Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. október 2022 12:30 Handklæði með myndum af forsetaframbjóðendunum Lula og Bolsonaro. Alexandre Schneider/Getty Images Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 156 milljónir manna eru á kjörskrá í Brasilíu í dag í þessu 5. fjölmennasta og 5. stærsta landi heims. Landið er tvisvar sinnum stærra en Evrópusambandið og þar búa 210 milljónir manna. Kosið á öllum vígstöðvum Kosningarnar í dag eru risavaxnar að burðum. Ekki aðeins fer fram fyrri umferð forsetakosninganna heldur verður líka kosið til fulltrúa- og öldungadeildar þingsins og um leið fara fram fylkisþingkosningar og fylkisstjórakosningar í öllum 27 fylkjum Brasilíu. Óvinsæll og einangraður forseti En augu manna beinast eðlilega fyrst og fremst að forsetakosningunum. Jair Bolsonaro freistar þess að ná endurkjöri, en skoðanakannanir benda til þess að það muni ekki takast. Hann þykir ekki hafa verið farsæll, landið sem áður var vinur allra, er í dag nokkuð einangrað á alþjóðavísu, sérstaklega eftir að Donald Trump hvarf af valdastóli í Bandaríkjunum. Nú má segja að helstu og einu bandamenn Bolsonaro séu Pólland og Ungverjaland. Helsta ástæða óvinsælda hans á alþjóðavísu er að hann hefur efnt það kosningaloforð sitt að styrkja efnahag íbúa á Amazon-svæðinu, það hefur verið gert á kostnað umhverfisins og frumbyggjanna. Helsta ástæða óvinsælda hans heima fyrir er hins vegar afar slæleg frammistaða í Covid19-faraldrinum, en þar dró hann lappirnar, má segja út yfir gröf og dauða, því alls hafa um 700.000 Brasilíumenn týnt lífi í faraldrinum, aðallega, segja fréttaskýrendur, vegna þess hve seint Bolsonaro keypti bóluefni fyrir landsmenn. Líklegur forseti nýlaus úr fangelsi Sá sem mun að öllum líkindum skjóta Bolsonaro ref fyrir rass er frambjóðandi Verkamannaflokksins og fyrrverandi forseti landsins, Luiz Inácio Lula da Silva, eða einfaldlega Lula. Hann var forseti Brasilíu frá 2003 til 2011 og er einn vinsælasti stjórnmálamaður í sögu landsins. 8 ára stjórnartíð hans einkenndist af alls kyns velferðarverkefnum í þessu ógurlega misskipta ríki. Hann var fundinn sekur um peningaþvætti og mútuþægni fyrir 5 árum og dæmdur til tæplega 10 ára fangelsisvistar. Hann afplánaði rétt tæplega 2 ár og var þá leystur úr haldi og sýknaður. Fyrir fjórum árum var meginþema kosninganna spilling og þá hefði Lula ekki átt sér viðreisnar von. Nú blása vindarnir úr annarri átt og helstu kosningamálin eru efnahagsmál, verðbólga og aukin fátækt. Þar virðast kjósendur ætla að skella skuldinni á Bolsonaro og leiða Lula til öndvegis á ný. Alls eru 7 í framboði til forseta, Lula hefur verið að fá á milli 45 og 49 prósent í síðustu skoðanakönnunum, en Bolsonaro 35 til 40 prósent. Nái enginn meirihluta í dag, verður kosið á milli 2ja efstu, sunnudaginn 30. október. Brasilía Tengdar fréttir Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. 30. september 2022 14:07 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Bolsonaro sækist eftir endurkjöri en fylgið dvínar Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í gær á kosningafundi Frjálslynda flokksins í Rio de Janeiro. Í ræðu sinni lagði Bolsonaro áherslu á guð, byssur og fjölskylduna. Hann freistar nú þess að höggva á forskot helsta keppinautar síns, sósíalistann og forsetann fyrrverandi Lula da Silva sem nýtur mun meira fylgis. 25. júlí 2022 06:48 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
156 milljónir manna eru á kjörskrá í Brasilíu í dag í þessu 5. fjölmennasta og 5. stærsta landi heims. Landið er tvisvar sinnum stærra en Evrópusambandið og þar búa 210 milljónir manna. Kosið á öllum vígstöðvum Kosningarnar í dag eru risavaxnar að burðum. Ekki aðeins fer fram fyrri umferð forsetakosninganna heldur verður líka kosið til fulltrúa- og öldungadeildar þingsins og um leið fara fram fylkisþingkosningar og fylkisstjórakosningar í öllum 27 fylkjum Brasilíu. Óvinsæll og einangraður forseti En augu manna beinast eðlilega fyrst og fremst að forsetakosningunum. Jair Bolsonaro freistar þess að ná endurkjöri, en skoðanakannanir benda til þess að það muni ekki takast. Hann þykir ekki hafa verið farsæll, landið sem áður var vinur allra, er í dag nokkuð einangrað á alþjóðavísu, sérstaklega eftir að Donald Trump hvarf af valdastóli í Bandaríkjunum. Nú má segja að helstu og einu bandamenn Bolsonaro séu Pólland og Ungverjaland. Helsta ástæða óvinsælda hans á alþjóðavísu er að hann hefur efnt það kosningaloforð sitt að styrkja efnahag íbúa á Amazon-svæðinu, það hefur verið gert á kostnað umhverfisins og frumbyggjanna. Helsta ástæða óvinsælda hans heima fyrir er hins vegar afar slæleg frammistaða í Covid19-faraldrinum, en þar dró hann lappirnar, má segja út yfir gröf og dauða, því alls hafa um 700.000 Brasilíumenn týnt lífi í faraldrinum, aðallega, segja fréttaskýrendur, vegna þess hve seint Bolsonaro keypti bóluefni fyrir landsmenn. Líklegur forseti nýlaus úr fangelsi Sá sem mun að öllum líkindum skjóta Bolsonaro ref fyrir rass er frambjóðandi Verkamannaflokksins og fyrrverandi forseti landsins, Luiz Inácio Lula da Silva, eða einfaldlega Lula. Hann var forseti Brasilíu frá 2003 til 2011 og er einn vinsælasti stjórnmálamaður í sögu landsins. 8 ára stjórnartíð hans einkenndist af alls kyns velferðarverkefnum í þessu ógurlega misskipta ríki. Hann var fundinn sekur um peningaþvætti og mútuþægni fyrir 5 árum og dæmdur til tæplega 10 ára fangelsisvistar. Hann afplánaði rétt tæplega 2 ár og var þá leystur úr haldi og sýknaður. Fyrir fjórum árum var meginþema kosninganna spilling og þá hefði Lula ekki átt sér viðreisnar von. Nú blása vindarnir úr annarri átt og helstu kosningamálin eru efnahagsmál, verðbólga og aukin fátækt. Þar virðast kjósendur ætla að skella skuldinni á Bolsonaro og leiða Lula til öndvegis á ný. Alls eru 7 í framboði til forseta, Lula hefur verið að fá á milli 45 og 49 prósent í síðustu skoðanakönnunum, en Bolsonaro 35 til 40 prósent. Nái enginn meirihluta í dag, verður kosið á milli 2ja efstu, sunnudaginn 30. október.
Brasilía Tengdar fréttir Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. 30. september 2022 14:07 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Bolsonaro sækist eftir endurkjöri en fylgið dvínar Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í gær á kosningafundi Frjálslynda flokksins í Rio de Janeiro. Í ræðu sinni lagði Bolsonaro áherslu á guð, byssur og fjölskylduna. Hann freistar nú þess að höggva á forskot helsta keppinautar síns, sósíalistann og forsetann fyrrverandi Lula da Silva sem nýtur mun meira fylgis. 25. júlí 2022 06:48 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. 30. september 2022 14:07
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00
Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56
Bolsonaro sækist eftir endurkjöri en fylgið dvínar Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í gær á kosningafundi Frjálslynda flokksins í Rio de Janeiro. Í ræðu sinni lagði Bolsonaro áherslu á guð, byssur og fjölskylduna. Hann freistar nú þess að höggva á forskot helsta keppinautar síns, sósíalistann og forsetann fyrrverandi Lula da Silva sem nýtur mun meira fylgis. 25. júlí 2022 06:48