erfitt ástand í Kherson og um nauðsyn þess að senda liðsauka á svæðið. Enn er tiltölulega óljóst hvernig Úkraínumenn gerðu það en þeim tókst að brjóta varnir Rússa við bakka Dnipro í austhluta Kherson á bak aftur og sækja þar fram, eins og sjá má á meðfylgjandi korti, sem einn af vinsælli herbloggurum Rússlands gerði í dag. This is a map of the area in question (from military blogger Rybar) https://t.co/giXhPkL44O pic.twitter.com/I62rKxPxgg— Francis Scarr (@francis_scarr) October 2, 2022 Blaðamaður Economist hefur eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að herinn hafi farið minnst tuttugu kílómetra inn á yfirráðasvæði Rússa í dag og stefni á frekari sókn í nótt. Vert er að benda á að einhverjar af þessum fregnum hafa ekki verið staðfestar enn en myndir sem úkraínskir hermenn hafa birt á samfélagsmiðlum sína að þeir hafa frelsað þó nokkrar byggðir á svæðinu. Með því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa gætu Úkraínumenn mögulega reynt að komast hjá sterkum vörnum Rússa annarsstaðar í héraðinu og króað af rússneska hermenn. Næstu dagar verða þó að leiða í ljós hvort Úkraínumönnum takist að nýta sér opnunina. Slíkt krefst góðs skipulags og mikils mannafla sem yrði þá dælt inn í opið sem myndaðist á línum Rússa. Rússar hafa birt myndir sem sýna að minnst ein árás Úkraínumanna í Kherson misheppnaðist í dag. Another YPR-765, T-72M1 and BMP-1 IFV were also abandoned by Ukrainian forces nearby. pic.twitter.com/R3p1iBDSUU— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 2, 2022 Ná einnig árangri norður af Lyman Úkraínumenn eru einnig sagðir hafa náð árangri við bæinn Kupiansk í Kharkív-héraði, norður af Lyman. Þar hafa Úkraínumenn sótt fram gegn Rússum og náð fótfestu á austurbakka Oskilár. Staða úkraínskra hermanna á austurbakkanum batnaði í dag en þeir eru sagðir hafa náð tökum á bænum Kivsharivka, austur af Kupiansk. Úkraínskir hermenn birtu í dag myndband af sér deila sælgæti með börnum í bænum. Kids greet our Warriors in liberated Kivsharivka, Kharkiv region. They haven't seen sweets in a long time... : Tipichnoe HTZ/Telegram pic.twitter.com/MB0lB6DGyk— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 2, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43 Afhjúpuðu enn meiri hrylling Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. 1. október 2022 19:37 Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Rússar hörfuðu frá Lyman, mikilvægum bæ í norðanverðu Donetsk-héraði, og öðrum byggðum á svæðinu. Fregnir hafa borist af miklu mannfalli meðal Rússa á svæðinu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í gærkvöldi að góður árangur Úkraínumanna og sérstaklega frelsun Lyman, sýndi fram á að innlimun Rússa á úkraínsku landi væri farsi. Hann hét því enn og aftur að reka Rússa alfarið á brott úr Úkraínu. Sjá einnig: Lyman sýni að innlimunin sé farsi Úkraínumenn eru einnig sagðir hafa komið höndum yfir mikið af hergögnum sem Rússar munu hafa skilið eftir við undanhaldið frá Lyman. Sóttu langt fram í Kherson í dag Þá hafa Úkraínumenn brotið sér leið í gegnum varnarlínur Rússa í Kherson-héraði í suðurhluta landsins. Gagnsókn Úkraínumanna í Kherson hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Hún hefur gengið hægt og ku hafa verið mjög kostnaðarsöm fyrir úkraínska hermenn. Í aðdraganda sóknarinnar eru Rússar sagðir hafa flutt sínar reyndustu og bestu hersveitir til norðurbakka Dnipróár, þar sem Rússar hafa byggt upp öflugar varnir. Úkraínumenn hafa reynt að einangra þá og skera á birgðaleiðir þeirra. Úkraínumenn reistu nýverið úkraínska fánann að hún í Dolyna í Donetsk-héraði. Forseti Úkraínu hefur heitið því að reisa fánann í öllum hernumdum byggðum landsins.Getty/Metin Aktas Lýstu yfir miklum áhyggjum Rússneskir herbloggarar, sem eru mjög virkir í Rússlandi og margir hverjir með heimildarmenn innan hersins, byrjuðu í dag að tala um mjög erfitt ástand í Kherson og um nauðsyn þess að senda liðsauka á svæðið. Enn er tiltölulega óljóst hvernig Úkraínumenn gerðu það en þeim tókst að brjóta varnir Rússa við bakka Dnipro í austhluta Kherson á bak aftur og sækja þar fram, eins og sjá má á meðfylgjandi korti, sem einn af vinsælli herbloggurum Rússlands gerði í dag. This is a map of the area in question (from military blogger Rybar) https://t.co/giXhPkL44O pic.twitter.com/I62rKxPxgg— Francis Scarr (@francis_scarr) October 2, 2022 Blaðamaður Economist hefur eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að herinn hafi farið minnst tuttugu kílómetra inn á yfirráðasvæði Rússa í dag og stefni á frekari sókn í nótt. Vert er að benda á að einhverjar af þessum fregnum hafa ekki verið staðfestar enn en myndir sem úkraínskir hermenn hafa birt á samfélagsmiðlum sína að þeir hafa frelsað þó nokkrar byggðir á svæðinu. Með því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa gætu Úkraínumenn mögulega reynt að komast hjá sterkum vörnum Rússa annarsstaðar í héraðinu og króað af rússneska hermenn. Næstu dagar verða þó að leiða í ljós hvort Úkraínumönnum takist að nýta sér opnunina. Slíkt krefst góðs skipulags og mikils mannafla sem yrði þá dælt inn í opið sem myndaðist á línum Rússa. Rússar hafa birt myndir sem sýna að minnst ein árás Úkraínumanna í Kherson misheppnaðist í dag. Another YPR-765, T-72M1 and BMP-1 IFV were also abandoned by Ukrainian forces nearby. pic.twitter.com/R3p1iBDSUU— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 2, 2022 Ná einnig árangri norður af Lyman Úkraínumenn eru einnig sagðir hafa náð árangri við bæinn Kupiansk í Kharkív-héraði, norður af Lyman. Þar hafa Úkraínumenn sótt fram gegn Rússum og náð fótfestu á austurbakka Oskilár. Staða úkraínskra hermanna á austurbakkanum batnaði í dag en þeir eru sagðir hafa náð tökum á bænum Kivsharivka, austur af Kupiansk. Úkraínskir hermenn birtu í dag myndband af sér deila sælgæti með börnum í bænum. Kids greet our Warriors in liberated Kivsharivka, Kharkiv region. They haven't seen sweets in a long time... : Tipichnoe HTZ/Telegram pic.twitter.com/MB0lB6DGyk— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 2, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43 Afhjúpuðu enn meiri hrylling Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. 1. október 2022 19:37 Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00
Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43
Afhjúpuðu enn meiri hrylling Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. 1. október 2022 19:37
Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23
Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21