Sinfónían fær óháðan aðila til að skoða mál Árna Heimis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. október 2022 18:48 Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands Stöð 2 Stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða mál er varðar meint kynferðisbrot Árna Heimis Ingólfssonar gegn Bjarna Frímanni Bjarnasyni. Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því á fimmtudag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni segir Bjarni frá því að hann hafi greint stjórnendum Sinfóníunar frá ofbeldinu, en þeir hafi ekkert aðhafst. Meðal þeirra sem Bjarni kveðst hafa greint frá ofbeldinu er Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar. Bjarni kveðst hafa látið hana vita af málinu um leið og hún hóf störf hjá Sinfóníunni. Í kjölfar þess að Bjarni steig fram sendi Árni Heimir frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa farið yfir mörk og baðst afsökunar á ósæmilegri hegðun. Að sama skapi sagðist hann vera staðráðinn í að vinna í sjálfum sér, eins og hann hefði gert síðustu tvö ár. Tjá sig lítið um málefni einstakra starfsmanna Í skriflegu svari Láru Sóleyjar við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að hendur SÍ séu að einhverju leyti bundnar, ef litið er til þess hversu mikið forsvarsmenn hennar megi tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. „Ég get hinsvegar staðfest að Árni Heimir, sem áður starfaði sem listrænn ráðgjafi hljómsveitarinnar, er ekki starfsmaður hjá hljómsveitinni og sinnir engum verkefnum fyrir hana,“ segir í svari Láru Sóleyjar. Þá segir þar að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ taki ofbeldismál mjög alvarlega og að sárt hafi verið að heyra frásögn Bjarna Frímanns. „Þegar upp koma mál er varða einelti, áreitni eða ofbeldi í vinnuumhverfinu þá förum við eftir ferlum sem voru innleiddir hjá okkur 2017 og uppfærðir síðast árið 2021. Í þeim ferlum felst að þegar slík mál koma inn á okkar borð þá leitum við aðstoðar og ráðleggingar utanaðkomandi og óháðra sérfræðinga. Stjórnendur taka síðan ákvörðun út frá fyrirliggjandi upplýsingum og eðli máls hverju sinni,“ segir þá í svarinu. Þá kemur fram að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ hafi ákveðið að fela óháðum fagaðila að „skoða þetta mál í kjölinn.“ Sú vinna fari strax af stað. Í svarinu kemur ekki fram um hvaða óháða aðila er að ræða, né hvers konar vinnu viðkomandi muni ráðast í. Sinfóníuhljómsveit Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48 Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því á fimmtudag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni segir Bjarni frá því að hann hafi greint stjórnendum Sinfóníunar frá ofbeldinu, en þeir hafi ekkert aðhafst. Meðal þeirra sem Bjarni kveðst hafa greint frá ofbeldinu er Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar. Bjarni kveðst hafa látið hana vita af málinu um leið og hún hóf störf hjá Sinfóníunni. Í kjölfar þess að Bjarni steig fram sendi Árni Heimir frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa farið yfir mörk og baðst afsökunar á ósæmilegri hegðun. Að sama skapi sagðist hann vera staðráðinn í að vinna í sjálfum sér, eins og hann hefði gert síðustu tvö ár. Tjá sig lítið um málefni einstakra starfsmanna Í skriflegu svari Láru Sóleyjar við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að hendur SÍ séu að einhverju leyti bundnar, ef litið er til þess hversu mikið forsvarsmenn hennar megi tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. „Ég get hinsvegar staðfest að Árni Heimir, sem áður starfaði sem listrænn ráðgjafi hljómsveitarinnar, er ekki starfsmaður hjá hljómsveitinni og sinnir engum verkefnum fyrir hana,“ segir í svari Láru Sóleyjar. Þá segir þar að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ taki ofbeldismál mjög alvarlega og að sárt hafi verið að heyra frásögn Bjarna Frímanns. „Þegar upp koma mál er varða einelti, áreitni eða ofbeldi í vinnuumhverfinu þá förum við eftir ferlum sem voru innleiddir hjá okkur 2017 og uppfærðir síðast árið 2021. Í þeim ferlum felst að þegar slík mál koma inn á okkar borð þá leitum við aðstoðar og ráðleggingar utanaðkomandi og óháðra sérfræðinga. Stjórnendur taka síðan ákvörðun út frá fyrirliggjandi upplýsingum og eðli máls hverju sinni,“ segir þá í svarinu. Þá kemur fram að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ hafi ákveðið að fela óháðum fagaðila að „skoða þetta mál í kjölinn.“ Sú vinna fari strax af stað. Í svarinu kemur ekki fram um hvaða óháða aðila er að ræða, né hvers konar vinnu viðkomandi muni ráðast í.
Sinfóníuhljómsveit Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48 Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48
Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55
Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25